Jenson Button skilinn Finnur Thorlacius skrifar 28. desember 2015 10:47 Jenson Button og Jessica Michibata meðan allt lék í lyndi. Formúlu 1 ökuþórinn Jenson Button hefur sagt skilið við eiginkonu sína, fyrirsætuna Jessica Michibata. Button og Michibata hafa ruglað saman reitum frá árinu 2009, en giftu sig þó ekki fyrr en í desember í fyrra. Það hjónaband dugði því ekki nema í eitt ár. Jessica Michibata er 31 árs og á ættir sínar bæði að rekja til Argentínu og Japan. Þetta ár hefur ekki verið Jenson Button gjöfult en allt keppnistímabilið í ár skilaði honum aðeins 16 stigum samtals á McLaren-Honda bílnum sem hann keppir á í Formúlu 1. Síðan varð Button fyrir því að brotist var inná heimili hans í sumar þar sem þjófar létu greipar sópa um eigur hans. Það er óskandi að komandi ár verði þessum breska ökuþór gjöfulla en það sem er nú að líða. Áður en Jenson Button kynntist Jessica Michibata var hann í tygjum við söngkonuna Louise Griffiths. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent
Formúlu 1 ökuþórinn Jenson Button hefur sagt skilið við eiginkonu sína, fyrirsætuna Jessica Michibata. Button og Michibata hafa ruglað saman reitum frá árinu 2009, en giftu sig þó ekki fyrr en í desember í fyrra. Það hjónaband dugði því ekki nema í eitt ár. Jessica Michibata er 31 árs og á ættir sínar bæði að rekja til Argentínu og Japan. Þetta ár hefur ekki verið Jenson Button gjöfult en allt keppnistímabilið í ár skilaði honum aðeins 16 stigum samtals á McLaren-Honda bílnum sem hann keppir á í Formúlu 1. Síðan varð Button fyrir því að brotist var inná heimili hans í sumar þar sem þjófar létu greipar sópa um eigur hans. Það er óskandi að komandi ár verði þessum breska ökuþór gjöfulla en það sem er nú að líða. Áður en Jenson Button kynntist Jessica Michibata var hann í tygjum við söngkonuna Louise Griffiths.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent