Óþarfa orkusuga Stjórnarmaðurinn skrifar 21. janúar 2015 07:00 Stjórnarmaðurinn varð þeirrar gæfu aðnjótandi hér áður að fá tækifæri til að starfa erlendis um árabil. Eitt greinir íslenska stjórnendur frá erlendum kollegum þeirra, og það er sú tilhneiging að tjá sig um og velta fyrir sér pólitík í tíma og ótíma. Þetta er nokkuð sem stjórnarmaðurinn hefur ekki orðið vitni að annars staðar. Hver skyldi nú ástæðan vera fyrir þessum mikla pólitíska áhuga stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum? Stjórnarmaðurinn myndi glaður gleypa þá skýringu að hér sé um hreinan áhuga að ræða og eldmóð fyrir málefnum líðandi stundar. Líklegri skýring er þó að íslenskir stjórnendur hafi ríkari ástæðu til að vera á varðbergi gagnvart stjórnmálamönnum. Þeir væru hreinlega ekki að sinna sínum störfum, ef þeir hefðu ekki helstu pólitísku hræringar á hreinu. Staðreyndin er nefnilega sú að á Íslandi hafa pólitík og viðskipti alla tíð tvinnast saman. Ofgnótt er af dæmum, en e.t.v. er einkavæðing bankanna í upphafi þessarar aldar besta nýlega dæmið. Þessu gerir Björgólfur Thor Björgólfsson góð skil í bók sinni. Björgólfur segir hreinlega að þar sem einhverjir hafi litið svo á að hann og faðir hans væru tengdir Sjálfstæðisflokknum – sem Björgólfur þvertekur fyrir – þá hafi kaupin á eyrinni gerst þannig að eftir söluna á Landsbankanum, hafi hreinlega orðið að selja Búnaðarbankann mönnum handgengnum Framsókn. Þetta telur Björgólfur að hafi haft lykiláhrif á það hvernig bankamarkaðurinn þróaðist hér á árunum eftir aldamót, enda stór biti fyrir óþroskaðan markað að standa allt í einu uppi með tvo einkavædda ríkisbanka, í stað eins. Ákveðið afturhvarf hefur orðið í þessum efnum frá hruni enda ríkisvaldið nú í þeirri stöðu að geta haft meiri áhrif á lífvænleika og framtíðarhorfur fyrirtækja í landinu en tíðkast hefur á seinni árum. Hér ríkja gjaldeyrishöft og stærsta fjármálastofnun landsins er í ríkiseigu. Stjórnarmaðurinn er reyndar á því að Steinþór Pálsson bankastjóri hafi útskýrt mál sitt vel á dögunum þegar að honum var sótt vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. Aðstæður á Íslandi eru hins vegar þannig að eðlilegt er að fólk sé tortryggið. Sporin hræða eins og frásögn Björgólfs ber með sér. Vonandi berum við gæfu til þess á næstu árum að leysa úr þessum flækjum svo að stjórnendur geti einbeitt sér að því sem máli skiptir fyrir þeirra fyrirtæki – og geti hætt að velta fyrir sér pólitík. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sjá meira
Stjórnarmaðurinn varð þeirrar gæfu aðnjótandi hér áður að fá tækifæri til að starfa erlendis um árabil. Eitt greinir íslenska stjórnendur frá erlendum kollegum þeirra, og það er sú tilhneiging að tjá sig um og velta fyrir sér pólitík í tíma og ótíma. Þetta er nokkuð sem stjórnarmaðurinn hefur ekki orðið vitni að annars staðar. Hver skyldi nú ástæðan vera fyrir þessum mikla pólitíska áhuga stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum? Stjórnarmaðurinn myndi glaður gleypa þá skýringu að hér sé um hreinan áhuga að ræða og eldmóð fyrir málefnum líðandi stundar. Líklegri skýring er þó að íslenskir stjórnendur hafi ríkari ástæðu til að vera á varðbergi gagnvart stjórnmálamönnum. Þeir væru hreinlega ekki að sinna sínum störfum, ef þeir hefðu ekki helstu pólitísku hræringar á hreinu. Staðreyndin er nefnilega sú að á Íslandi hafa pólitík og viðskipti alla tíð tvinnast saman. Ofgnótt er af dæmum, en e.t.v. er einkavæðing bankanna í upphafi þessarar aldar besta nýlega dæmið. Þessu gerir Björgólfur Thor Björgólfsson góð skil í bók sinni. Björgólfur segir hreinlega að þar sem einhverjir hafi litið svo á að hann og faðir hans væru tengdir Sjálfstæðisflokknum – sem Björgólfur þvertekur fyrir – þá hafi kaupin á eyrinni gerst þannig að eftir söluna á Landsbankanum, hafi hreinlega orðið að selja Búnaðarbankann mönnum handgengnum Framsókn. Þetta telur Björgólfur að hafi haft lykiláhrif á það hvernig bankamarkaðurinn þróaðist hér á árunum eftir aldamót, enda stór biti fyrir óþroskaðan markað að standa allt í einu uppi með tvo einkavædda ríkisbanka, í stað eins. Ákveðið afturhvarf hefur orðið í þessum efnum frá hruni enda ríkisvaldið nú í þeirri stöðu að geta haft meiri áhrif á lífvænleika og framtíðarhorfur fyrirtækja í landinu en tíðkast hefur á seinni árum. Hér ríkja gjaldeyrishöft og stærsta fjármálastofnun landsins er í ríkiseigu. Stjórnarmaðurinn er reyndar á því að Steinþór Pálsson bankastjóri hafi útskýrt mál sitt vel á dögunum þegar að honum var sótt vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. Aðstæður á Íslandi eru hins vegar þannig að eðlilegt er að fólk sé tortryggið. Sporin hræða eins og frásögn Björgólfs ber með sér. Vonandi berum við gæfu til þess á næstu árum að leysa úr þessum flækjum svo að stjórnendur geti einbeitt sér að því sem máli skiptir fyrir þeirra fyrirtæki – og geti hætt að velta fyrir sér pólitík.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sjá meira