Messi og Ronaldo eru alltaf í aðalhlutverkum Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. nóvember 2015 08:00 Allt snýst um tvo bestu fótboltamenn heims, Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, þótt sá síðarnefndi hafi ekki verið með í tvo mánuði. Fréttablaðið/AFP Annar af tveimur stærstu leikjum hvers tímabils í spænsku 1. deildinni, El Clásico, viðureign Real Madrid og Barcelona, fer fram á Santiago Bernabéu í höfuðborg Spánar í dag. Hinn stærsti leikurinn er vitaskuld þegar þessi risar og miklu erkifjendur mætast aftur. Barcelona er efst í deildinni með 27 stig, þremur stigum á undan Real Madrid. Þessi lið vinna svo marga fótboltaleiki á hverju ári í spænsku deildinni að Real má einfaldlega ekki við því að tapa í dag og hleypa Börsungum sex stigum á undan sér. Það er því ansi mikið undir þó mótið sé ekki einu sinni hálfnað.Messi eða ekki? Brasilíski framherjinn Neymar hefur farið á kostum á tímabilinu og er að draga vagninn ásamt Luis Suárez í fjarveru Messi. Það hefur hann gert áður en er að skila enn betra hlutverki að þessu sinni. Lionel Messi hefur ekki spilað síðustu níu leiki Barcelona vegna meiðsla en í síðustu sjö leikjum er Neymar búinn að skora tíu mörk og gefa sex stoðsendingar. Hann er í raun akkúrat á þessari stundu aðalmaður Barcelona-liðsins. Eða svo hefðu flestir haldið. Saga leiksins er samt meira eða minna sú hvort Lionel Messi verði með. Argentínumaðurinn mætti aftur til æfinga í vikunni eftir að meiðast í byrjun október. Auðvitað verður hann með, en hverju getur hann skilað í fyrsta leik eftir þessi meiðsli? Hann getur með marki í dag orðið markahæsti leikmaðurinn í sögu deildarútgáfu El Clásico-leikjanna með 15 mörk. Hann er nú jafn Alfredo Di Stéfano með fjórtán. Messi og Ronaldo eru alltaf stóra sagan fyrir hvern Clásico-leik og það breytist ekkert núna. Þegar tveir bestu fótboltamenn heims mætast í risaslag tveggja bestu fótboltaliða heims horfa allir. Spænski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Sjá meira
Annar af tveimur stærstu leikjum hvers tímabils í spænsku 1. deildinni, El Clásico, viðureign Real Madrid og Barcelona, fer fram á Santiago Bernabéu í höfuðborg Spánar í dag. Hinn stærsti leikurinn er vitaskuld þegar þessi risar og miklu erkifjendur mætast aftur. Barcelona er efst í deildinni með 27 stig, þremur stigum á undan Real Madrid. Þessi lið vinna svo marga fótboltaleiki á hverju ári í spænsku deildinni að Real má einfaldlega ekki við því að tapa í dag og hleypa Börsungum sex stigum á undan sér. Það er því ansi mikið undir þó mótið sé ekki einu sinni hálfnað.Messi eða ekki? Brasilíski framherjinn Neymar hefur farið á kostum á tímabilinu og er að draga vagninn ásamt Luis Suárez í fjarveru Messi. Það hefur hann gert áður en er að skila enn betra hlutverki að þessu sinni. Lionel Messi hefur ekki spilað síðustu níu leiki Barcelona vegna meiðsla en í síðustu sjö leikjum er Neymar búinn að skora tíu mörk og gefa sex stoðsendingar. Hann er í raun akkúrat á þessari stundu aðalmaður Barcelona-liðsins. Eða svo hefðu flestir haldið. Saga leiksins er samt meira eða minna sú hvort Lionel Messi verði með. Argentínumaðurinn mætti aftur til æfinga í vikunni eftir að meiðast í byrjun október. Auðvitað verður hann með, en hverju getur hann skilað í fyrsta leik eftir þessi meiðsli? Hann getur með marki í dag orðið markahæsti leikmaðurinn í sögu deildarútgáfu El Clásico-leikjanna með 15 mörk. Hann er nú jafn Alfredo Di Stéfano með fjórtán. Messi og Ronaldo eru alltaf stóra sagan fyrir hvern Clásico-leik og það breytist ekkert núna. Þegar tveir bestu fótboltamenn heims mætast í risaslag tveggja bestu fótboltaliða heims horfa allir.
Spænski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Sjá meira