Hvað tefur í húsnæðismálum? Elín Björg Jónsdóttir skrifar 23. febrúar 2015 07:00 BSRB hefur lengi bent á mikilvægi þess að brugðist verði sem fyrst við vanda og breyttum þörfum á húsnæðismarkaði til að tryggja öllum viðunandi húsnæði á viðunandi kjörum. Í nýútkominni skýrslu Velferðarvaktarinnar er sérstaklega bent á mikilvægi þess að huga að öryggi í húsnæðismálum. Brýnt er því að mati BSRB að setja í forgang uppbyggingu almenns leigumarkaðar og samræmt húsnæðisbótakerfi. Nauðsynlegt er að gera leiguformið að raunverulegum valkosti í búsetumálum á Íslandi. BSRB telur að með almennu leigukerfi að norrænni fyrirmynd verði hægt að bjóða upp á langtímaleigu húsnæðis á viðunandi kjörum. Þörf á auknu framboði leiguhúsnæðis er mikil en um 20% félagsmanna BSRB hafa lýst því í kjarakönnunum bandalagsins að þeir vilji færa sig úr eigin húsnæði yfir á leigumarkað ef búsetuöryggi væri tryggt. Það er jafnframt grundvallaratriði í stefnu BSRB að stuðningur hins opinbera við ólík búsetuform verði jafnaður. Taka verður strax upp samræmdar húsnæðisbætur í stað vaxta- og leigubóta til að stuðla að frekari jöfnuði fólks. Með hærri fjárstuðningi til leigjenda í formi samræmdra húsnæðisbóta verður fjölskyldum því gefið raunverulegt val um búsetuform. Nú er bráðum ár liðið frá því að tillögur verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála voru kynntar en engin frumvörp hafa enn verið lögð fram af hálfu félags- og húsnæðismálaráðherra. Ljóst er að mikillar óþreyju er farið að gæta eftir því að aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum líti dagsins ljós. Ríkið verður að koma með öflugum hætti að uppbyggingu leigufélaga og gera nauðsynlegar breytingar á laga- og reglugerðarumhverfi þannig að leigufélög geti sinnt sínu mikilvæga hlutverki. BSRB bendir á að þeim bráðavanda sem nú blasir við á húsnæðismarkaði verður ekki brugðist við nema stjórnvöld leggi nú fram nauðsynlega fjármuni bæði í uppbyggingu leigufélaga og í nýtt og samræmt húsnæðisbótakerfi þar sem stuðningur við leigjendur verði aukinn. BSRB kallar því eftir að félags- og húsnæðismálaráðherra komi án tafar fram með raunhæfar tillögur til að tryggja húsnæðisöryggi og jafnræði á húsnæðismarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
BSRB hefur lengi bent á mikilvægi þess að brugðist verði sem fyrst við vanda og breyttum þörfum á húsnæðismarkaði til að tryggja öllum viðunandi húsnæði á viðunandi kjörum. Í nýútkominni skýrslu Velferðarvaktarinnar er sérstaklega bent á mikilvægi þess að huga að öryggi í húsnæðismálum. Brýnt er því að mati BSRB að setja í forgang uppbyggingu almenns leigumarkaðar og samræmt húsnæðisbótakerfi. Nauðsynlegt er að gera leiguformið að raunverulegum valkosti í búsetumálum á Íslandi. BSRB telur að með almennu leigukerfi að norrænni fyrirmynd verði hægt að bjóða upp á langtímaleigu húsnæðis á viðunandi kjörum. Þörf á auknu framboði leiguhúsnæðis er mikil en um 20% félagsmanna BSRB hafa lýst því í kjarakönnunum bandalagsins að þeir vilji færa sig úr eigin húsnæði yfir á leigumarkað ef búsetuöryggi væri tryggt. Það er jafnframt grundvallaratriði í stefnu BSRB að stuðningur hins opinbera við ólík búsetuform verði jafnaður. Taka verður strax upp samræmdar húsnæðisbætur í stað vaxta- og leigubóta til að stuðla að frekari jöfnuði fólks. Með hærri fjárstuðningi til leigjenda í formi samræmdra húsnæðisbóta verður fjölskyldum því gefið raunverulegt val um búsetuform. Nú er bráðum ár liðið frá því að tillögur verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála voru kynntar en engin frumvörp hafa enn verið lögð fram af hálfu félags- og húsnæðismálaráðherra. Ljóst er að mikillar óþreyju er farið að gæta eftir því að aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum líti dagsins ljós. Ríkið verður að koma með öflugum hætti að uppbyggingu leigufélaga og gera nauðsynlegar breytingar á laga- og reglugerðarumhverfi þannig að leigufélög geti sinnt sínu mikilvæga hlutverki. BSRB bendir á að þeim bráðavanda sem nú blasir við á húsnæðismarkaði verður ekki brugðist við nema stjórnvöld leggi nú fram nauðsynlega fjármuni bæði í uppbyggingu leigufélaga og í nýtt og samræmt húsnæðisbótakerfi þar sem stuðningur við leigjendur verði aukinn. BSRB kallar því eftir að félags- og húsnæðismálaráðherra komi án tafar fram með raunhæfar tillögur til að tryggja húsnæðisöryggi og jafnræði á húsnæðismarkaði.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar