Erum við tilbúin fyrir næstu iðnbyltingu? Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 5. mars 2015 07:00 Áratuga hefð er fyrir því að halda Iðnþing einu sinni á ári. Þá kemur fólk í íslenskum iðnaði saman og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi. Iðnþing 2015 fer fram á Hótel Nordica í dag og hefst kl. 14. Þar munu leiðtogar fyrirtækja, sérfræðingar og ráðherrar ræða saman um þær stefnuáherslur sem Samtök iðnaðarins hafa sett á oddinn, það er menntun, nýsköpun og framleiðni. Menntun er lykillinn að velmegun allra þjóða. Samtök iðnaðarins vilja efla menntun fyrir atvinnulífið. Til þess að hér megi áfram dafna öflugt atvinnulíf verðum við að fjölga iðn-, verk- og tæknimenntuðu fólki. Það er skortur á fagmenntuðu fólki á Íslandi, ekki bara í iðnaði heldur einnig í mörgum öðrum greinum svo sem ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Undanfarin ár hefur tekist að vekja áhuga ungs fólks á tækifærum innan verk- og tæknigreina á háskólastigi. Þann vöxt þarf að tryggja áfram. Nýsköpun er forsenda framþróunar og framleiðniaukningar. Við viljum styrkja og styðja við nýsköpun á öllum sviðum. Á Iðnþingi munum við ræða nauðsyn þess að skapa nýjar lausnir til að auka framleiðni á öllum sviðum iðnaðar, jafnt hjá sprotum sem rótgrónum fyrirtækjum. Nýsköpun og menntun eru grunnþættir sem stuðla að aukinni framleiðni. Við Íslendingar erum eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að framleiðni. Með öðrum orðum eru afköst okkar lakari í samanburði við nágrannaþjóðir. Við megum ekki og eigum ekki að sætta okkur við það. Geta okkar til að auka hér hagvöxt liggur í aukinni framleiðni og betri nýtingu mannauðs. Það er samvinnuverkefni okkar allra að koma Íslandi í fremstu röð ríkja og skapa hér heilbrigt og öflugt atvinnulíf sem er ákjósanlegt fyrir fólk og fyrirtæki. Velkomin á iðnþing! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Sjá meira
Áratuga hefð er fyrir því að halda Iðnþing einu sinni á ári. Þá kemur fólk í íslenskum iðnaði saman og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi. Iðnþing 2015 fer fram á Hótel Nordica í dag og hefst kl. 14. Þar munu leiðtogar fyrirtækja, sérfræðingar og ráðherrar ræða saman um þær stefnuáherslur sem Samtök iðnaðarins hafa sett á oddinn, það er menntun, nýsköpun og framleiðni. Menntun er lykillinn að velmegun allra þjóða. Samtök iðnaðarins vilja efla menntun fyrir atvinnulífið. Til þess að hér megi áfram dafna öflugt atvinnulíf verðum við að fjölga iðn-, verk- og tæknimenntuðu fólki. Það er skortur á fagmenntuðu fólki á Íslandi, ekki bara í iðnaði heldur einnig í mörgum öðrum greinum svo sem ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Undanfarin ár hefur tekist að vekja áhuga ungs fólks á tækifærum innan verk- og tæknigreina á háskólastigi. Þann vöxt þarf að tryggja áfram. Nýsköpun er forsenda framþróunar og framleiðniaukningar. Við viljum styrkja og styðja við nýsköpun á öllum sviðum. Á Iðnþingi munum við ræða nauðsyn þess að skapa nýjar lausnir til að auka framleiðni á öllum sviðum iðnaðar, jafnt hjá sprotum sem rótgrónum fyrirtækjum. Nýsköpun og menntun eru grunnþættir sem stuðla að aukinni framleiðni. Við Íslendingar erum eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að framleiðni. Með öðrum orðum eru afköst okkar lakari í samanburði við nágrannaþjóðir. Við megum ekki og eigum ekki að sætta okkur við það. Geta okkar til að auka hér hagvöxt liggur í aukinni framleiðni og betri nýtingu mannauðs. Það er samvinnuverkefni okkar allra að koma Íslandi í fremstu röð ríkja og skapa hér heilbrigt og öflugt atvinnulíf sem er ákjósanlegt fyrir fólk og fyrirtæki. Velkomin á iðnþing!
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar