Hluthafar í Símanum hafa samband við Ásmund Jakob Bjarnar skrifar 12. nóvember 2015 18:27 Hluthafar í Símanum hafa haft samband við þingmanninn og hafa áhyggjur af stöðu mála. visir/vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, upplýsir það á Facebooksíðu sinni nú fyrir stundu að ýmsir hluthafar í Símanum hafi haft samband við sig og lýst yfir áhyggjum af stöðu Símans. Ásmundur fór mikinn í þingræðu í gær, eins og Vísir hefur greint frá, og hvatti almenning til þess að hætta að skipta við Símann. Ástæðurnar eru þær að þingmanninum blöskraði það að völdum einstaklingum, stjórnendum, gæfist færi á að eignast hlutabréf í fyrirtækinu áður en það færi á markað. Fyrirsjáanlegur hagur hvers um sig skiptir milljónum. „Hjá Símanum eru hins vegar þau mistök ekki viðurkennd. Þar virðist skítastuðullinn vera kominn aftur upp í rjáfur eins og var fyrir kreppu. Þar ætla menn ekki að skila illa fengnum ránsfeng eins og þjófarnir eru tregir til,“ sagði Ásmundur í ræðu sinni og hélt svo áfram: „Ég segi það við ykkur, kæru vinir hér í þessum sal, og ég segi það við þjóðina: Við þurfum þjóðarsókn gegn spillingu í bankakerfinu og í atvinnulífinu. Það er alger hörmung að horfa upp á þetta. Fólk er gáttað yfir þessu og ég hvet til þess að hið háa Alþingi hætti viðskiptum við fyrirtæki eins og Símann. Það ætla ég að gera og ég hvet þjóðina til að segja upp viðskiptum við þetta fyrirtæki.“ Ásmundur hlaut ákúrur frá forseta þingsins, Einari K. Guðfinnssyni, sem hvatti þingmenn til að gæta orða sinna. Og vanda sitt tal. En, Ásmundur lætur það ekki trufla sig í einarðri afstöðu sinni. „Nú eru hluthafar í Símanum byrjaðir að hringja í mig og senda mér skilaboð um að þeir hafi áhyggur af stöðu Símans. Ég er ekki hissa, lausnin liggur hjá yfirmönnunum sem eiga að spila leikinn eftir sömu reglum og aðrir. Það er eina sanngirnin í málinu að þeir skili illafengnum hlutabréfum til baka og fari að leikreglum markaðarins. Verum þar og fordæmum sérhagsmundindlapotið,“ skrifar Ásmundur og hvetur til samstöðu gegn slíkri ósvinnu.Í gær flutti ég harorða ræðu í þinginu. Ég þoli ekki mimunum eða sérhagsmunadindlapot og mér finnst eins og fólkið í...Posted by Ásmundur Friðriksson on 12. nóvember 2015 Alþingi Tengdar fréttir Ásmundur hvetur þjóðina til að hætta viðskiptum við Símann Var harðorður í garð Símans á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. 11. nóvember 2015 15:55 Undrast orðaval þingmanns Þörf er á þjóðarsókn gegn spillingu, sagði Ásmundur Friðriksson þingmaður í ræðu á þingi í gær. Hvatti hann íslenska þjóð til þess að hætta viðskiptum við Símann. 12. nóvember 2015 08:00 Forseti áminnir höfund "bankaskítafýlunnar“ Ásmundur Friðriksson alþingismaður vill að yfirmenn Símans skili hlutabréfum sem þeir fengu á vildarkjörum frá Arion banka í símanum. 11. nóvember 2015 19:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, upplýsir það á Facebooksíðu sinni nú fyrir stundu að ýmsir hluthafar í Símanum hafi haft samband við sig og lýst yfir áhyggjum af stöðu Símans. Ásmundur fór mikinn í þingræðu í gær, eins og Vísir hefur greint frá, og hvatti almenning til þess að hætta að skipta við Símann. Ástæðurnar eru þær að þingmanninum blöskraði það að völdum einstaklingum, stjórnendum, gæfist færi á að eignast hlutabréf í fyrirtækinu áður en það færi á markað. Fyrirsjáanlegur hagur hvers um sig skiptir milljónum. „Hjá Símanum eru hins vegar þau mistök ekki viðurkennd. Þar virðist skítastuðullinn vera kominn aftur upp í rjáfur eins og var fyrir kreppu. Þar ætla menn ekki að skila illa fengnum ránsfeng eins og þjófarnir eru tregir til,“ sagði Ásmundur í ræðu sinni og hélt svo áfram: „Ég segi það við ykkur, kæru vinir hér í þessum sal, og ég segi það við þjóðina: Við þurfum þjóðarsókn gegn spillingu í bankakerfinu og í atvinnulífinu. Það er alger hörmung að horfa upp á þetta. Fólk er gáttað yfir þessu og ég hvet til þess að hið háa Alþingi hætti viðskiptum við fyrirtæki eins og Símann. Það ætla ég að gera og ég hvet þjóðina til að segja upp viðskiptum við þetta fyrirtæki.“ Ásmundur hlaut ákúrur frá forseta þingsins, Einari K. Guðfinnssyni, sem hvatti þingmenn til að gæta orða sinna. Og vanda sitt tal. En, Ásmundur lætur það ekki trufla sig í einarðri afstöðu sinni. „Nú eru hluthafar í Símanum byrjaðir að hringja í mig og senda mér skilaboð um að þeir hafi áhyggur af stöðu Símans. Ég er ekki hissa, lausnin liggur hjá yfirmönnunum sem eiga að spila leikinn eftir sömu reglum og aðrir. Það er eina sanngirnin í málinu að þeir skili illafengnum hlutabréfum til baka og fari að leikreglum markaðarins. Verum þar og fordæmum sérhagsmundindlapotið,“ skrifar Ásmundur og hvetur til samstöðu gegn slíkri ósvinnu.Í gær flutti ég harorða ræðu í þinginu. Ég þoli ekki mimunum eða sérhagsmunadindlapot og mér finnst eins og fólkið í...Posted by Ásmundur Friðriksson on 12. nóvember 2015
Alþingi Tengdar fréttir Ásmundur hvetur þjóðina til að hætta viðskiptum við Símann Var harðorður í garð Símans á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. 11. nóvember 2015 15:55 Undrast orðaval þingmanns Þörf er á þjóðarsókn gegn spillingu, sagði Ásmundur Friðriksson þingmaður í ræðu á þingi í gær. Hvatti hann íslenska þjóð til þess að hætta viðskiptum við Símann. 12. nóvember 2015 08:00 Forseti áminnir höfund "bankaskítafýlunnar“ Ásmundur Friðriksson alþingismaður vill að yfirmenn Símans skili hlutabréfum sem þeir fengu á vildarkjörum frá Arion banka í símanum. 11. nóvember 2015 19:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Ásmundur hvetur þjóðina til að hætta viðskiptum við Símann Var harðorður í garð Símans á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. 11. nóvember 2015 15:55
Undrast orðaval þingmanns Þörf er á þjóðarsókn gegn spillingu, sagði Ásmundur Friðriksson þingmaður í ræðu á þingi í gær. Hvatti hann íslenska þjóð til þess að hætta viðskiptum við Símann. 12. nóvember 2015 08:00
Forseti áminnir höfund "bankaskítafýlunnar“ Ásmundur Friðriksson alþingismaður vill að yfirmenn Símans skili hlutabréfum sem þeir fengu á vildarkjörum frá Arion banka í símanum. 11. nóvember 2015 19:00