Rússar skipuleggja aðgerðir gegn Tyrklandi Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2015 14:30 Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, kynnti aðgerðirnar í dag. Vísir/EPA Stjórnvöld í Rússlandi vinna nú að framkvæmd efnahagslegra- og stjórnmálaþvingana gegn Tyrkjum. Aðgerðirnar eru fyrirhugaðar vegna þess að Tyrkir skutu niður rússneska sprengjuflugvél í fyrradag. Þar að auki eru Rússar hættir öllu hernaðarlegu samstarfi með Tyrkjum.Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, segir að aðgerðirnar verði útfærðar á tveimur dögum samkvæmt frétt TASS fréttaveitunnar, sem rekin er af rússneska ríkinu. Hann segir enn fremur að aðgerðirnar verði ekki byggðar innan einhvers tímaramma heldur verði þeim haldið út eins lengi og þörf sé á. Rússar hafa nú þegar hert reglur og eftirlit varðandi flutning landbúnaðarvara frá Tyrklandi. Landbúnaðarráðherran Alexander Tkachev sagði í gær að mögulega væri öllum innflutning matvæla frá Tyrklandi hætt. Hægt væri að flytja inn grænmeti frá Íran, Ísrael, Marokkó, Aserbaísjan og Úsbekistan.Samkvæmt frétt BBC gætu aðgerðirnar einnig falið í sér að hætt verði við sameiginlegar fjárfestingar ríkjanna. Samband Rússlands og Tyrklands er nú mjög stirt eftir að Tyrkir skutu niður rússneska sprengjuflugvél á þriðjudaginn. Tyrkir segja vélinni hafa verið flogið inn fyrir lofthelgi Tyrklands og að flugmenn hennar hafi hundsað ítrekaðar viðvaranir. NATO hefur stutt við þessa lýsingu Tyrkja. Rússar segja hins vegar að vélinni hafi aldrei verið flogið inn í lofthelgi Tyrklands. Enn fremur segja þeir að með þessu hafi Tyrkir sýnt að þeir styðji við hryðjuverk Íslamska ríkisins. Undanfarna daga hafa yfirvöld í Rússlandi gagnrýnt Tyrki harðlega og jafnvel haldið því fram að Tyrkir kaupi olíu af ISIS og haldi þannig starfsemi þeirra gangandi. Annar flugmaður flugvélarinnar var myrtur af uppreisnarmönnum Túrkmena í norðanverðu Sýrlandi þar sem flugvélin brotlenti. Hinum var bjargað eftir að hafa verið á flótta í tólf tíma. Aserbaídsjan Rússland Tyrkland Tengdar fréttir Segir árás Tyrkja hafa verið „skipulagða ögrun“ Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Rússa „ekki vera á leið í stríð við „Tyrki“. 25. nóvember 2015 12:43 Tyrkir segjast ekki hafa vitað að þotan væri rússnesk Tyrklandsher segist reiðubúinn að starfa með þeim rússneska. 25. nóvember 2015 21:40 Vígamenn felldu rússneskan hermann í björgunaraðgerð Rússneskur landgönguliði féll þegar hann var um borð í þyrlu innan landamæra Sýrlands þar sem freista átti að bjarga flugmanni herþotu sem Tyrkir skutu niður í gær. Maðurinn féll þegar uppreisnarmenn á jörðu niðri skutu á þyrluna þar sem hún flaug yfir. 25. nóvember 2015 07:45 Flugmaðurinn sem lifði af segir enga aðvörun hafa borist Hann segir einnig að þeir hafi verið í lofthelgi Sýrlands þegar vél hans var skotin niður af Tyrkjum. 25. nóvember 2015 14:53 Rússar búa sig undir fleiri árásir á herþotur Rússneski herþotuflugmaðurinn segist aldrei hafa fengið neina viðvörun frá Tyrkjum áður en þotan var skotin niður. Forsætisráðherra Tyrklands segir Rússland "vin okkar og nágranna“. Rússar koma sér upp loftvarnakerfi í Sýrlandi. 26. nóvember 2015 07:00 Segir leiðtoga Tyrklands stuðla að íslam-væðingu landsins Vladimir Putin segir að rússneskir borgarar í Tyrklandi séu mögulega í hættu. 25. nóvember 2015 10:57 Tyrkir birtu hljóðupptöku af viðvörunum Segjast hafa margsinnis varað flugmenn rússnesku sprengjuvélarinnar um að þeir væru á leið inn í lofthelgi Tyrklands. 26. nóvember 2015 07:45 Öðrum flugmanninum hefur verið bjargað Sendiherra Rússlands í Frakklandi segir að sýrlenski herinn hafi flutt hann til herstöðvar Rússa. 25. nóvember 2015 08:50 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Stjórnvöld í Rússlandi vinna nú að framkvæmd efnahagslegra- og stjórnmálaþvingana gegn Tyrkjum. Aðgerðirnar eru fyrirhugaðar vegna þess að Tyrkir skutu niður rússneska sprengjuflugvél í fyrradag. Þar að auki eru Rússar hættir öllu hernaðarlegu samstarfi með Tyrkjum.Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, segir að aðgerðirnar verði útfærðar á tveimur dögum samkvæmt frétt TASS fréttaveitunnar, sem rekin er af rússneska ríkinu. Hann segir enn fremur að aðgerðirnar verði ekki byggðar innan einhvers tímaramma heldur verði þeim haldið út eins lengi og þörf sé á. Rússar hafa nú þegar hert reglur og eftirlit varðandi flutning landbúnaðarvara frá Tyrklandi. Landbúnaðarráðherran Alexander Tkachev sagði í gær að mögulega væri öllum innflutning matvæla frá Tyrklandi hætt. Hægt væri að flytja inn grænmeti frá Íran, Ísrael, Marokkó, Aserbaísjan og Úsbekistan.Samkvæmt frétt BBC gætu aðgerðirnar einnig falið í sér að hætt verði við sameiginlegar fjárfestingar ríkjanna. Samband Rússlands og Tyrklands er nú mjög stirt eftir að Tyrkir skutu niður rússneska sprengjuflugvél á þriðjudaginn. Tyrkir segja vélinni hafa verið flogið inn fyrir lofthelgi Tyrklands og að flugmenn hennar hafi hundsað ítrekaðar viðvaranir. NATO hefur stutt við þessa lýsingu Tyrkja. Rússar segja hins vegar að vélinni hafi aldrei verið flogið inn í lofthelgi Tyrklands. Enn fremur segja þeir að með þessu hafi Tyrkir sýnt að þeir styðji við hryðjuverk Íslamska ríkisins. Undanfarna daga hafa yfirvöld í Rússlandi gagnrýnt Tyrki harðlega og jafnvel haldið því fram að Tyrkir kaupi olíu af ISIS og haldi þannig starfsemi þeirra gangandi. Annar flugmaður flugvélarinnar var myrtur af uppreisnarmönnum Túrkmena í norðanverðu Sýrlandi þar sem flugvélin brotlenti. Hinum var bjargað eftir að hafa verið á flótta í tólf tíma.
Aserbaídsjan Rússland Tyrkland Tengdar fréttir Segir árás Tyrkja hafa verið „skipulagða ögrun“ Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Rússa „ekki vera á leið í stríð við „Tyrki“. 25. nóvember 2015 12:43 Tyrkir segjast ekki hafa vitað að þotan væri rússnesk Tyrklandsher segist reiðubúinn að starfa með þeim rússneska. 25. nóvember 2015 21:40 Vígamenn felldu rússneskan hermann í björgunaraðgerð Rússneskur landgönguliði féll þegar hann var um borð í þyrlu innan landamæra Sýrlands þar sem freista átti að bjarga flugmanni herþotu sem Tyrkir skutu niður í gær. Maðurinn féll þegar uppreisnarmenn á jörðu niðri skutu á þyrluna þar sem hún flaug yfir. 25. nóvember 2015 07:45 Flugmaðurinn sem lifði af segir enga aðvörun hafa borist Hann segir einnig að þeir hafi verið í lofthelgi Sýrlands þegar vél hans var skotin niður af Tyrkjum. 25. nóvember 2015 14:53 Rússar búa sig undir fleiri árásir á herþotur Rússneski herþotuflugmaðurinn segist aldrei hafa fengið neina viðvörun frá Tyrkjum áður en þotan var skotin niður. Forsætisráðherra Tyrklands segir Rússland "vin okkar og nágranna“. Rússar koma sér upp loftvarnakerfi í Sýrlandi. 26. nóvember 2015 07:00 Segir leiðtoga Tyrklands stuðla að íslam-væðingu landsins Vladimir Putin segir að rússneskir borgarar í Tyrklandi séu mögulega í hættu. 25. nóvember 2015 10:57 Tyrkir birtu hljóðupptöku af viðvörunum Segjast hafa margsinnis varað flugmenn rússnesku sprengjuvélarinnar um að þeir væru á leið inn í lofthelgi Tyrklands. 26. nóvember 2015 07:45 Öðrum flugmanninum hefur verið bjargað Sendiherra Rússlands í Frakklandi segir að sýrlenski herinn hafi flutt hann til herstöðvar Rússa. 25. nóvember 2015 08:50 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Segir árás Tyrkja hafa verið „skipulagða ögrun“ Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Rússa „ekki vera á leið í stríð við „Tyrki“. 25. nóvember 2015 12:43
Tyrkir segjast ekki hafa vitað að þotan væri rússnesk Tyrklandsher segist reiðubúinn að starfa með þeim rússneska. 25. nóvember 2015 21:40
Vígamenn felldu rússneskan hermann í björgunaraðgerð Rússneskur landgönguliði féll þegar hann var um borð í þyrlu innan landamæra Sýrlands þar sem freista átti að bjarga flugmanni herþotu sem Tyrkir skutu niður í gær. Maðurinn féll þegar uppreisnarmenn á jörðu niðri skutu á þyrluna þar sem hún flaug yfir. 25. nóvember 2015 07:45
Flugmaðurinn sem lifði af segir enga aðvörun hafa borist Hann segir einnig að þeir hafi verið í lofthelgi Sýrlands þegar vél hans var skotin niður af Tyrkjum. 25. nóvember 2015 14:53
Rússar búa sig undir fleiri árásir á herþotur Rússneski herþotuflugmaðurinn segist aldrei hafa fengið neina viðvörun frá Tyrkjum áður en þotan var skotin niður. Forsætisráðherra Tyrklands segir Rússland "vin okkar og nágranna“. Rússar koma sér upp loftvarnakerfi í Sýrlandi. 26. nóvember 2015 07:00
Segir leiðtoga Tyrklands stuðla að íslam-væðingu landsins Vladimir Putin segir að rússneskir borgarar í Tyrklandi séu mögulega í hættu. 25. nóvember 2015 10:57
Tyrkir birtu hljóðupptöku af viðvörunum Segjast hafa margsinnis varað flugmenn rússnesku sprengjuvélarinnar um að þeir væru á leið inn í lofthelgi Tyrklands. 26. nóvember 2015 07:45
Öðrum flugmanninum hefur verið bjargað Sendiherra Rússlands í Frakklandi segir að sýrlenski herinn hafi flutt hann til herstöðvar Rússa. 25. nóvember 2015 08:50