Framleiðsla fíkniefna bæði einföld og ódýr Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 9. apríl 2015 07:30 Lögreglan leggur hald á lítið af amfetamíni. Líklegt er að eftirspurn sé annað með framleiðslu hér á landi. Nordicphotos/Getty Mesti samdráttur í haldlögðu magni á fíkniefnum frá hruni er hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Lítil fjárráð ungs fólks eftir hrun og meiri framleiðsla á amfetamíni innanlands teljast líklegar skýringar að mati þeirra Guðmundar Baldurssonar, lögreglufulltrúa í rannsóknardeild skipulagðrar brotastarfsemi á Suðurnesjum, og Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra.Kókaín of dýrt Mesti samdrátturinn er í kókaíni og amfetamíni. Tæp þrjú ár eru síðan lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á kókaín að einhverju ráði. Á síðasta ári voru aðeins haldlögð 717 grömm af kókaíni miðað við 4.400 grömm árið 2008. Á síðasta ári voru tekin 796 g af amfetamíni en vanalega er lagt hald á milli þrjú og tíu þúsund grömm á ári. Guðmundur tekur fram að það sé aðeins hægt að velta vöngum yfir ástæðum þess að lagt er hald á minna magn. Hann segist þó halda að ungt fólk hafi ekki sömu fjárráð og í góðærinu og því hafi neysla á kókaíni dregist saman. Undir það tekur Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi, sem segir neyslu á kókaíni hafa dregist saman eftir hrun þótt notendum örvandi efna hafi fjölgað. „Við höfum ekki lagt hald á mikið magn af kókaíni síðustu ár, ástæðurnar geta verið margar en við höldum að eftirspurnin hafi dregist saman vegna þess að ungt fólk hefur síður ráð á kókaíni,“ segir Guðmundur. „Það er áberandi neysla áfram á örvandi efnum en eftir árin 2008 og 2009 dró mjög úr kókaínneyslu,“ segir Valgerður og segir lækna á Vogi verða vara við óbreytta amfetamínneyslu síðustu ár þrátt fyrir að töluvert minna hafi verið tekið af amfetamíni síðustu ár.Fljótlegt að framleiða amfetamín Guðmundur segir líklegt að eftirspurn eftir amfetamíni sé annað með framleiðslu á landinu. Hann segir fólk hafa ranghugmyndir um slíka framleiðslu. Það þurfi ekki stórar verksmiðjur til. „Það er fljótlegt að framleiða amfetamín og það þarf ekki stórar verksmiðjur til framleiðslunnar. Tækjabúnaðurinn og framleiðslan getur þess vegna farið fram í heimahúsi.“ Guðmundur segir erfitt að geta sér til um hvað valdi samdrættinum. „Það eru sveiflur í þessu, nokkur stór mál hafa mikil áhrif á tölfræðina. Þessi stóru mál eru ekki á hverju ári.“ Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir langt síðan síðasta stóra fíkniefnamálið kom upp og segir enga einfalda skýringu vera á því hversu lítið magn lögreglan nær að finna og taka í sína vörslu. „Það er ekki til nein einföld skýring á því en það eru ákveðnar vísbendingar um að innflutningur á kókaíni hafi dregist saman. Það vekur ákveðnar hugrenningar að magnið er að minnka mikið. Minnkunin virðist hafa orðið eftir hrunið. Það gæti bent til þess að það er hugsanlega minna fé í umferð.“Niðurskurður í löggæslu Ólafur tekur undir ályktun Guðmundar um amfetamínframleiðslu í landinu sem fari leynt og er hugstætt fíkniefnamál frá síðasta ári þegar Algirdas Vysnauskas, litháískur ríkisborgari um þrítugt, var tekinn með lítra af metamfetamínbasa í vökvaformi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar október í fyrra. „Ég byrjaði ekki hér fyrr en 1. september á síðasta ári en í mínum huga stóð þetta mál upp úr, það mátti gera ráð fyrir því að það væri drjúgt sem hefði verið hægt að framleiða úr því ef það hefði komist á markað. Ég hef vitneskju um að tækjabúnaðurinn sé ódýr og framleiðslan einföld.“ Ólafur segir vert að leiða hugann að niðurskurði undanfarin ár. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að það hefur verið skorið niður í löggæslu á undanförnum árum.“ Fréttaskýringar Tengdar fréttir Lagt hald á minna af hörðum fíkniefnum Lögreglan hefur lagt hald á lítið magn af hörðum fíkniefnum á við kókaín, metamfetamín og amfetamín síðustu ár. Nokkur ár eru síðan lögreglan náði síðast umtalsverðu magni af þessum fíkniefnum. 8. apríl 2015 07:15 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Mesti samdráttur í haldlögðu magni á fíkniefnum frá hruni er hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Lítil fjárráð ungs fólks eftir hrun og meiri framleiðsla á amfetamíni innanlands teljast líklegar skýringar að mati þeirra Guðmundar Baldurssonar, lögreglufulltrúa í rannsóknardeild skipulagðrar brotastarfsemi á Suðurnesjum, og Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra.Kókaín of dýrt Mesti samdrátturinn er í kókaíni og amfetamíni. Tæp þrjú ár eru síðan lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á kókaín að einhverju ráði. Á síðasta ári voru aðeins haldlögð 717 grömm af kókaíni miðað við 4.400 grömm árið 2008. Á síðasta ári voru tekin 796 g af amfetamíni en vanalega er lagt hald á milli þrjú og tíu þúsund grömm á ári. Guðmundur tekur fram að það sé aðeins hægt að velta vöngum yfir ástæðum þess að lagt er hald á minna magn. Hann segist þó halda að ungt fólk hafi ekki sömu fjárráð og í góðærinu og því hafi neysla á kókaíni dregist saman. Undir það tekur Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi, sem segir neyslu á kókaíni hafa dregist saman eftir hrun þótt notendum örvandi efna hafi fjölgað. „Við höfum ekki lagt hald á mikið magn af kókaíni síðustu ár, ástæðurnar geta verið margar en við höldum að eftirspurnin hafi dregist saman vegna þess að ungt fólk hefur síður ráð á kókaíni,“ segir Guðmundur. „Það er áberandi neysla áfram á örvandi efnum en eftir árin 2008 og 2009 dró mjög úr kókaínneyslu,“ segir Valgerður og segir lækna á Vogi verða vara við óbreytta amfetamínneyslu síðustu ár þrátt fyrir að töluvert minna hafi verið tekið af amfetamíni síðustu ár.Fljótlegt að framleiða amfetamín Guðmundur segir líklegt að eftirspurn eftir amfetamíni sé annað með framleiðslu á landinu. Hann segir fólk hafa ranghugmyndir um slíka framleiðslu. Það þurfi ekki stórar verksmiðjur til. „Það er fljótlegt að framleiða amfetamín og það þarf ekki stórar verksmiðjur til framleiðslunnar. Tækjabúnaðurinn og framleiðslan getur þess vegna farið fram í heimahúsi.“ Guðmundur segir erfitt að geta sér til um hvað valdi samdrættinum. „Það eru sveiflur í þessu, nokkur stór mál hafa mikil áhrif á tölfræðina. Þessi stóru mál eru ekki á hverju ári.“ Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir langt síðan síðasta stóra fíkniefnamálið kom upp og segir enga einfalda skýringu vera á því hversu lítið magn lögreglan nær að finna og taka í sína vörslu. „Það er ekki til nein einföld skýring á því en það eru ákveðnar vísbendingar um að innflutningur á kókaíni hafi dregist saman. Það vekur ákveðnar hugrenningar að magnið er að minnka mikið. Minnkunin virðist hafa orðið eftir hrunið. Það gæti bent til þess að það er hugsanlega minna fé í umferð.“Niðurskurður í löggæslu Ólafur tekur undir ályktun Guðmundar um amfetamínframleiðslu í landinu sem fari leynt og er hugstætt fíkniefnamál frá síðasta ári þegar Algirdas Vysnauskas, litháískur ríkisborgari um þrítugt, var tekinn með lítra af metamfetamínbasa í vökvaformi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar október í fyrra. „Ég byrjaði ekki hér fyrr en 1. september á síðasta ári en í mínum huga stóð þetta mál upp úr, það mátti gera ráð fyrir því að það væri drjúgt sem hefði verið hægt að framleiða úr því ef það hefði komist á markað. Ég hef vitneskju um að tækjabúnaðurinn sé ódýr og framleiðslan einföld.“ Ólafur segir vert að leiða hugann að niðurskurði undanfarin ár. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að það hefur verið skorið niður í löggæslu á undanförnum árum.“
Fréttaskýringar Tengdar fréttir Lagt hald á minna af hörðum fíkniefnum Lögreglan hefur lagt hald á lítið magn af hörðum fíkniefnum á við kókaín, metamfetamín og amfetamín síðustu ár. Nokkur ár eru síðan lögreglan náði síðast umtalsverðu magni af þessum fíkniefnum. 8. apríl 2015 07:15 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Lagt hald á minna af hörðum fíkniefnum Lögreglan hefur lagt hald á lítið magn af hörðum fíkniefnum á við kókaín, metamfetamín og amfetamín síðustu ár. Nokkur ár eru síðan lögreglan náði síðast umtalsverðu magni af þessum fíkniefnum. 8. apríl 2015 07:15