Katrín: Auðveld ákvörðun því þjálfarinn ætlaði að setja mig á bekkinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. nóvember 2015 16:45 Katrín Ómarsdóttir í leik með Liverpool. vísir/getty Katrín Ómarsdóttir, leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta, greindi frá því á Twiter-síðu sinni í dag að hún væri að hætta hjá félaginu eftir þriggja ára dvöl. Katrín vann tvo Englandsmeistaratitla með Liverpool á fyrstu tveimur árunum í Liverpool, en liðið var í vandræðum á síðustu leiktíð og hafnaði í næst neðsta sæti. „Ég held að þetta sé rétt skref eins og er. Ég var farin að hafa það á tilfinningunni að ég myndi færa mig um set. Ég þarf nýja áskorun og langar að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Katrín í viðtali í Akraborginni í dag, en nýr þjálfari liðsins ætlaði ekki að nota hana mikið. „Ég settist niður með nýja þjálfaranum og hann var á því að ég yrði mikið á bekknum á næsta tímabili. Það gerði ákvörðunina frekar auðvelda fyrir mig.“ „Mér finnst ég samt ótrúlega heppin að hafa verið þarna og vera hluti af þessu félagi. Svo vann ég náttúrlega tvo titla,“ sagði Katrín. Katrín er í fótbolta til að spila með landsliðinu.vísir/getty Langar aftur í landsliðið Katrín var stödd í Leifsstöð á leið til New York með móður sinni þegar Hjörtur Hjartarson heyrði í henni í Akraborginni. Aðspurð hvað tæki nú við svaraði hún kímin: „Er það ekki bara crossfit eða MMA eða eitthvað?“ Katrín er búin að finna sér nýtt félagslið og gengur frá samningi við það á næstu vikum. „Mig langar að vera áfram á Englandi. Það er eitt lið sem ég er með í huga og finnst líklegast að ég fari til. Ég verð að halda því fyrir mig núna,“ sagði hún. „Ég er áætlega spennt fyrir þessu og fæ þar líklega að spila framar á vellinum sem ég vil helst gera. Þjálfarinn er spenntur og þetta virðist vera gott tækifæri fyrir mig á þessum tímapunkti,“ sagði Katrín. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur ekki valið Katrínu í landsliðið að undanförnu og var hún ekki í hópnum í fyrstu þremur leikjum liðsins í undankeppni EM 2017. „Mig langar mjög mikið að vera í landsliðinu. Ég talaði við Frey eftir síðustu verkefni. Ég hafði ekkert heyrt í honum sem var frekar skrítið. Við áttum gott samtal og ég er enn þá inn í myndinni. Vonandi get ég komið sterk inn sem fyrst,“ sagði Katrín. „Ég er í fótbolta til að vera í íslenska landsliðinu og langar að vera þar meira en allt,“ sagði Katrín Ómarsdóttir. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Sjá meira
Katrín Ómarsdóttir, leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta, greindi frá því á Twiter-síðu sinni í dag að hún væri að hætta hjá félaginu eftir þriggja ára dvöl. Katrín vann tvo Englandsmeistaratitla með Liverpool á fyrstu tveimur árunum í Liverpool, en liðið var í vandræðum á síðustu leiktíð og hafnaði í næst neðsta sæti. „Ég held að þetta sé rétt skref eins og er. Ég var farin að hafa það á tilfinningunni að ég myndi færa mig um set. Ég þarf nýja áskorun og langar að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Katrín í viðtali í Akraborginni í dag, en nýr þjálfari liðsins ætlaði ekki að nota hana mikið. „Ég settist niður með nýja þjálfaranum og hann var á því að ég yrði mikið á bekknum á næsta tímabili. Það gerði ákvörðunina frekar auðvelda fyrir mig.“ „Mér finnst ég samt ótrúlega heppin að hafa verið þarna og vera hluti af þessu félagi. Svo vann ég náttúrlega tvo titla,“ sagði Katrín. Katrín er í fótbolta til að spila með landsliðinu.vísir/getty Langar aftur í landsliðið Katrín var stödd í Leifsstöð á leið til New York með móður sinni þegar Hjörtur Hjartarson heyrði í henni í Akraborginni. Aðspurð hvað tæki nú við svaraði hún kímin: „Er það ekki bara crossfit eða MMA eða eitthvað?“ Katrín er búin að finna sér nýtt félagslið og gengur frá samningi við það á næstu vikum. „Mig langar að vera áfram á Englandi. Það er eitt lið sem ég er með í huga og finnst líklegast að ég fari til. Ég verð að halda því fyrir mig núna,“ sagði hún. „Ég er áætlega spennt fyrir þessu og fæ þar líklega að spila framar á vellinum sem ég vil helst gera. Þjálfarinn er spenntur og þetta virðist vera gott tækifæri fyrir mig á þessum tímapunkti,“ sagði Katrín. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur ekki valið Katrínu í landsliðið að undanförnu og var hún ekki í hópnum í fyrstu þremur leikjum liðsins í undankeppni EM 2017. „Mig langar mjög mikið að vera í landsliðinu. Ég talaði við Frey eftir síðustu verkefni. Ég hafði ekkert heyrt í honum sem var frekar skrítið. Við áttum gott samtal og ég er enn þá inn í myndinni. Vonandi get ég komið sterk inn sem fyrst,“ sagði Katrín. „Ég er í fótbolta til að vera í íslenska landsliðinu og langar að vera þar meira en allt,“ sagði Katrín Ómarsdóttir.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Sjá meira