Þingflokkur Pírata myndi áttfaldast Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. nóvember 2015 07:00 Fylgi flokkanna. Píratar fengju 25 þingmenn kjörna ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Það þýðir að flokkurinn yrði rúmlega áttfalt stærri en hann er í dag, en hann er með þrjá kjörna þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn fengi aftur á móti 20 þingmenn kjörna og væri með einum manni meira en í dag. VG fengi sjö menn kjörna, Framsóknarflokkurinn fengi sex menn kjörna og Samfylkingin fimm. Miðað við niðurstöðurnar eiga Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar helst möguleika á myndun tveggja flokka ríkisstjórnar. Sú stjórn myndi þá hafa 45 þingmenn að baki sér. Píratar ættu líka möguleika á að mynda tveggja flokka stjórn með VG. Sú ríkisstjórn hefði þá einungis 32 manna meirihluta á 63 manna þingi. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir of snemmt að fara að velta fyrir sér framtíðarstjórnarsamstarfi.Í grafinu hér fyrir ofan stóð ranglega að Sjálfstæðisflokkurinn hefði mælst með 39 prósent fylgi. Það er rangt og hefur það verið leiðrétt.Birgitta segist vilja að þeir flokkar sem hafi áhuga á að vinna saman eftir kosningar verði að lýsa því fyrir kosningar hvernig stjórnarsamstarfi yrði háttað. Það má búast við því að breytingar verði á þingsalnum ef niðurstöður kosninga verða í samræmi við niðurstöður kannana.Fréttablaðið/Ernir„Það hefur ekki skapast hefð fyrir því hér, þó að það hafi gerst fyrir kosningar að flokkar gangi bundnir til kosninga,“ segir Birgitta. Það yrði til bóta fyrir lýðræðið ef það lægi fyrir stjórnarsáttmáli fyrir kosningar. Þá leggur hún áherslu á að það þyrfti að fara í heildarendurskoðun í stjórnsýslunni og í ráðuneytum. „Það þyrfti að eiga sér stað sambærileg vinna eins og þegar það er yfirtaka í fyrirtækjum og það kemur nýtt fólk inn. Þá er rætt við alla starfsmenn til að skilja hvert starfssvið þeirra er og hversu tilbúnir þeir eru til að skilja hvert þeirra starfssvið er og hversu tilbúnir þeir eru til þess að veita þeim sem vilja breyta aðgengi að upplýsingum,“ segir Birgitta. Hún leggur áherslu á að Alþingi verði styrkt. „Alþingi er mjög veikburða stofnun bæði hér heima og annars staðar í heiminum. Og þau eru alltaf að framkvæma vilja framkvæmdarvaldsins en það á að vera öfugt.“ Birgitta segir þó ýmislegt jákvætt hafa gerst, þó að það hafi gerst hægt og breytingarnar ekki verið sýnilegar.Árni Páll finnur til ábyrgðar Miðað við niðurstöður könnunarinnar myndi Björt framtíð hverfa af þingi og Samfylkingin tapa fjórum þingmönnum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að ásýnd Samfylkingarinnar hafi ekki verið nógu góð og flokksmenn verði að sameinast um að bæta hana. Hann segist finna til ábyrðar vegna fylgis flokksins. „Já, maður finnur ríkt til ábyrgðar í því hlutverki sem maður hefur tekið að sér fyrir félaga sína. Og maður verður alltaf að taka mið af þeim skilaboðum sem send eru í könnunum. Okkur gekk mjög vel fyrir ári síðan. Þá vorum við að mælast í Fréttablaðskönnun með 23 prósent þannig að þetta er mikill munur. Og ég verð í samvinnu við aðra flokksmenn að snúa þessu aftur við.“ Hann ætlar að vera áfram í brúnni. „Það hefur verið stefna mín hingað til að leiða flokkinn í næstu kosningum og það hefur í sjálfu sér ekkert breyst í því. En ég geri það auðvitað ekki nema ég njóti til þess stuðnings flokksmanna.“ Alþingi Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Píratar fengju 25 þingmenn kjörna ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Það þýðir að flokkurinn yrði rúmlega áttfalt stærri en hann er í dag, en hann er með þrjá kjörna þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn fengi aftur á móti 20 þingmenn kjörna og væri með einum manni meira en í dag. VG fengi sjö menn kjörna, Framsóknarflokkurinn fengi sex menn kjörna og Samfylkingin fimm. Miðað við niðurstöðurnar eiga Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar helst möguleika á myndun tveggja flokka ríkisstjórnar. Sú stjórn myndi þá hafa 45 þingmenn að baki sér. Píratar ættu líka möguleika á að mynda tveggja flokka stjórn með VG. Sú ríkisstjórn hefði þá einungis 32 manna meirihluta á 63 manna þingi. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir of snemmt að fara að velta fyrir sér framtíðarstjórnarsamstarfi.Í grafinu hér fyrir ofan stóð ranglega að Sjálfstæðisflokkurinn hefði mælst með 39 prósent fylgi. Það er rangt og hefur það verið leiðrétt.Birgitta segist vilja að þeir flokkar sem hafi áhuga á að vinna saman eftir kosningar verði að lýsa því fyrir kosningar hvernig stjórnarsamstarfi yrði háttað. Það má búast við því að breytingar verði á þingsalnum ef niðurstöður kosninga verða í samræmi við niðurstöður kannana.Fréttablaðið/Ernir„Það hefur ekki skapast hefð fyrir því hér, þó að það hafi gerst fyrir kosningar að flokkar gangi bundnir til kosninga,“ segir Birgitta. Það yrði til bóta fyrir lýðræðið ef það lægi fyrir stjórnarsáttmáli fyrir kosningar. Þá leggur hún áherslu á að það þyrfti að fara í heildarendurskoðun í stjórnsýslunni og í ráðuneytum. „Það þyrfti að eiga sér stað sambærileg vinna eins og þegar það er yfirtaka í fyrirtækjum og það kemur nýtt fólk inn. Þá er rætt við alla starfsmenn til að skilja hvert starfssvið þeirra er og hversu tilbúnir þeir eru til að skilja hvert þeirra starfssvið er og hversu tilbúnir þeir eru til þess að veita þeim sem vilja breyta aðgengi að upplýsingum,“ segir Birgitta. Hún leggur áherslu á að Alþingi verði styrkt. „Alþingi er mjög veikburða stofnun bæði hér heima og annars staðar í heiminum. Og þau eru alltaf að framkvæma vilja framkvæmdarvaldsins en það á að vera öfugt.“ Birgitta segir þó ýmislegt jákvætt hafa gerst, þó að það hafi gerst hægt og breytingarnar ekki verið sýnilegar.Árni Páll finnur til ábyrgðar Miðað við niðurstöður könnunarinnar myndi Björt framtíð hverfa af þingi og Samfylkingin tapa fjórum þingmönnum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að ásýnd Samfylkingarinnar hafi ekki verið nógu góð og flokksmenn verði að sameinast um að bæta hana. Hann segist finna til ábyrðar vegna fylgis flokksins. „Já, maður finnur ríkt til ábyrgðar í því hlutverki sem maður hefur tekið að sér fyrir félaga sína. Og maður verður alltaf að taka mið af þeim skilaboðum sem send eru í könnunum. Okkur gekk mjög vel fyrir ári síðan. Þá vorum við að mælast í Fréttablaðskönnun með 23 prósent þannig að þetta er mikill munur. Og ég verð í samvinnu við aðra flokksmenn að snúa þessu aftur við.“ Hann ætlar að vera áfram í brúnni. „Það hefur verið stefna mín hingað til að leiða flokkinn í næstu kosningum og það hefur í sjálfu sér ekkert breyst í því. En ég geri það auðvitað ekki nema ég njóti til þess stuðnings flokksmanna.“
Alþingi Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent