Kári Árnason verður fyrirliði á móti Real Madrid á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2015 18:12 Kári Árnason í leik á móti PSG. Vísir/Getty Íslenski landsliðsmaðurinn Kári Árnason mun leiða sitt lið út á Santiago Bernabeu annað kvöld þegar Malmö mætir Real Madrid í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta. Markus Rosenberg, framherji og fyrirliði Malmö-liðsins, verður ekki með í leiknum á morgun og mun Kári taka við bandinu þar sem miðvörðurinn Rasmus Bengtsson er líka fjarri góðu gamni. Kári Árnason er á sínu fyrsta tímabili með Malmö FF en hann kom til liðsins í sumar frá enska b-deildarliðinu Rotherham United. „Ef menn gera sömu mistökin aftur og aftur þá læt ég þá heyra það," viðurkennir Kári Árnason í viðtali við Expressen. „Menn verða meiri leiðtogar með meiri reynslu. Þú reynir alltaf að leiðrétta liðsfélagana ef að þú sérð að þeir eru að gera vitleysur. Menn verða að geta tekið gagnrýni ef menn gera hlutina vitlaust," sagði Kári. Hann segir leiðtogahlutverkið koma að sjálfu sér. „Ég hugsa ekki um það. Ég hef ekki þá markmið eða á stefnuskránni að vera leiðtogi. Ég er bara ég sjálfur og vil að allt gangi sem best. Minn styrkleiki liggur í því að stjórn á varnarlínunni. Ég geri það hjá íslenska landsliðinu og reyni að gera það líka hjá Malmö," sagði Kári. „Ég er kannski ekki sá hæfileikaríkasti í fótbolta og verð því að leggja ofurkapp á að gera aðra hluti sem best," sagði Kári. Hann fékk strax ábyrgðarhlutverk hjá sænska liðinu. „Það er nauðsynlegt fyrir mig að láta í mér heyra hjá Malmö því við erum með ungt lið. Það er bara ég og Rosenberg sem eru komnir yfir þrítugt," sagði Kári. En hvað þýðir það fyrir hann að vera fyrirliði á móti Real Madrid á morgun. „Fyrirliðabandið skiptir í raun engu máli því ég mun áfram reyna að gera mitt besta. Það gefur mér samt aðeins meiri ábyrgð og það er gaman að fá að vera fyrirliði," sagði Kári. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Sport „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Fleiri fréttir Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Kári Árnason mun leiða sitt lið út á Santiago Bernabeu annað kvöld þegar Malmö mætir Real Madrid í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta. Markus Rosenberg, framherji og fyrirliði Malmö-liðsins, verður ekki með í leiknum á morgun og mun Kári taka við bandinu þar sem miðvörðurinn Rasmus Bengtsson er líka fjarri góðu gamni. Kári Árnason er á sínu fyrsta tímabili með Malmö FF en hann kom til liðsins í sumar frá enska b-deildarliðinu Rotherham United. „Ef menn gera sömu mistökin aftur og aftur þá læt ég þá heyra það," viðurkennir Kári Árnason í viðtali við Expressen. „Menn verða meiri leiðtogar með meiri reynslu. Þú reynir alltaf að leiðrétta liðsfélagana ef að þú sérð að þeir eru að gera vitleysur. Menn verða að geta tekið gagnrýni ef menn gera hlutina vitlaust," sagði Kári. Hann segir leiðtogahlutverkið koma að sjálfu sér. „Ég hugsa ekki um það. Ég hef ekki þá markmið eða á stefnuskránni að vera leiðtogi. Ég er bara ég sjálfur og vil að allt gangi sem best. Minn styrkleiki liggur í því að stjórn á varnarlínunni. Ég geri það hjá íslenska landsliðinu og reyni að gera það líka hjá Malmö," sagði Kári. „Ég er kannski ekki sá hæfileikaríkasti í fótbolta og verð því að leggja ofurkapp á að gera aðra hluti sem best," sagði Kári. Hann fékk strax ábyrgðarhlutverk hjá sænska liðinu. „Það er nauðsynlegt fyrir mig að láta í mér heyra hjá Malmö því við erum með ungt lið. Það er bara ég og Rosenberg sem eru komnir yfir þrítugt," sagði Kári. En hvað þýðir það fyrir hann að vera fyrirliði á móti Real Madrid á morgun. „Fyrirliðabandið skiptir í raun engu máli því ég mun áfram reyna að gera mitt besta. Það gefur mér samt aðeins meiri ábyrgð og það er gaman að fá að vera fyrirliði," sagði Kári.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Sport „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Fleiri fréttir Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Sjá meira