Lítill drengur með alvarlegan hjartagalla sendur aftur til Albaníu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 9. desember 2015 20:15 Hjón með þriggja ára dóttur og ársgamlan son með alvarlegan hjartagalla eru í hópi Albana og fólks frá Makedóníu sem Útlendingastofnun ætlar að senda úr landi annað kvöld. Þau hafa búið hér í sjö mánuði. Fjölskyldufaðirinn, Pllum Lalaj segist hafa komið hingað vegna allrar fjölskyldunnar sem lifi við stöðugar hótanir, vegna þess að hann hafi verið giftur áður og fjölskylda fyrri konu hans sé ósatt við skilnaðinn. Slík harka sé ekki óalgeng í Albaníu og fjölskyldur geri oft upp sín mál á þess að leita til annarra enda sé kerfið í molum.Drengurinn fæddist með alvarlegan hjartagalla og þarfnast skurðaðgerðar og lyfja.Hann segist líka hafa komið hingað í von um að geta bjargað syni sínum sem hafi fæðst með alvarlegan hjartagalla og þarfnist skurðaðgerðar og lyfja. Hann fái ekki nauðsynlega læknisaðstoð í Albaníu en þar sé fólk látið deyja ef það eigi ekki næga peninga til að greiða fyrir þjónustuna.Vafasamt að senda veikt fólk úr landi Þau hafa fengið synjun um hæli frá Útlendingastofnun en ákváðu að áfrýja. Þau drógu hins vegar áfrýjunina til baka og samþykktu að yfirgefa landið. Það segjast þau hafa gert þar sem þeim hafi verið sagt að sonur þeirra fengi ekki að gangast undir aðgerð hér á landi. Þau vilji því frekar reyna að freista þess að gera það sem hægt sé í Albaníu. Það sé hins vegar óljóst hvað það sé. Björn Teitsson talsmaður Rauða krossins segir örfá dæmi um að hælisleitendur komi hingað sérstaklega í leit að heilbrigðisþjónustu. Það séu þó örfá dæmi um það. Hann segir hins vegar Útlendingastofnun túlka heimild sína til að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum afar þröngt. Þetta sé umdeilt mál en að hans dómi sé vafasamt sé að senda veikt fólk úr landi ef að það sé hægt að veita betri heilbrigðisþjónustu hér en á áfangastað. Flóttamenn Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Hjón með þriggja ára dóttur og ársgamlan son með alvarlegan hjartagalla eru í hópi Albana og fólks frá Makedóníu sem Útlendingastofnun ætlar að senda úr landi annað kvöld. Þau hafa búið hér í sjö mánuði. Fjölskyldufaðirinn, Pllum Lalaj segist hafa komið hingað vegna allrar fjölskyldunnar sem lifi við stöðugar hótanir, vegna þess að hann hafi verið giftur áður og fjölskylda fyrri konu hans sé ósatt við skilnaðinn. Slík harka sé ekki óalgeng í Albaníu og fjölskyldur geri oft upp sín mál á þess að leita til annarra enda sé kerfið í molum.Drengurinn fæddist með alvarlegan hjartagalla og þarfnast skurðaðgerðar og lyfja.Hann segist líka hafa komið hingað í von um að geta bjargað syni sínum sem hafi fæðst með alvarlegan hjartagalla og þarfnist skurðaðgerðar og lyfja. Hann fái ekki nauðsynlega læknisaðstoð í Albaníu en þar sé fólk látið deyja ef það eigi ekki næga peninga til að greiða fyrir þjónustuna.Vafasamt að senda veikt fólk úr landi Þau hafa fengið synjun um hæli frá Útlendingastofnun en ákváðu að áfrýja. Þau drógu hins vegar áfrýjunina til baka og samþykktu að yfirgefa landið. Það segjast þau hafa gert þar sem þeim hafi verið sagt að sonur þeirra fengi ekki að gangast undir aðgerð hér á landi. Þau vilji því frekar reyna að freista þess að gera það sem hægt sé í Albaníu. Það sé hins vegar óljóst hvað það sé. Björn Teitsson talsmaður Rauða krossins segir örfá dæmi um að hælisleitendur komi hingað sérstaklega í leit að heilbrigðisþjónustu. Það séu þó örfá dæmi um það. Hann segir hins vegar Útlendingastofnun túlka heimild sína til að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum afar þröngt. Þetta sé umdeilt mál en að hans dómi sé vafasamt sé að senda veikt fólk úr landi ef að það sé hægt að veita betri heilbrigðisþjónustu hér en á áfangastað.
Flóttamenn Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira