Chris Harris, David Coulthard og Sabine Schmitz í Top Gear Finnur Thorlacius skrifar 28. desember 2015 10:22 Loks er að koma einhver mynd á hverjir munu verða nýir þáttastjórnendur hins vinsæla bílaþáttar Top Gear. Ljóst var fyrir nokkru að Chris Evans færi fyrir þáttastjórnuninni, en við hann munu bætast Chris Harris, David Coulthard og Sabine Schmitz. Chris Harris þekkja sumir bílaáhugamenn úr fjölmörgum bílamyndskeiðum sem hann hefur birt á YouTube undir nafninu Drive og Chris Harris on Cars. David Coulthard er fyrrum Formúlu 1 ökumaður og Sabine Schmitz er þýsk keppnisökukona sem mikið hefur sést í sjónvarpi. Hefur hún margsinnis komið við sögu í Top Gear þáttunum á meðan þeim var stjórnað af Jeremy Clarkson, James May og Richard Hammond. Fyrsti þátturinn undir stjórn þessara nýju fjórmenninga verður sýndur 8. maí og fyrsta þáttaröð þeirra telur eina 16 þætti. Í myndskeiðinu að ofan sést Chris Harris prófa Porsche 991 GT3 RS. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent
Loks er að koma einhver mynd á hverjir munu verða nýir þáttastjórnendur hins vinsæla bílaþáttar Top Gear. Ljóst var fyrir nokkru að Chris Evans færi fyrir þáttastjórnuninni, en við hann munu bætast Chris Harris, David Coulthard og Sabine Schmitz. Chris Harris þekkja sumir bílaáhugamenn úr fjölmörgum bílamyndskeiðum sem hann hefur birt á YouTube undir nafninu Drive og Chris Harris on Cars. David Coulthard er fyrrum Formúlu 1 ökumaður og Sabine Schmitz er þýsk keppnisökukona sem mikið hefur sést í sjónvarpi. Hefur hún margsinnis komið við sögu í Top Gear þáttunum á meðan þeim var stjórnað af Jeremy Clarkson, James May og Richard Hammond. Fyrsti þátturinn undir stjórn þessara nýju fjórmenninga verður sýndur 8. maí og fyrsta þáttaröð þeirra telur eina 16 þætti. Í myndskeiðinu að ofan sést Chris Harris prófa Porsche 991 GT3 RS.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent