Árásarmennirnir á flótta 9. janúar 2015 07:00 Franskir lögreglumenn athafna sig í Longpont, fyrir norðan París, þar sem grunur lék á að bræðurnir héldu sig. nordicphotos/AFP Lögreglan í Frakklandi hélt í gær áfram leit sinni að bræðrunum Saíd og Cherif Kouachi, sem sagðir voru hafa gert árásina á ritstjórn skoptímaritsins Charlie Hebdo í París á miðvikudag. Smám saman virtist hringurinn þrengjast. Þeir voru sagðir hafa sést á svæði í Picardy, norðaustur af París.Said Kouachi Eldri bróðirinn, 34 ára.Þriðji maðurinn, sem grunaður var um aðild að árásinni, gaf sig fram við lögreglu í gær og sagðist saklaus. Hann er átján ára gamall og sögðu skólafélagar hans að hann hefði verið staddur í skólatíma þegar árásin var gerð. Tólf manns létu lífið í árásinni, þar af nokkrir helstu teiknarar blaðsins og tveir lögreglumenn. Ellefu manns særðust, þar af fjórir alvarlega. Bræðurnir höfðu verið grunaðir um að hafa tengsl við öfgasamtök íslamista. Haft var eftir vitni að árásinni að þeir hefðu sagst vera á vegum Al Kaída, en einnig hefur verið haft eftir heimildarmönnum úr frönsku lögreglunni að þeir hafi tengst Íslamska ríkinu. Cherif, sá yngri, hlaut átján mánaða fangelsisdóm árið 2008 fyrir að hafa ætlað að halda til Íraks og ganga þar til liðs við herskáa íslamista. Fyrrverandi lögmaður hans, Vincent Ollivier, sagði í viðtali við dagblaðið Le Parisien, að hann teldi fangavistina hafa breytt honum verulega, hann hefði orðið mun hættulegri eftir að hafa setið inni. Hann var handtekinn aftur árið 2011 fyrir að hafa tekið þátt í að skipuleggja flótta manns úr fangelsi, sem hafði hlotið dóm fyrir sprengjuárás í París árið 2009. Ekkert sannaðist og var hann þá látinn laus.Cherif Kouachi Yngri bróðirinn, 32 ára.Eftirlifandi starfsfólk skoptímaritsins Charlie Hebdo ætlar að halda sínu striki og gefa út nýtt hefti strax í næstu viku. Ákveðið var að taka boði franska dagblaðsins Liberation um afnot af skrifstofuhúsnæði. Stefnt er á að gefa út átta síðna blað, helmingi minna en venjulega. Hins vegar verður það gefið út í milljón eintökum. Í gærmorgun var önnur skotárás sunnarlega í París, í úthverfinu Montrouge. Lögreglukona lét þar lífið og götusópari særðist. Einn maður var handtekinn síðar um daginn, og annars er leitað, en ekki var talið að þessi árás tengdist neitt morðunum á ritstjórn Charlie Hebdo. Lögreglukonan, sem sögð var í starfsþjálfun, kom á staðinn vegna áreksturs þar sem bifreið árásarmannsins kom við sögu. Charlie Hebdo Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Lögreglan í Frakklandi hélt í gær áfram leit sinni að bræðrunum Saíd og Cherif Kouachi, sem sagðir voru hafa gert árásina á ritstjórn skoptímaritsins Charlie Hebdo í París á miðvikudag. Smám saman virtist hringurinn þrengjast. Þeir voru sagðir hafa sést á svæði í Picardy, norðaustur af París.Said Kouachi Eldri bróðirinn, 34 ára.Þriðji maðurinn, sem grunaður var um aðild að árásinni, gaf sig fram við lögreglu í gær og sagðist saklaus. Hann er átján ára gamall og sögðu skólafélagar hans að hann hefði verið staddur í skólatíma þegar árásin var gerð. Tólf manns létu lífið í árásinni, þar af nokkrir helstu teiknarar blaðsins og tveir lögreglumenn. Ellefu manns særðust, þar af fjórir alvarlega. Bræðurnir höfðu verið grunaðir um að hafa tengsl við öfgasamtök íslamista. Haft var eftir vitni að árásinni að þeir hefðu sagst vera á vegum Al Kaída, en einnig hefur verið haft eftir heimildarmönnum úr frönsku lögreglunni að þeir hafi tengst Íslamska ríkinu. Cherif, sá yngri, hlaut átján mánaða fangelsisdóm árið 2008 fyrir að hafa ætlað að halda til Íraks og ganga þar til liðs við herskáa íslamista. Fyrrverandi lögmaður hans, Vincent Ollivier, sagði í viðtali við dagblaðið Le Parisien, að hann teldi fangavistina hafa breytt honum verulega, hann hefði orðið mun hættulegri eftir að hafa setið inni. Hann var handtekinn aftur árið 2011 fyrir að hafa tekið þátt í að skipuleggja flótta manns úr fangelsi, sem hafði hlotið dóm fyrir sprengjuárás í París árið 2009. Ekkert sannaðist og var hann þá látinn laus.Cherif Kouachi Yngri bróðirinn, 32 ára.Eftirlifandi starfsfólk skoptímaritsins Charlie Hebdo ætlar að halda sínu striki og gefa út nýtt hefti strax í næstu viku. Ákveðið var að taka boði franska dagblaðsins Liberation um afnot af skrifstofuhúsnæði. Stefnt er á að gefa út átta síðna blað, helmingi minna en venjulega. Hins vegar verður það gefið út í milljón eintökum. Í gærmorgun var önnur skotárás sunnarlega í París, í úthverfinu Montrouge. Lögreglukona lét þar lífið og götusópari særðist. Einn maður var handtekinn síðar um daginn, og annars er leitað, en ekki var talið að þessi árás tengdist neitt morðunum á ritstjórn Charlie Hebdo. Lögreglukonan, sem sögð var í starfsþjálfun, kom á staðinn vegna áreksturs þar sem bifreið árásarmannsins kom við sögu.
Charlie Hebdo Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira