Ekki gert ráð fyrir aukinni þjónustu á Landsspítala Heimir Már Pétursson skrifar 10. nóvember 2015 13:30 Fyrrverandi fjármálaráðherra gagnrýnir að í fjáraukalögum sé gert ráð fyrir greiðslum vegna aukinnar þjónustu sérgreinalækna á einkastofum en ekki sé gert ráð fyrir að magnaukningu í þjónustu á Landsspítalanum. Fyrstu umræðu um frumvarp til fjáraukalaga fyrir þetta ár verður framhaldið á Alþingi í dag. Oddný G. Harðardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd og fyrrverandi fjármálaráðherra gagnrýnir stjórnarflokkana fyrir óvandaða áætlanagerð. Þeir séu að nýta fjáraukalögin með öðrum hætti en lög geri ráð fyrir. „Því í fjárauka á aðeins að vera það sem er ófyrirséð og ekki var hægt að sjá fyrir þegar fjárlagafrumvarpið var samþykkt. En En hér er verið að biðja um fjármagn í liði sem voru fullkomlega fyrirséðir. Eins og í vegi vegna aukins ferðamannastraums og í fjárfestingasjóð ferðamannastaða,“ segir Oddný. En gert er ráð fyrir í fjáraukalagafrumvarpinu fyrir þetta ár að bæta einum milljarði króna til uppbyggingar ferðamannastaða. Oddný segir hins vegar algerlega óleyst hvernig eigi að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða til framtíðar. „Það er ekki búið og stjórnarmeirihlutinn felldi tillögu minnihlutans um hvernig hægt væri að leysa þetta mál. Og í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016 er stjórn þessara mála í algerri upplausn eins og hún hefur verið hjá þessari ríkisstjórn,“ segir Oddný. Þá segir Oddný að einum milljarði króna sé bætt á útgjaldahlið fjárlaga til Sjúkratrygginga Íslands vegna framlaga til sérgreinalækna sem starfi á einkastofum vegna kjarasamnings þeirra. Minnihlutinn hafi séð þetta fyrir við gerð fjárlaga en í fjárlagafrumvarpinu hafi verið gert ráð fyrir að þessi umframkostnaður yrði greiddur af sjúklingum. Hins vegar gildi ekki það sama um Landsspítalann þar sem ekki sé gert ráð fyrir neinni aukingu á næsta ári í fjölda aðgerða eða annarri þjónustu spítalans. „Í samningum við sérgreinalækna er gert ráð fyrir magnaukningu og tekið tillit til aldursskiptingar þjóðarinnar. En það er ekki gert þegar Landsspítalanum er skammtað fé,“ segir fjármálaráðherrann fyrrverandi. Þá gagnrýnir Oddný slæma áætlanagerð varðandi arðgreiðslur frá Landsbanakanum en þær eru mun meiri en gert var ráðfyrir í fjárlögum. Þannig að stærsti hluti tekjubata ríkissjóðs upp á 17 milljarða á þessu ári komi til vegna arðgreiðslu frá Landsbankanum. „Þegar við erum að skoða útgjöldin og það er verið að krefjast frekari framlaga til heilbrigðiskerfis, menntakerfis og svo framvegis, segja stjórnvöld að við eigum ekki peningana. Síðan er ákveðið í febrúar að greiða út margfaldan þennan arð sem áætlaður hafði verið (í desember),“ segir Oddný G. Harðardóttir. Alþingi Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Fyrrverandi fjármálaráðherra gagnrýnir að í fjáraukalögum sé gert ráð fyrir greiðslum vegna aukinnar þjónustu sérgreinalækna á einkastofum en ekki sé gert ráð fyrir að magnaukningu í þjónustu á Landsspítalanum. Fyrstu umræðu um frumvarp til fjáraukalaga fyrir þetta ár verður framhaldið á Alþingi í dag. Oddný G. Harðardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd og fyrrverandi fjármálaráðherra gagnrýnir stjórnarflokkana fyrir óvandaða áætlanagerð. Þeir séu að nýta fjáraukalögin með öðrum hætti en lög geri ráð fyrir. „Því í fjárauka á aðeins að vera það sem er ófyrirséð og ekki var hægt að sjá fyrir þegar fjárlagafrumvarpið var samþykkt. En En hér er verið að biðja um fjármagn í liði sem voru fullkomlega fyrirséðir. Eins og í vegi vegna aukins ferðamannastraums og í fjárfestingasjóð ferðamannastaða,“ segir Oddný. En gert er ráð fyrir í fjáraukalagafrumvarpinu fyrir þetta ár að bæta einum milljarði króna til uppbyggingar ferðamannastaða. Oddný segir hins vegar algerlega óleyst hvernig eigi að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða til framtíðar. „Það er ekki búið og stjórnarmeirihlutinn felldi tillögu minnihlutans um hvernig hægt væri að leysa þetta mál. Og í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016 er stjórn þessara mála í algerri upplausn eins og hún hefur verið hjá þessari ríkisstjórn,“ segir Oddný. Þá segir Oddný að einum milljarði króna sé bætt á útgjaldahlið fjárlaga til Sjúkratrygginga Íslands vegna framlaga til sérgreinalækna sem starfi á einkastofum vegna kjarasamnings þeirra. Minnihlutinn hafi séð þetta fyrir við gerð fjárlaga en í fjárlagafrumvarpinu hafi verið gert ráð fyrir að þessi umframkostnaður yrði greiddur af sjúklingum. Hins vegar gildi ekki það sama um Landsspítalann þar sem ekki sé gert ráð fyrir neinni aukingu á næsta ári í fjölda aðgerða eða annarri þjónustu spítalans. „Í samningum við sérgreinalækna er gert ráð fyrir magnaukningu og tekið tillit til aldursskiptingar þjóðarinnar. En það er ekki gert þegar Landsspítalanum er skammtað fé,“ segir fjármálaráðherrann fyrrverandi. Þá gagnrýnir Oddný slæma áætlanagerð varðandi arðgreiðslur frá Landsbanakanum en þær eru mun meiri en gert var ráðfyrir í fjárlögum. Þannig að stærsti hluti tekjubata ríkissjóðs upp á 17 milljarða á þessu ári komi til vegna arðgreiðslu frá Landsbankanum. „Þegar við erum að skoða útgjöldin og það er verið að krefjast frekari framlaga til heilbrigðiskerfis, menntakerfis og svo framvegis, segja stjórnvöld að við eigum ekki peningana. Síðan er ákveðið í febrúar að greiða út margfaldan þennan arð sem áætlaður hafði verið (í desember),“ segir Oddný G. Harðardóttir.
Alþingi Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði