Trufflurnar gulls ígildi Rikka skrifar 15. febrúar 2015 10:00 Trufflur Vísir/Getty Trufflusveppir hafa ekki verið mikið í boði hérna á Íslandi undanfarin ár þrátt fyrir það að margir Íslendingar séu hreinlega sjúkir í þá. Þessir sveppir, sem eru gulls ígildi, eru ein dýrasta matvara heims enda ekki furða. Það er bæði erfitt að finna þá og oftar en ekki eru notaðir lyktnæmir hundar eða svín til þess að finna þá. Núna í febrúar er á leiðinni hingað til lands ítalskur trufflusérfræðingur, Danilo Catena, og kemur hann til með að koma með fulla vasa af sveppum sem hann ætlar að kynna fyrir Íslendingum. Það er kokkaskólinn Salt eldhús sem heldur utan um þetta fræðandi námskeið og er mikill spenningur í herbúðum skólans. „Ég er að vonum spennt fyrir komu Danilos og trufflunum sem hann mun hafa meðferðis, enda ekki á hverjum degi sem okkur Íslendingum býðst að smakka alvöru trufflur. Það er hægt að segja sem svo að fæðukeðjan verði varla styttri þar sem hann fær trufflurnar beint frá föður sínum. Við getum því verið viss um upprunann og gæðin,“ segir Auður Ögn, eigandi Salts eldhúss. Það má búast við að námskeiðin sem í boði eru fyllist fljótt enda forvitnilegt að fræðast frekar um þennan demant sælkeraheimsins. Mest lesið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist
Trufflusveppir hafa ekki verið mikið í boði hérna á Íslandi undanfarin ár þrátt fyrir það að margir Íslendingar séu hreinlega sjúkir í þá. Þessir sveppir, sem eru gulls ígildi, eru ein dýrasta matvara heims enda ekki furða. Það er bæði erfitt að finna þá og oftar en ekki eru notaðir lyktnæmir hundar eða svín til þess að finna þá. Núna í febrúar er á leiðinni hingað til lands ítalskur trufflusérfræðingur, Danilo Catena, og kemur hann til með að koma með fulla vasa af sveppum sem hann ætlar að kynna fyrir Íslendingum. Það er kokkaskólinn Salt eldhús sem heldur utan um þetta fræðandi námskeið og er mikill spenningur í herbúðum skólans. „Ég er að vonum spennt fyrir komu Danilos og trufflunum sem hann mun hafa meðferðis, enda ekki á hverjum degi sem okkur Íslendingum býðst að smakka alvöru trufflur. Það er hægt að segja sem svo að fæðukeðjan verði varla styttri þar sem hann fær trufflurnar beint frá föður sínum. Við getum því verið viss um upprunann og gæðin,“ segir Auður Ögn, eigandi Salts eldhúss. Það má búast við að námskeiðin sem í boði eru fyllist fljótt enda forvitnilegt að fræðast frekar um þennan demant sælkeraheimsins.
Mest lesið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist