Aðstæður í Albaníu óboðlegar börnum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Snærós Sindradóttir skrifa 11. desember 2015 14:00 Saga Arjan var sögð í fréttum Stöðvar 2. Hann er átta mánaða gamall með hjartagalla sem krefst skurðaðgerðar. Vísir/Stöð2 Að minnsta kosti tvö langveik börn voru í hópi þeirra 27 Albana sem sendir voru úr landi aðfaranótt fimmtudags. Hinn þriggja ára gamli Kevi er með slímseigjusjúkdóm og hinn átta mánaða gamli Arjan fæddist með opna fósturæð og op á milli hjartagátta. Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, segir að þrátt fyrir að stofnuninni sé ekki heimilt að hafa samband við yfirvöld í heimaríki hælisleitenda þá séu aðstæður kannaðar þar áður en hælisleitendur eru sendir úr landi. „Ef þjónustan er ekki til staðar sem viðkomandi þarf á að halda þá veitum við dvalarleyfi af mannúðarástæðum,“ segir Kristín. Samkvæmt skýrslu Landinfo, greiningardeildar innan útlendingaeftirlitsins í Noregi, frá því í september er Albanía eitt fátækasta ríki Evrópu. Þar segir að þótt lagaramminn varðandi vernd barna sé til staðar þá sé almennt litið svo á að barnavernd sé ábótavant. Velferðarkerfi fyrir börn sé ófullnægjandi, þar skorti nauðsynlega þjónustu og mörg börn hljóti ekki opinbera þjónustu þegar þau þurfa á henni að halda.Ólöf Nordal innanríkisráðherraÓlöf Nordal innanríkisráðherra segist ætla að fara yfir það hvort með einhverjum hætti sé hægt að bæta úr framkvæmd í útlendingamálum. Í júlí greindi Fréttablaðið frá því að sjö Albanar, þar af foreldrar með barn, hefðu verið sendir fyrirvaralaust úr landi með sama hætti og nú var gert. Þá gerði Ólöf engar athugasemdir við brottflutninginn og sagði hann í samræmi við þær reglur sem gilda í málaflokknum. Á síðastliðnum tveimur árum hefur engum Albönum verið veitt hæli hér á landi. Þetta staðfesti Skúli Á. Sigurðsson, lögfræðingur hjá Útlendingastofnun, við Fréttablaðið þann 19. október síðastliðinn og sagði: „Yfirleitt er ástandið í Albaníu þannig að fólk er ekki í hættu og á því ekki rétt á vernd.“ Alls eru 34 prósent þeirra sem sótt hafa um vernd á Íslandi það sem af er ári frá Albaníu. Flóttamenn Fréttir af flugi Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Að minnsta kosti tvö langveik börn voru í hópi þeirra 27 Albana sem sendir voru úr landi aðfaranótt fimmtudags. Hinn þriggja ára gamli Kevi er með slímseigjusjúkdóm og hinn átta mánaða gamli Arjan fæddist með opna fósturæð og op á milli hjartagátta. Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, segir að þrátt fyrir að stofnuninni sé ekki heimilt að hafa samband við yfirvöld í heimaríki hælisleitenda þá séu aðstæður kannaðar þar áður en hælisleitendur eru sendir úr landi. „Ef þjónustan er ekki til staðar sem viðkomandi þarf á að halda þá veitum við dvalarleyfi af mannúðarástæðum,“ segir Kristín. Samkvæmt skýrslu Landinfo, greiningardeildar innan útlendingaeftirlitsins í Noregi, frá því í september er Albanía eitt fátækasta ríki Evrópu. Þar segir að þótt lagaramminn varðandi vernd barna sé til staðar þá sé almennt litið svo á að barnavernd sé ábótavant. Velferðarkerfi fyrir börn sé ófullnægjandi, þar skorti nauðsynlega þjónustu og mörg börn hljóti ekki opinbera þjónustu þegar þau þurfa á henni að halda.Ólöf Nordal innanríkisráðherraÓlöf Nordal innanríkisráðherra segist ætla að fara yfir það hvort með einhverjum hætti sé hægt að bæta úr framkvæmd í útlendingamálum. Í júlí greindi Fréttablaðið frá því að sjö Albanar, þar af foreldrar með barn, hefðu verið sendir fyrirvaralaust úr landi með sama hætti og nú var gert. Þá gerði Ólöf engar athugasemdir við brottflutninginn og sagði hann í samræmi við þær reglur sem gilda í málaflokknum. Á síðastliðnum tveimur árum hefur engum Albönum verið veitt hæli hér á landi. Þetta staðfesti Skúli Á. Sigurðsson, lögfræðingur hjá Útlendingastofnun, við Fréttablaðið þann 19. október síðastliðinn og sagði: „Yfirleitt er ástandið í Albaníu þannig að fólk er ekki í hættu og á því ekki rétt á vernd.“ Alls eru 34 prósent þeirra sem sótt hafa um vernd á Íslandi það sem af er ári frá Albaníu.
Flóttamenn Fréttir af flugi Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira