Götótta Reykjavík Sigurjón Magnús Egilsson skrifar 10. mars 2015 06:15 Segja má, ýkjulítið, að það fólk sem ekur um götur Reykjavíkur teljist einstaklega lánsamt komist það klakklaust á áfangastað. Götur Reykjavíkur hafa ekki í annan tíma verið verri en nú. Gatnakerfið er götótt, hættulegt og hvimleitt. Greinilegt er að stórátaks er þörf. Og það strax og veður leyfir. Reiðhjólarómantíkin er ágæt. Raunveruleikinn hefur nú kastað skugga á hana í vetur. Það er einungis fyrir hraustasta fólk að fara leiðar sinnar á reiðhjóli í því árferði sem við höfum búið við. Þegar aðstæður verða erfiðari kemur glöggt í ljós að draumamyndirnar um gjörbreytta borg eru fínar í huga þeirra sem þannig hugsa og á teikniborðinu, en einar sér ganga þær ekki. Borgarfulltrúar minnihlutaflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, ætla greinilega að þrýsta á meirihlutann. Í borgarráði gerðu sjálfstæðismenn þetta að umtalsefni og bókuðu um gatnakerfið: „Stefna sem tekin var upp á fyrsta fjárhagsári Samfylkingar og Bjartrar framtíðar/Besta flokksins þar sem dregið var verulega úr framlögum til malbiksframkvæmda hefur skilað sér í ástandi gatna sem er óviðunandi.“ Framsókn bókaði líka á sama veg. Sjálfstæðismenn benda á að meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins hafi á síðasta kjörtímabili dregið verulega úr framlögunum. „Í dag er staðan sú að venjulegt viðhald dugir ekki, heldur þarf átak sem mun kosta borgarbúa miklu meira en ef árlegt viðhald hefði verið eðlilegt á kjörtímabili Samfylkingar og Besta flokks sem lækkuðu framlög til viðhalds á malbiki um 37% árið 2011 sem var þeirra fyrsta fjárhagsár. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja aukin framlög til malbikunarframkvæmda enda verður ekki hjá því komist.“ Merkilegt er að einna mest eru sýnileg átök milli meirihluta og minnihluta í Reykjavík um hvort þrengja megi gamlar breiðgötur, götur sem voru hannaðar og lagðar af stjórnvöldum sem sáu helst fyrir sér að hraðbrautir lægju þvers og kruss um alla borgina, eða ekki. Sjálfstæðismenn verja gamla fyrirkomulagið og bókuðu í borgarráði: „…hafa borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lagt til að hætt verði við tilgangslausa þrengingu Grensásvegar og fjármagnið 160 milljónir króna verði nýtt í viðhald gatna.“ Margar breytingar hafa tekist með ágætum, til að mynda Borgartúnið. Hluti Grensásvegar var lagður í öðrum anda en nú gildir og er svo sannarlega vel við vöxt. Kjörið er að halda áfram með áætlun um þrengingar þar, þrátt fyrir bókun sjálfstæðismanna um annað. Ýta verður við meirihlutanum og tryggja að gert verði átak í Reykjavík og sama á við um Vegagerðina, borgin er torfær og nánast hættuleg. Ekki er bara hægt að kenna um vondu og óhagstæðu veðri. Tekin var ákvörðun um að slá af kröfunum og víða eru slysagildrur þess vegna og ástandið er engum bjóðandi og engum sæmandi. Reykjavík er götótt borg og verkefnin bíða víða. Það er ekkert að því að huga að umferð hjólandi og gangandi fólks en það má ekki verða lengur á kostnað gatnanna. Trúlegast mun sannast enn og aftur að hinn gullni meðalvegur er bestur. Vonandi auðnast ráðendum borgarinnar að fara bil beggja, meirihlutans og minnihlutans. Frestunin á viðhaldi gatna mun nú kosta sitt. Látið hendur standa fram úr ermum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Segja má, ýkjulítið, að það fólk sem ekur um götur Reykjavíkur teljist einstaklega lánsamt komist það klakklaust á áfangastað. Götur Reykjavíkur hafa ekki í annan tíma verið verri en nú. Gatnakerfið er götótt, hættulegt og hvimleitt. Greinilegt er að stórátaks er þörf. Og það strax og veður leyfir. Reiðhjólarómantíkin er ágæt. Raunveruleikinn hefur nú kastað skugga á hana í vetur. Það er einungis fyrir hraustasta fólk að fara leiðar sinnar á reiðhjóli í því árferði sem við höfum búið við. Þegar aðstæður verða erfiðari kemur glöggt í ljós að draumamyndirnar um gjörbreytta borg eru fínar í huga þeirra sem þannig hugsa og á teikniborðinu, en einar sér ganga þær ekki. Borgarfulltrúar minnihlutaflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, ætla greinilega að þrýsta á meirihlutann. Í borgarráði gerðu sjálfstæðismenn þetta að umtalsefni og bókuðu um gatnakerfið: „Stefna sem tekin var upp á fyrsta fjárhagsári Samfylkingar og Bjartrar framtíðar/Besta flokksins þar sem dregið var verulega úr framlögum til malbiksframkvæmda hefur skilað sér í ástandi gatna sem er óviðunandi.“ Framsókn bókaði líka á sama veg. Sjálfstæðismenn benda á að meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins hafi á síðasta kjörtímabili dregið verulega úr framlögunum. „Í dag er staðan sú að venjulegt viðhald dugir ekki, heldur þarf átak sem mun kosta borgarbúa miklu meira en ef árlegt viðhald hefði verið eðlilegt á kjörtímabili Samfylkingar og Besta flokks sem lækkuðu framlög til viðhalds á malbiki um 37% árið 2011 sem var þeirra fyrsta fjárhagsár. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja aukin framlög til malbikunarframkvæmda enda verður ekki hjá því komist.“ Merkilegt er að einna mest eru sýnileg átök milli meirihluta og minnihluta í Reykjavík um hvort þrengja megi gamlar breiðgötur, götur sem voru hannaðar og lagðar af stjórnvöldum sem sáu helst fyrir sér að hraðbrautir lægju þvers og kruss um alla borgina, eða ekki. Sjálfstæðismenn verja gamla fyrirkomulagið og bókuðu í borgarráði: „…hafa borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lagt til að hætt verði við tilgangslausa þrengingu Grensásvegar og fjármagnið 160 milljónir króna verði nýtt í viðhald gatna.“ Margar breytingar hafa tekist með ágætum, til að mynda Borgartúnið. Hluti Grensásvegar var lagður í öðrum anda en nú gildir og er svo sannarlega vel við vöxt. Kjörið er að halda áfram með áætlun um þrengingar þar, þrátt fyrir bókun sjálfstæðismanna um annað. Ýta verður við meirihlutanum og tryggja að gert verði átak í Reykjavík og sama á við um Vegagerðina, borgin er torfær og nánast hættuleg. Ekki er bara hægt að kenna um vondu og óhagstæðu veðri. Tekin var ákvörðun um að slá af kröfunum og víða eru slysagildrur þess vegna og ástandið er engum bjóðandi og engum sæmandi. Reykjavík er götótt borg og verkefnin bíða víða. Það er ekkert að því að huga að umferð hjólandi og gangandi fólks en það má ekki verða lengur á kostnað gatnanna. Trúlegast mun sannast enn og aftur að hinn gullni meðalvegur er bestur. Vonandi auðnast ráðendum borgarinnar að fara bil beggja, meirihlutans og minnihlutans. Frestunin á viðhaldi gatna mun nú kosta sitt. Látið hendur standa fram úr ermum.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar