Þjóðkirkjan verður af ellefu milljónum vegna zúista Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 3. desember 2015 07:00 Hvaðan koma félagsmenn zúista? grafík/fréttablaðið Trúfélagið Zuism hefur verið í umræðunni undanfarið og þarf að leita langt til að finna viðlíka fjölgun á félagaskrá trúfélags á svo skömmum tíma en zúistum fjölgaði um 6.620 prósent frá því í októberbyrjun. Breytingar á trúfélagaskráningu landsmanna eru töluverðar ef marka má gögn sem Fréttablaðið fékk frá Þjóðskrá. Um bráðabirgðatölur er að ræða. Líklega má rekja miklar hreyfingar til uppgangs zúisma en samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru um þriðjungur zúista fyrrverandi sóknarbörn þjóðkirkjunnar eða 1.025 einstaklingar. Þetta þýðir að ef sóknargjöld eru 10.800 krónur á sál hafa zúistar haft um 11 milljónir króna af sóknargjöldum þjóðkirkjunnar. Eitt af markmiðum zúista er að endurgreiða meðlimum sínum sóknargjöldin. Þá eru 1.638 einstaklingar sem áður voru skráðir utan trúfélaga nú skráðir í Zuism, 105 sem áður voru í Siðmennt og 95 sem áður voru í Ásatrúarfélaginu. Þeir sem eru skráðir utan trúfélaga greiða engu að síður sóknargjöld en þau renna í ríkissjóð. Því verður ríkissjóður af um sautján og hálfri milljón sem eiga að renna í vasa zúista.Alls sagði 2.241 einstaklingur sig úr þjóðkirkjunni á tímabilinu. Þjóðkirkjan er þó sem fyrr langstærsta trúfélag landsins með um 240 þúsund sóknarbörn. Þá fækkar í öllum kristnum söfnuðum að kaþólsku kirkjunni undanskilinni en í hana skráðu sig 105 einstaklingar. Á eftir zúistum fjölgar mest í Siðmennt eða um 210 manns og ásatrúarmenn eru 65 fleiri en í október. Þá hefur múslimum á Íslandi einnig fjölgað lítillega. Þá virðast einstaklingar utan trúfélaga hafa snúið við blaðinu en í þeirra hópi fækkar um 876 á tímabilinu. Trúmál Zuism Tengdar fréttir Framsóknarmaður fyrir austan telur fólk skrá sig í félag zúista til að fá pening í vasann Stefán Bogi Sveinsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjórn og bæjarráði Fljótsdalshéraðs, segir félag zúista ekki trúfélag heldur í besta falli áhugafélag um breytta löggjöf. 1. desember 2015 11:12 Fjöldi zúista hefur þrefaldast síðasta sólarhring Voru 1124 síðdegis í gær en eru nú 2955. Hægt er breyta skráningu sinni í trú-og lífsskoðunarfélög til miðnættis í kvöld. 1. desember 2015 13:28 Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30 Zúistar orðnir álíka margir og ásatrúarmenn Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru meðlimir Trúfélags zúista orðnir fleiri en þrjú þúsund. Þeim fjölgaði í gær þrátt fyrir fréttaflutning RÚV um að meintir fjárglæframenn hafi komið að rekstrarfélagi zúista. 2. desember 2015 07:00 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Trúfélagið Zuism hefur verið í umræðunni undanfarið og þarf að leita langt til að finna viðlíka fjölgun á félagaskrá trúfélags á svo skömmum tíma en zúistum fjölgaði um 6.620 prósent frá því í októberbyrjun. Breytingar á trúfélagaskráningu landsmanna eru töluverðar ef marka má gögn sem Fréttablaðið fékk frá Þjóðskrá. Um bráðabirgðatölur er að ræða. Líklega má rekja miklar hreyfingar til uppgangs zúisma en samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru um þriðjungur zúista fyrrverandi sóknarbörn þjóðkirkjunnar eða 1.025 einstaklingar. Þetta þýðir að ef sóknargjöld eru 10.800 krónur á sál hafa zúistar haft um 11 milljónir króna af sóknargjöldum þjóðkirkjunnar. Eitt af markmiðum zúista er að endurgreiða meðlimum sínum sóknargjöldin. Þá eru 1.638 einstaklingar sem áður voru skráðir utan trúfélaga nú skráðir í Zuism, 105 sem áður voru í Siðmennt og 95 sem áður voru í Ásatrúarfélaginu. Þeir sem eru skráðir utan trúfélaga greiða engu að síður sóknargjöld en þau renna í ríkissjóð. Því verður ríkissjóður af um sautján og hálfri milljón sem eiga að renna í vasa zúista.Alls sagði 2.241 einstaklingur sig úr þjóðkirkjunni á tímabilinu. Þjóðkirkjan er þó sem fyrr langstærsta trúfélag landsins með um 240 þúsund sóknarbörn. Þá fækkar í öllum kristnum söfnuðum að kaþólsku kirkjunni undanskilinni en í hana skráðu sig 105 einstaklingar. Á eftir zúistum fjölgar mest í Siðmennt eða um 210 manns og ásatrúarmenn eru 65 fleiri en í október. Þá hefur múslimum á Íslandi einnig fjölgað lítillega. Þá virðast einstaklingar utan trúfélaga hafa snúið við blaðinu en í þeirra hópi fækkar um 876 á tímabilinu.
Trúmál Zuism Tengdar fréttir Framsóknarmaður fyrir austan telur fólk skrá sig í félag zúista til að fá pening í vasann Stefán Bogi Sveinsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjórn og bæjarráði Fljótsdalshéraðs, segir félag zúista ekki trúfélag heldur í besta falli áhugafélag um breytta löggjöf. 1. desember 2015 11:12 Fjöldi zúista hefur þrefaldast síðasta sólarhring Voru 1124 síðdegis í gær en eru nú 2955. Hægt er breyta skráningu sinni í trú-og lífsskoðunarfélög til miðnættis í kvöld. 1. desember 2015 13:28 Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30 Zúistar orðnir álíka margir og ásatrúarmenn Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru meðlimir Trúfélags zúista orðnir fleiri en þrjú þúsund. Þeim fjölgaði í gær þrátt fyrir fréttaflutning RÚV um að meintir fjárglæframenn hafi komið að rekstrarfélagi zúista. 2. desember 2015 07:00 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Framsóknarmaður fyrir austan telur fólk skrá sig í félag zúista til að fá pening í vasann Stefán Bogi Sveinsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjórn og bæjarráði Fljótsdalshéraðs, segir félag zúista ekki trúfélag heldur í besta falli áhugafélag um breytta löggjöf. 1. desember 2015 11:12
Fjöldi zúista hefur þrefaldast síðasta sólarhring Voru 1124 síðdegis í gær en eru nú 2955. Hægt er breyta skráningu sinni í trú-og lífsskoðunarfélög til miðnættis í kvöld. 1. desember 2015 13:28
Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30
Zúistar orðnir álíka margir og ásatrúarmenn Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru meðlimir Trúfélags zúista orðnir fleiri en þrjú þúsund. Þeim fjölgaði í gær þrátt fyrir fréttaflutning RÚV um að meintir fjárglæframenn hafi komið að rekstrarfélagi zúista. 2. desember 2015 07:00