Jenson Button skilinn Finnur Thorlacius skrifar 28. desember 2015 10:47 Jenson Button og Jessica Michibata meðan allt lék í lyndi. Formúlu 1 ökuþórinn Jenson Button hefur sagt skilið við eiginkonu sína, fyrirsætuna Jessica Michibata. Button og Michibata hafa ruglað saman reitum frá árinu 2009, en giftu sig þó ekki fyrr en í desember í fyrra. Það hjónaband dugði því ekki nema í eitt ár. Jessica Michibata er 31 árs og á ættir sínar bæði að rekja til Argentínu og Japan. Þetta ár hefur ekki verið Jenson Button gjöfult en allt keppnistímabilið í ár skilaði honum aðeins 16 stigum samtals á McLaren-Honda bílnum sem hann keppir á í Formúlu 1. Síðan varð Button fyrir því að brotist var inná heimili hans í sumar þar sem þjófar létu greipar sópa um eigur hans. Það er óskandi að komandi ár verði þessum breska ökuþór gjöfulla en það sem er nú að líða. Áður en Jenson Button kynntist Jessica Michibata var hann í tygjum við söngkonuna Louise Griffiths. Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent
Formúlu 1 ökuþórinn Jenson Button hefur sagt skilið við eiginkonu sína, fyrirsætuna Jessica Michibata. Button og Michibata hafa ruglað saman reitum frá árinu 2009, en giftu sig þó ekki fyrr en í desember í fyrra. Það hjónaband dugði því ekki nema í eitt ár. Jessica Michibata er 31 árs og á ættir sínar bæði að rekja til Argentínu og Japan. Þetta ár hefur ekki verið Jenson Button gjöfult en allt keppnistímabilið í ár skilaði honum aðeins 16 stigum samtals á McLaren-Honda bílnum sem hann keppir á í Formúlu 1. Síðan varð Button fyrir því að brotist var inná heimili hans í sumar þar sem þjófar létu greipar sópa um eigur hans. Það er óskandi að komandi ár verði þessum breska ökuþór gjöfulla en það sem er nú að líða. Áður en Jenson Button kynntist Jessica Michibata var hann í tygjum við söngkonuna Louise Griffiths.
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent