Höft hefta Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 9. febrúar 2015 06:00 Undanfarna daga hefur mikið verið rætt um gjaldeyrishöft og þann skaða sem þau valda íslenskum fyrirtækjum. Tilefnið var sala á einu myndarlegasta iðnfyrirtæki landsins til erlendra eigenda og flutningur höfuðstöðva fyrirtækisins frá Íslandi. Þó að framleiðsla fyrirtækisins verði áfram hér á landi eru þetta sorgleg tíðindi fyrir íslenskan iðnað. Margoft hefur verið bent á skaðsemi gjaldeyrishafta fyrir íslenskt efnahagslíf og er þetta því miður dæmi um að það er ekki að ástæðulausu. Líklega var það skynsöm ráðstöfun að setja gjaldeyrishöftin á enda var þeim ætlað að bregðast við fyrirsjáanlegum bráðavanda og frekara hruni krónunnar. Nú eru sex árin liðin og þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda bólar ekkert á raunverulegri áætlun um afnám þeirra. Íslensk fyrirtæki hafa sýnt mikla seiglu en á einhverjum tímapunkti þrýtur þolinmæðina. Þann punkt nálgumst við óðfluga. Fyrirtæki sem þurfa að vaxa geta það einfaldlega ekki í lokuðu haftahagkerfi. Gjaldeyrishöftin koma í veg fyrir nauðsynlegan efnahagsbata og gera okkur ókleift að nýta fjármagn til framþróunar. Vegna haftanna er framleiðni fjármagns alltof lítil. Það er ljóst að mörg fyrirtæki finna ekki svo gjörla fyrir höftum í daglegum rekstri. Á það einkum við um fyrirtæki sem starfa á heimamarkaði. Önnur fyrirtæki, sérstaklega þau sem eru í sérhæfðri starfsemi svo sem tækni og hugviti, þurfa að horfa út fyrir túngarðinn til að geta vaxið og dafnað. Þetta eru oft og tíðum vaxtarsprotar framtíðarinnar. Höftin hafa ekki bara hamlandi áhrif á nýsköpun og sprotafyrirtæki heldur einnig á fyrirtæki í hefðbundnum iðnaði eins og dæmin sanna. Viðskiptalíf í höftum getur aldrei blómstrað til lengdar enda fela þau í sér skert samkeppnisumhverfi fyrirtækja okkar. Ísland er að missa af vaxtartækifærum og tapa frá landinu ungu og hæfileikaríku fólki sem hér vill starfa og lifa. Því verðum við sem þjóð að skapa ungu, vel menntuðu fólki vaxtarskilyrði sambærileg þeim sem eru í löndunum í kringum okkur. Það er löngu tímabært að bregðast við. Látum ekki höftin hefta vöxt iðnaðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Halldór 27.12.2025 skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur mikið verið rætt um gjaldeyrishöft og þann skaða sem þau valda íslenskum fyrirtækjum. Tilefnið var sala á einu myndarlegasta iðnfyrirtæki landsins til erlendra eigenda og flutningur höfuðstöðva fyrirtækisins frá Íslandi. Þó að framleiðsla fyrirtækisins verði áfram hér á landi eru þetta sorgleg tíðindi fyrir íslenskan iðnað. Margoft hefur verið bent á skaðsemi gjaldeyrishafta fyrir íslenskt efnahagslíf og er þetta því miður dæmi um að það er ekki að ástæðulausu. Líklega var það skynsöm ráðstöfun að setja gjaldeyrishöftin á enda var þeim ætlað að bregðast við fyrirsjáanlegum bráðavanda og frekara hruni krónunnar. Nú eru sex árin liðin og þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda bólar ekkert á raunverulegri áætlun um afnám þeirra. Íslensk fyrirtæki hafa sýnt mikla seiglu en á einhverjum tímapunkti þrýtur þolinmæðina. Þann punkt nálgumst við óðfluga. Fyrirtæki sem þurfa að vaxa geta það einfaldlega ekki í lokuðu haftahagkerfi. Gjaldeyrishöftin koma í veg fyrir nauðsynlegan efnahagsbata og gera okkur ókleift að nýta fjármagn til framþróunar. Vegna haftanna er framleiðni fjármagns alltof lítil. Það er ljóst að mörg fyrirtæki finna ekki svo gjörla fyrir höftum í daglegum rekstri. Á það einkum við um fyrirtæki sem starfa á heimamarkaði. Önnur fyrirtæki, sérstaklega þau sem eru í sérhæfðri starfsemi svo sem tækni og hugviti, þurfa að horfa út fyrir túngarðinn til að geta vaxið og dafnað. Þetta eru oft og tíðum vaxtarsprotar framtíðarinnar. Höftin hafa ekki bara hamlandi áhrif á nýsköpun og sprotafyrirtæki heldur einnig á fyrirtæki í hefðbundnum iðnaði eins og dæmin sanna. Viðskiptalíf í höftum getur aldrei blómstrað til lengdar enda fela þau í sér skert samkeppnisumhverfi fyrirtækja okkar. Ísland er að missa af vaxtartækifærum og tapa frá landinu ungu og hæfileikaríku fólki sem hér vill starfa og lifa. Því verðum við sem þjóð að skapa ungu, vel menntuðu fólki vaxtarskilyrði sambærileg þeim sem eru í löndunum í kringum okkur. Það er löngu tímabært að bregðast við. Látum ekki höftin hefta vöxt iðnaðar á Íslandi.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar