Myndi Phil Collins fíla þetta? Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. janúar 2015 10:30 Steve Hackett, fyrrverandi gítarleikari Genesis, kemur fram á tvennum tónleikum með Todmobile. vísir/ernir Steve Hackett, fyrrverandi gítarleikari Genesis, sem hefur verið mikill áhrifavaldur í sögu gítarleiksins, er staddur hér á landi og kemur fram með Todmobile á tvennum tónleikum. „Þeir höfðu samband við mig og sögðust hafa unnið með Jon Anderson [söngvara Yes]. Ég fékk þá tónlist senda en þekkti hana þó ekki alla. Ég hugsaði samt með mér: þetta er eitt það besta sem ég hef heyrt og þeir vilja vinna með mér,“ segir Hackett, greinilega sáttur við störf Todmobile. Á síðasta ári kom sveitin fram með Anderson á vel heppnuðum tónleikum. „Ég þekki tónlist Bjarkar nokkuð vel og hef heyrt í Mezzoforte, það er auðvitað bara toppurinn á ísjakanum. Allt sem ég hef heyrt frá Íslandi hljómar eins og hér sé mjög hár standard í tónlistarheiminum. Það hlýtur að vera tengt veðrinu, eins og með veðrið á Englandi. Mín kenning er sú að ástæðan fyrir því að Shakespeare hafi samið svona frábær verk er vegna þess að veðrið var svo glatað í Bretlandi,“ segir Hackett léttur í lundu spurður út í kynni sín af íslenskri tónlist. Þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur hingað til lands og kann hann vel við sig. „Mér þykir landið mjög fallegt. Ég hef þó ekki náð að skoða það því við komum seint á þriðjudag en við ætlum að reyna að skoða landið aðeins og mögulega fara Gullna hringinn. Þetta er auðvitað vinnuferð, þannig að vinnan hefur forgang.“Af æfingu.Hackett hefur verið talinn mikill frumkvöðull í gítarleik en menn á borð við Eddie Van Halen og Brian May hafa talað um hann sem áhrifavald. Þá er hann einnig sagður vera upphafsmaður svokallaðrar „tapping“ tækni. „Þetta var upphaflega bara öðrvísi leið til að spila mjög hratt einn streng. Þetta er orðið að stíl,“ segir Hackett um tæknina. Eddie Van Halen, Steve Vai og fleiri gítarleikarar eru þekktir fyrir að hafa tileinkað sér tæknina. Þó svo að Hackett komi úr rokksveit eins og Genesis hefur hann alltaf haft áhuga á klassískri tónlist. „Í kringum árið 1967, þegar Bítlarnir fóru að vinna með sinfóníum, fæddist heimstónlistin í ákveðnu samhengi og það var mér mikill innblástur. Þó að maður sé í þekktri rokkhljómsveit, þá er mjög sjaldgæft að fá tækifæri til að spila og vinna með sinfóníuhljómsveit. Ég hef samið fyrir sinfóníur og að að heyra tónlist sem er samin á sex strengi allt í einu spilaða af sinfóníu er ótrúlegt. Ég er heillaður af þeim hljóm sem sinfóníur mynda,“ útskýrir Hackett. Hann lærði að skrifa tónlist en notaði þá þekkingu ekki lengi. „Ég skrifa niður tónlist ef ég fæ hugmynd, það er mín aðferð og ég treysti á hana því maður getur ekki munað allt. Ég tel það mikilvægt að mennta sig ef þú hefur tök á því. Ef þú vilt taka spilamennskuna lengra tel ég það gott að mennta sig,“ segir Hackett um tónlistarmenntun.Hópur fagfólks kemur fram á tónleikunum.Gítarleikarinn hefur unnið með ótal þekktum tónlistarmönnum en að öðrum ólöstuðum má segja að hann sé þekktastur fyrir störf sín með Genesis. Hann var meðlimur sveitarinnar á árunum 1970 til 1977. En hvernig var að vinna með mönnum á borð við Phil Collins og Peter Gabriel? „Ég naut þess að vera í Genesis. Allir meðlimir sveitarinnar gátu samið frábær lög og ég tel það frekar sjaldgjæft. Á margan hátt má þó segja að margt af því besta sem við höfum samið hafi komið eftir að við hættum sem hljómsveit. Til dæmis þróaðist Phil sem söngvari, trommari og lagahöfundur og sama má segja um aðra meðlimi. Phil er frábær náungi, frábær trommuleikari og tónlistarmaður og sama má segja um Peter Gabriel, frábær tónlistarmaður.“ Hann hefur þó einungis tvisvar spilað með Genesis eftir að hann hætti, síðast árið 1982. Hackett er opinn fyrir því að Genesis komi saman aftur. „Ég er opinn fyrir þeirri hugmynd en ég er ekki viss um að það verði að veruleika. Phil er hættur að spila vegna meiðsla, sem er mjög sorglegt. Þegar ég er að vinna og semja tónlist þá hugsa ég alltaf: myndi Phil Collins fíla þetta, svingar þetta? Það er erfitt að gera trommuleikara til geðs,“ segir Hackett og hlær. Hackett og Todmobile koma fram ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og kór í Hörpu á föstudagskvöld og í Hofi á laugardagskvöldið. Þar verða leikin lög Todmobile, Genesis og lög sem Hackett og Todmobile hafa samið að undanförnu. Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fleiri fréttir Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Sjá meira
Steve Hackett, fyrrverandi gítarleikari Genesis, sem hefur verið mikill áhrifavaldur í sögu gítarleiksins, er staddur hér á landi og kemur fram með Todmobile á tvennum tónleikum. „Þeir höfðu samband við mig og sögðust hafa unnið með Jon Anderson [söngvara Yes]. Ég fékk þá tónlist senda en þekkti hana þó ekki alla. Ég hugsaði samt með mér: þetta er eitt það besta sem ég hef heyrt og þeir vilja vinna með mér,“ segir Hackett, greinilega sáttur við störf Todmobile. Á síðasta ári kom sveitin fram með Anderson á vel heppnuðum tónleikum. „Ég þekki tónlist Bjarkar nokkuð vel og hef heyrt í Mezzoforte, það er auðvitað bara toppurinn á ísjakanum. Allt sem ég hef heyrt frá Íslandi hljómar eins og hér sé mjög hár standard í tónlistarheiminum. Það hlýtur að vera tengt veðrinu, eins og með veðrið á Englandi. Mín kenning er sú að ástæðan fyrir því að Shakespeare hafi samið svona frábær verk er vegna þess að veðrið var svo glatað í Bretlandi,“ segir Hackett léttur í lundu spurður út í kynni sín af íslenskri tónlist. Þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur hingað til lands og kann hann vel við sig. „Mér þykir landið mjög fallegt. Ég hef þó ekki náð að skoða það því við komum seint á þriðjudag en við ætlum að reyna að skoða landið aðeins og mögulega fara Gullna hringinn. Þetta er auðvitað vinnuferð, þannig að vinnan hefur forgang.“Af æfingu.Hackett hefur verið talinn mikill frumkvöðull í gítarleik en menn á borð við Eddie Van Halen og Brian May hafa talað um hann sem áhrifavald. Þá er hann einnig sagður vera upphafsmaður svokallaðrar „tapping“ tækni. „Þetta var upphaflega bara öðrvísi leið til að spila mjög hratt einn streng. Þetta er orðið að stíl,“ segir Hackett um tæknina. Eddie Van Halen, Steve Vai og fleiri gítarleikarar eru þekktir fyrir að hafa tileinkað sér tæknina. Þó svo að Hackett komi úr rokksveit eins og Genesis hefur hann alltaf haft áhuga á klassískri tónlist. „Í kringum árið 1967, þegar Bítlarnir fóru að vinna með sinfóníum, fæddist heimstónlistin í ákveðnu samhengi og það var mér mikill innblástur. Þó að maður sé í þekktri rokkhljómsveit, þá er mjög sjaldgæft að fá tækifæri til að spila og vinna með sinfóníuhljómsveit. Ég hef samið fyrir sinfóníur og að að heyra tónlist sem er samin á sex strengi allt í einu spilaða af sinfóníu er ótrúlegt. Ég er heillaður af þeim hljóm sem sinfóníur mynda,“ útskýrir Hackett. Hann lærði að skrifa tónlist en notaði þá þekkingu ekki lengi. „Ég skrifa niður tónlist ef ég fæ hugmynd, það er mín aðferð og ég treysti á hana því maður getur ekki munað allt. Ég tel það mikilvægt að mennta sig ef þú hefur tök á því. Ef þú vilt taka spilamennskuna lengra tel ég það gott að mennta sig,“ segir Hackett um tónlistarmenntun.Hópur fagfólks kemur fram á tónleikunum.Gítarleikarinn hefur unnið með ótal þekktum tónlistarmönnum en að öðrum ólöstuðum má segja að hann sé þekktastur fyrir störf sín með Genesis. Hann var meðlimur sveitarinnar á árunum 1970 til 1977. En hvernig var að vinna með mönnum á borð við Phil Collins og Peter Gabriel? „Ég naut þess að vera í Genesis. Allir meðlimir sveitarinnar gátu samið frábær lög og ég tel það frekar sjaldgjæft. Á margan hátt má þó segja að margt af því besta sem við höfum samið hafi komið eftir að við hættum sem hljómsveit. Til dæmis þróaðist Phil sem söngvari, trommari og lagahöfundur og sama má segja um aðra meðlimi. Phil er frábær náungi, frábær trommuleikari og tónlistarmaður og sama má segja um Peter Gabriel, frábær tónlistarmaður.“ Hann hefur þó einungis tvisvar spilað með Genesis eftir að hann hætti, síðast árið 1982. Hackett er opinn fyrir því að Genesis komi saman aftur. „Ég er opinn fyrir þeirri hugmynd en ég er ekki viss um að það verði að veruleika. Phil er hættur að spila vegna meiðsla, sem er mjög sorglegt. Þegar ég er að vinna og semja tónlist þá hugsa ég alltaf: myndi Phil Collins fíla þetta, svingar þetta? Það er erfitt að gera trommuleikara til geðs,“ segir Hackett og hlær. Hackett og Todmobile koma fram ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og kór í Hörpu á föstudagskvöld og í Hofi á laugardagskvöldið. Þar verða leikin lög Todmobile, Genesis og lög sem Hackett og Todmobile hafa samið að undanförnu.
Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fleiri fréttir Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Sjá meira