Van Gaal kenndi dómaranum um tapið í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2015 23:26 Louis van Gaal var öskureiður í kvöld. Vísir/Getty Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, var að sjálfsögðu mjög svekktur eftir að Manchester United liðið datt út úr Meistaradeildinni í kvöld. Manchester United komst í 1-0 í upphafi leiks en tapaði 3-2 á móti Wolfsburg og þarf að sætta sig við það að byrja að spila í Evrópudeildinni eftir áramót. „Það er erfitt að átta sig á þessum úrslitum. Ég er ánægður með að hafa náð að skora en mjög ósáttur að við skulum í tvígang fá á okkur mark aðeins nokkrum mínútum eftir að við skorum. Ég verð að skoða það betur hvað gerðist en vanalega erum við í góðum málum í slíkri stöðu," sagði Louis van Gaal við BBC.Sjá einnig:Man. United í Evrópudeildina en Man. City vann riðilinn „Ég sagði það í upphafi að þetta væri jafn riðill og það má sjá það á úrslitunum úr okkar leikjum sem og í öðrum leikjum í riðlinum," sagði Van Gaal en Wolfsburg og PSV Eindhoven komust áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Ég verð að segja það að við höfðum ekki heppnina með okkur í þessum leik og þá er ég að tala um ákvarðanir dómarans. Það var líka þannig í fyrsta leiknum okkar á móti PSV Eindhoven. Þegar riðillinn er svona jafn þá geta svona ákvarðanir ráðið því hvort þú farir áfram eða ekki," sagði Louis van Gaal.Sjá einnig:Manchester United tapaði í Þýskalandi Manchester United tapaði tveimur leikjum í riðlinum, í fyrstu umferð á móti PSV Eindhoven og svo í þeirri síðustu á móti Wolfsburg. Jesse Lingard virtist jafna metin fyrir Manchester United undir lok fyrri hálfleiks þegar skot hans utan af kanti sigldi alla leið í markið. Dómararnir dæmdu hinsvegar markið af eftir dágóðan umhugsunartíma, vegna rangstöðu væntanlega á leikmenn United-liðsins sem stóðu fyrir framan markvörðinn. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Sjá meira
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, var að sjálfsögðu mjög svekktur eftir að Manchester United liðið datt út úr Meistaradeildinni í kvöld. Manchester United komst í 1-0 í upphafi leiks en tapaði 3-2 á móti Wolfsburg og þarf að sætta sig við það að byrja að spila í Evrópudeildinni eftir áramót. „Það er erfitt að átta sig á þessum úrslitum. Ég er ánægður með að hafa náð að skora en mjög ósáttur að við skulum í tvígang fá á okkur mark aðeins nokkrum mínútum eftir að við skorum. Ég verð að skoða það betur hvað gerðist en vanalega erum við í góðum málum í slíkri stöðu," sagði Louis van Gaal við BBC.Sjá einnig:Man. United í Evrópudeildina en Man. City vann riðilinn „Ég sagði það í upphafi að þetta væri jafn riðill og það má sjá það á úrslitunum úr okkar leikjum sem og í öðrum leikjum í riðlinum," sagði Van Gaal en Wolfsburg og PSV Eindhoven komust áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Ég verð að segja það að við höfðum ekki heppnina með okkur í þessum leik og þá er ég að tala um ákvarðanir dómarans. Það var líka þannig í fyrsta leiknum okkar á móti PSV Eindhoven. Þegar riðillinn er svona jafn þá geta svona ákvarðanir ráðið því hvort þú farir áfram eða ekki," sagði Louis van Gaal.Sjá einnig:Manchester United tapaði í Þýskalandi Manchester United tapaði tveimur leikjum í riðlinum, í fyrstu umferð á móti PSV Eindhoven og svo í þeirri síðustu á móti Wolfsburg. Jesse Lingard virtist jafna metin fyrir Manchester United undir lok fyrri hálfleiks þegar skot hans utan af kanti sigldi alla leið í markið. Dómararnir dæmdu hinsvegar markið af eftir dágóðan umhugsunartíma, vegna rangstöðu væntanlega á leikmenn United-liðsins sem stóðu fyrir framan markvörðinn.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Sjá meira