Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Keflavík 97-91 | Stólarnir fyrstir til að leggja Keflavík Ísak Óli Traustason í Síkinu skrifar 26. nóvember 2015 21:45 Darrell Lewis og félagar unnu ósigrað lið Keflavíkur í kvöld. vísir/vilhelm Keflvíkingar mættu ósigraðir í Síkið á Sauðárkróki í kvöld. Heimamenn voru staðráðnir að breyta því og það tókst að lokum eftir stórskemmtilegan körfubolta leik. Lokatölur 97-91 heimamönnum í vil. Þetta byrjaði með hvelli og var jafnræði með liðunum til að byrja með. Tindastóll leiddu eftir fyrsta leikhluta 31 – 23. Keflvík minntu á sig í öðrum leikhluta og komust í kjölfarið yfir rétt fyrir lok hálfleiksins en Darrel Keith Lewis endaði annan leikhluta með þriggja stiga körfu í lokin og jafnaði þar með leikinn í 54 – 54 og undirstrikaði frábæran fyrri hálfleik sinn. Hann var kominn með 18 stig og hinum megin var Earl Brown Jr. ekki síðri einnig með 18 stig. Veislan hélt áfram í þriðja leikhluta og áfram var janfræði með liðunum. Baráttan var mikil og heimamenn leiddu eftir þriðja leiklhuta 74 – 71. Það virtist sem að heimamenn væru að ná góðum tökum á leiknum í fjórða leikhluta og leiddu leikinn með 10 sitgum á köflum en Keflavík náðu að minnka muninn aftur. Það var við hæfi að Darrel Lewis kom heimamönnum þrem stigum yfir með því að skora og fá villu að auki. Hann skoraði úr vítinu og heimamenn stóðu vörnina vel í lokin og kláruðu síðan dæmið á vítalínunni. Leikurinn var mikil skemmtum og voru margir að spila vel í dag. Hjá heimamönnum voru það Darrel Keith Lewis og Jerome Hill sem að drógu vagninn, Pétur Rúnar Birgisson og Ingvi Rafn Ingvarsson minntu á sig með góðri spilamennsku. Hjá gestunum var það Earl Brown Jr. sem var bestur. Hinn stórskemmtilegi Reggie Dupree og Valur Orri áttu líka góðan dag. Sterkur heimasigur staðreynd hjá Tindastól og þeir eru því búinir að sigra 4 leiki og tapa 4. Fyrsta tap Keflvíkinga staðreynd í kvöld.Tindastóll-Keflavík 97-91 (31-23, 23-31, 20-17, 23-20)Tindastóll: Darrel Keith Lewis 32/4 fráköst, Jerome Hill 20/15 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 12, Pétur Rúnar Birgisson 9/5 fráköst/5 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 8, Svavar Atli Birgisson 7/5 fráköst, Viðar Ágústsson 5, Darrell Flake 2, Helgi Rafn Viggósson 2.Keflavík: Earl Brown Jr. 27/6 fráköst, Valur Orri Valsson 18/7 stoðsendingar, Reggie Dupree 14, Magnús Þór Gunnarsson 11, Magnús Már Traustason 8, Guðmundur Jónsson 6, Davíð Páll Hermannsson 4, Ágúst Orrason 3.Helgi: Erum að verða betri Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, var sáttur í leikslok í kvöld aðspurður út í leikinn sagði Helgi: „Þetta er góður liðssigur hér í kvöld og við gerðum það sem að við áttum að gera og það skilaði sér á móti sterku Keflavíkurliði.” Það voru mikil læti í síkinu og stuðningsmannasveitin Grettismenn fóru á kostum. Helgi var að vonum sáttur með stuðninginn. „Þetta eru frábærir áhorfendur sem að við höfum hér í kvöld, hvort sem að við erum fyrir sunnan eða hér, þeir fylgja okkur hvert sem er og ég þakka þeim kærlega fyrir stuðningin”. „Við gerðum fullt af góðum hlutum og höldum því áfram, en þetta tekur tíma og við erum að verða betri” sagði Helgi.Ingvi: Gríðarlega stór sigur Ingvi Rafn Ingvarsson, leikmaður Tindastóls, átti góðan dag í dag og hafði þetta að segja um leikinn. „Þetta er gríðarlega stór sigur, við erum búnir að vera í smá ströggli og það er frábært að taka þennan Keflavíkurleik hér á heimavell, þeir eru ósigraðir þannig að þetta er bara frábært.” Aðspurður út í leik sinn í kvöld sagðist Ingvi vera sáttur við sitt hlutverk og bætti við að. „Ég er búinn að vera smá meiddur sem að setti strik í reikningin.” „Við gefumst aldrei upp, vissum að þeir kæmu með áhlaup á okkur en við svöruðum því vel í dag og náðum að klára þetta í lokin,” sagði Ingvi að lokum.Costa: Viðhorfið hjá liðinu fullkomið allan leikinn José Costa, þjálfari Tindasóls, var að vonum ánægður þegar að blaðamaður náði tali af honum. „Þetta er fyrsti heimaleikurinn og ég vil byrja á því að þakka áhorfendunum fyrir stuðningin hér í kvöld. Keflavík er sterkt lið og voru ósigraðir í vetur og ég er ánægður að vinna þá,“ sagði Costa. „Ég er ánægður með spilamennsku minna manna. Þetta verður erfitt en við erum að verða betri með hverjum deginum.“ „Við börðumst allan leikinn. Keflavík refsar fyrir mistök og þurfum að reyna að minka þau. Viðhorfið var fullkomið allan leikinn, bekkurinn góður allir voru til staðar og gerðu það sem að þeir áttu að gera,” sagði Costa. Tweets by @Visirkarfa3 Dominos-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira
Keflvíkingar mættu ósigraðir í Síkið á Sauðárkróki í kvöld. Heimamenn voru staðráðnir að breyta því og það tókst að lokum eftir stórskemmtilegan körfubolta leik. Lokatölur 97-91 heimamönnum í vil. Þetta byrjaði með hvelli og var jafnræði með liðunum til að byrja með. Tindastóll leiddu eftir fyrsta leikhluta 31 – 23. Keflvík minntu á sig í öðrum leikhluta og komust í kjölfarið yfir rétt fyrir lok hálfleiksins en Darrel Keith Lewis endaði annan leikhluta með þriggja stiga körfu í lokin og jafnaði þar með leikinn í 54 – 54 og undirstrikaði frábæran fyrri hálfleik sinn. Hann var kominn með 18 stig og hinum megin var Earl Brown Jr. ekki síðri einnig með 18 stig. Veislan hélt áfram í þriðja leikhluta og áfram var janfræði með liðunum. Baráttan var mikil og heimamenn leiddu eftir þriðja leiklhuta 74 – 71. Það virtist sem að heimamenn væru að ná góðum tökum á leiknum í fjórða leikhluta og leiddu leikinn með 10 sitgum á köflum en Keflavík náðu að minnka muninn aftur. Það var við hæfi að Darrel Lewis kom heimamönnum þrem stigum yfir með því að skora og fá villu að auki. Hann skoraði úr vítinu og heimamenn stóðu vörnina vel í lokin og kláruðu síðan dæmið á vítalínunni. Leikurinn var mikil skemmtum og voru margir að spila vel í dag. Hjá heimamönnum voru það Darrel Keith Lewis og Jerome Hill sem að drógu vagninn, Pétur Rúnar Birgisson og Ingvi Rafn Ingvarsson minntu á sig með góðri spilamennsku. Hjá gestunum var það Earl Brown Jr. sem var bestur. Hinn stórskemmtilegi Reggie Dupree og Valur Orri áttu líka góðan dag. Sterkur heimasigur staðreynd hjá Tindastól og þeir eru því búinir að sigra 4 leiki og tapa 4. Fyrsta tap Keflvíkinga staðreynd í kvöld.Tindastóll-Keflavík 97-91 (31-23, 23-31, 20-17, 23-20)Tindastóll: Darrel Keith Lewis 32/4 fráköst, Jerome Hill 20/15 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 12, Pétur Rúnar Birgisson 9/5 fráköst/5 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 8, Svavar Atli Birgisson 7/5 fráköst, Viðar Ágústsson 5, Darrell Flake 2, Helgi Rafn Viggósson 2.Keflavík: Earl Brown Jr. 27/6 fráköst, Valur Orri Valsson 18/7 stoðsendingar, Reggie Dupree 14, Magnús Þór Gunnarsson 11, Magnús Már Traustason 8, Guðmundur Jónsson 6, Davíð Páll Hermannsson 4, Ágúst Orrason 3.Helgi: Erum að verða betri Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, var sáttur í leikslok í kvöld aðspurður út í leikinn sagði Helgi: „Þetta er góður liðssigur hér í kvöld og við gerðum það sem að við áttum að gera og það skilaði sér á móti sterku Keflavíkurliði.” Það voru mikil læti í síkinu og stuðningsmannasveitin Grettismenn fóru á kostum. Helgi var að vonum sáttur með stuðninginn. „Þetta eru frábærir áhorfendur sem að við höfum hér í kvöld, hvort sem að við erum fyrir sunnan eða hér, þeir fylgja okkur hvert sem er og ég þakka þeim kærlega fyrir stuðningin”. „Við gerðum fullt af góðum hlutum og höldum því áfram, en þetta tekur tíma og við erum að verða betri” sagði Helgi.Ingvi: Gríðarlega stór sigur Ingvi Rafn Ingvarsson, leikmaður Tindastóls, átti góðan dag í dag og hafði þetta að segja um leikinn. „Þetta er gríðarlega stór sigur, við erum búnir að vera í smá ströggli og það er frábært að taka þennan Keflavíkurleik hér á heimavell, þeir eru ósigraðir þannig að þetta er bara frábært.” Aðspurður út í leik sinn í kvöld sagðist Ingvi vera sáttur við sitt hlutverk og bætti við að. „Ég er búinn að vera smá meiddur sem að setti strik í reikningin.” „Við gefumst aldrei upp, vissum að þeir kæmu með áhlaup á okkur en við svöruðum því vel í dag og náðum að klára þetta í lokin,” sagði Ingvi að lokum.Costa: Viðhorfið hjá liðinu fullkomið allan leikinn José Costa, þjálfari Tindasóls, var að vonum ánægður þegar að blaðamaður náði tali af honum. „Þetta er fyrsti heimaleikurinn og ég vil byrja á því að þakka áhorfendunum fyrir stuðningin hér í kvöld. Keflavík er sterkt lið og voru ósigraðir í vetur og ég er ánægður að vinna þá,“ sagði Costa. „Ég er ánægður með spilamennsku minna manna. Þetta verður erfitt en við erum að verða betri með hverjum deginum.“ „Við börðumst allan leikinn. Keflavík refsar fyrir mistök og þurfum að reyna að minka þau. Viðhorfið var fullkomið allan leikinn, bekkurinn góður allir voru til staðar og gerðu það sem að þeir áttu að gera,” sagði Costa. Tweets by @Visirkarfa3
Dominos-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira