Viltu að þín rödd heyrist? Árni Stefán Jónsson skrifar 6. mars 2015 07:00 Síðustu daga hafa um 50.000 starfsmenn fengið senda könnun um val á Stofnun og Fyrirtæki ársins ásamt launakönnun. Það eru stéttarfélögin SFR stéttarfélag í almannaþjónustu, VR og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar sem standa á bak við þessa stærstu mannauðskönnun landsins ásamt fjármálaráðuneytinu. Í henni eru starfsmenn meðal annars spurðir um launakjör, líðan, sveigjanleika vinnutíma, trúverðugleika stjórnenda og sjálfstæði í starfi, svo eitthvað sé nefnt. Líðan starfsmanna og mannauðsmál almennt er nokkuð sem stjórnendur hafa sem betur fer verið að gefa meiri gaum nú en áður. Í könnuninni um Stofnun og Fyrirtæki ársins fær rödd starfsmanna vægi og stjórnendur geta nýtt niðurstöðurnar til þess að bæta það sem bæta þarf. Það hefur sýnt sig margoft að stjórnendur þeirra stofnana og fyrirtækja sem vinna áfram með niðurstöður könnunarinnar innan vinnustaðarins færast hratt og örugglega upp listann. Slíkir vinnustaðir verða að lokum Fyrirmyndarstofnanir og Fyrirmyndarfyrirtæki og hljóta fyrir það sérstaka viðurkenningu við hátíðlega athöfn í maí ár hvert. Þar er einnig valinn hástökkvari ársins, en þann skemmtilega titil hlýtur sá sem hoppað hefur upp um flest sæti á milli ára. SFR stéttarfélag í almannaþjónustu hefur nú látið framkvæma könnunina um Stofnun ársins í níu ár og niðurstöður hennar gefa félaginu verðmætar upplýsingar um þróun mála, bæði hvað varðar launakjör og aðstæður á vinnustöðum. Auk þess sem þær gefa mikilvægan samanburð á milli félaga og hins opinbera og almenna vinnumarkaðar sem nýtast félaginu vel í kjarabaráttu og hagsmunagæslu fyrir félagsmenn. Gildi könnunarinnar felst ekki síst í stærð hennar, en hún nær m.a. til um 10.000 opinberra starfsmanna og allra ríkisstofnana, auk fyrirtækja á almennum markaði. Könnunin er ekki síður mikilvæg fyrir hinn almenna félagsmann sem getur með henni mátað sig við aðra í sambærilegum störfum og notað niðurstöðurnar til hagsbóta fyrir sjálfan sig og sitt starf. Sérstaða hennar liggur í því að starfsmenn sjálfir hafa orðið. Það er þeirra rödd sem gefur niðurstöðurnar og því er rödd hvers og eins afar mikilvæg. Ég vil því hvetja alla félagsmenn og aðra sem fá könnunina senda til þess að svara henni, því þannig getum við bætt hag okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Síðustu daga hafa um 50.000 starfsmenn fengið senda könnun um val á Stofnun og Fyrirtæki ársins ásamt launakönnun. Það eru stéttarfélögin SFR stéttarfélag í almannaþjónustu, VR og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar sem standa á bak við þessa stærstu mannauðskönnun landsins ásamt fjármálaráðuneytinu. Í henni eru starfsmenn meðal annars spurðir um launakjör, líðan, sveigjanleika vinnutíma, trúverðugleika stjórnenda og sjálfstæði í starfi, svo eitthvað sé nefnt. Líðan starfsmanna og mannauðsmál almennt er nokkuð sem stjórnendur hafa sem betur fer verið að gefa meiri gaum nú en áður. Í könnuninni um Stofnun og Fyrirtæki ársins fær rödd starfsmanna vægi og stjórnendur geta nýtt niðurstöðurnar til þess að bæta það sem bæta þarf. Það hefur sýnt sig margoft að stjórnendur þeirra stofnana og fyrirtækja sem vinna áfram með niðurstöður könnunarinnar innan vinnustaðarins færast hratt og örugglega upp listann. Slíkir vinnustaðir verða að lokum Fyrirmyndarstofnanir og Fyrirmyndarfyrirtæki og hljóta fyrir það sérstaka viðurkenningu við hátíðlega athöfn í maí ár hvert. Þar er einnig valinn hástökkvari ársins, en þann skemmtilega titil hlýtur sá sem hoppað hefur upp um flest sæti á milli ára. SFR stéttarfélag í almannaþjónustu hefur nú látið framkvæma könnunina um Stofnun ársins í níu ár og niðurstöður hennar gefa félaginu verðmætar upplýsingar um þróun mála, bæði hvað varðar launakjör og aðstæður á vinnustöðum. Auk þess sem þær gefa mikilvægan samanburð á milli félaga og hins opinbera og almenna vinnumarkaðar sem nýtast félaginu vel í kjarabaráttu og hagsmunagæslu fyrir félagsmenn. Gildi könnunarinnar felst ekki síst í stærð hennar, en hún nær m.a. til um 10.000 opinberra starfsmanna og allra ríkisstofnana, auk fyrirtækja á almennum markaði. Könnunin er ekki síður mikilvæg fyrir hinn almenna félagsmann sem getur með henni mátað sig við aðra í sambærilegum störfum og notað niðurstöðurnar til hagsbóta fyrir sjálfan sig og sitt starf. Sérstaða hennar liggur í því að starfsmenn sjálfir hafa orðið. Það er þeirra rödd sem gefur niðurstöðurnar og því er rödd hvers og eins afar mikilvæg. Ég vil því hvetja alla félagsmenn og aðra sem fá könnunina senda til þess að svara henni, því þannig getum við bætt hag okkar allra.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar