Hryðjuverk í brennidepli Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. nóvember 2015 07:00 Vel fór á með Sanders og Clinton eftir kappræðurnar. Nordicphotos/AFP Hryðjuverkaárásirnar í París síðastliðið föstudagskvöld voru í brennidepli í kappræðum þeirra sem sækjast eftir útnefningu Demókrataflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs aðfaranótt sunnudags. Kappræðurnar hófust á mínútu þögn. Frambjóðendurnir Bernie Sanders, Martin O'Malley og Hillary Clinton voru spurð út í hvernig þau myndu takast á við ástandið í Mið-Austurlöndum og Íslamska ríkið (ISIS). „Það er ekki hægt að halda Íslamska ríkinu í skefjum heldur verður að sigra það,“ sagði Clinton. Þá kölluðu allir frambjóðendur eftir þátttöku ríkja Mið-Austurlanda í stríðinu gegn Íslamska ríkinu. „Hin misheppnaða innrás í Írak, sem ég talaði gegn, hefur leyst úr læðingi öfl á borð við al-Kaída og Íslamska ríkið,“ sagði Sanders. Aðspurður hvort hann væri að tengja atkvæði Clinton, sem kaus með því að ráðast inn í Írak, við uppgang Íslamska ríkisins svaraði Sanders: „Innrásin var ein stærstu mistök í sögu utanríkisstefnu Bandaríkjanna.“ Clinton sagði í kjölfarið að atkvæði hennar hefði verið mistök. Þau Sanders sátu bæði í öldungadeild þingsins þegar kosið var um innrásina. Umtöluðustu ummælin féllu hins vegar um önnur hryðjuverk. Er Sanders og O'Malley skutu á Clinton fyrir að þiggja háa styrki í kosningasjóð sinn frá stórfyrirtækjum á Wall Street sagði hún stuðning þeirra ekki tilkominn svo fyrirtækin gætu keypt sér greiða ef hún yrði forseti heldur vegna þess að hún hefði hjálpað fyrirtækjunum með uppbyggingu í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana ellefta september 2001. Andstæðingar Clinton gerðu sér mat úr ummælunum og sagði Reince Priebus, formaður Repúblikanaflokksins, þau lágkúruleg. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru ósammála um sigurvegara. Niðurstöður óvísindalegra skoðanakannanna á netinu bentu hins vegar til sigurs Sanders. Clinton mælist með 52 prósenta fylgi í nýjustu skoðanakönnun, Sanders 33 prósent og O'Malley fimm prósent. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sakar Sanders um linkind í byssumálinu Hillary Clinton fagnaði ákaft þegar Bernie Sanders sagði þjóðina orðna hundleiða á að heyra talað um tölvupóstana hennar. 15. október 2015 07:00 Hillary svarar fyrir árásina í Bengasí: „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst“ Fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að bandarískir sendiherrar þurfi stundum að taka áhættu, starfi þeir í hættulegum löndum. Hillary Clinton var í gær spurð út í árás á bandarískan sendiherrabústað í Líbíu árið 2012. 23. október 2015 09:00 Sanders þokast nær í kjölfar kappræða Bernie Sanders saxar á forskot Hillary Clinton í baráttunni um að verða forsetaefni Demókrataflokks Bandaríkjanna í kjölfar kappræðna síðustu viku ef marka má nýja könnun CNN. 20. október 2015 07:00 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Sjá meira
Hryðjuverkaárásirnar í París síðastliðið föstudagskvöld voru í brennidepli í kappræðum þeirra sem sækjast eftir útnefningu Demókrataflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs aðfaranótt sunnudags. Kappræðurnar hófust á mínútu þögn. Frambjóðendurnir Bernie Sanders, Martin O'Malley og Hillary Clinton voru spurð út í hvernig þau myndu takast á við ástandið í Mið-Austurlöndum og Íslamska ríkið (ISIS). „Það er ekki hægt að halda Íslamska ríkinu í skefjum heldur verður að sigra það,“ sagði Clinton. Þá kölluðu allir frambjóðendur eftir þátttöku ríkja Mið-Austurlanda í stríðinu gegn Íslamska ríkinu. „Hin misheppnaða innrás í Írak, sem ég talaði gegn, hefur leyst úr læðingi öfl á borð við al-Kaída og Íslamska ríkið,“ sagði Sanders. Aðspurður hvort hann væri að tengja atkvæði Clinton, sem kaus með því að ráðast inn í Írak, við uppgang Íslamska ríkisins svaraði Sanders: „Innrásin var ein stærstu mistök í sögu utanríkisstefnu Bandaríkjanna.“ Clinton sagði í kjölfarið að atkvæði hennar hefði verið mistök. Þau Sanders sátu bæði í öldungadeild þingsins þegar kosið var um innrásina. Umtöluðustu ummælin féllu hins vegar um önnur hryðjuverk. Er Sanders og O'Malley skutu á Clinton fyrir að þiggja háa styrki í kosningasjóð sinn frá stórfyrirtækjum á Wall Street sagði hún stuðning þeirra ekki tilkominn svo fyrirtækin gætu keypt sér greiða ef hún yrði forseti heldur vegna þess að hún hefði hjálpað fyrirtækjunum með uppbyggingu í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana ellefta september 2001. Andstæðingar Clinton gerðu sér mat úr ummælunum og sagði Reince Priebus, formaður Repúblikanaflokksins, þau lágkúruleg. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru ósammála um sigurvegara. Niðurstöður óvísindalegra skoðanakannanna á netinu bentu hins vegar til sigurs Sanders. Clinton mælist með 52 prósenta fylgi í nýjustu skoðanakönnun, Sanders 33 prósent og O'Malley fimm prósent.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sakar Sanders um linkind í byssumálinu Hillary Clinton fagnaði ákaft þegar Bernie Sanders sagði þjóðina orðna hundleiða á að heyra talað um tölvupóstana hennar. 15. október 2015 07:00 Hillary svarar fyrir árásina í Bengasí: „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst“ Fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að bandarískir sendiherrar þurfi stundum að taka áhættu, starfi þeir í hættulegum löndum. Hillary Clinton var í gær spurð út í árás á bandarískan sendiherrabústað í Líbíu árið 2012. 23. október 2015 09:00 Sanders þokast nær í kjölfar kappræða Bernie Sanders saxar á forskot Hillary Clinton í baráttunni um að verða forsetaefni Demókrataflokks Bandaríkjanna í kjölfar kappræðna síðustu viku ef marka má nýja könnun CNN. 20. október 2015 07:00 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Sjá meira
Sakar Sanders um linkind í byssumálinu Hillary Clinton fagnaði ákaft þegar Bernie Sanders sagði þjóðina orðna hundleiða á að heyra talað um tölvupóstana hennar. 15. október 2015 07:00
Hillary svarar fyrir árásina í Bengasí: „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst“ Fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að bandarískir sendiherrar þurfi stundum að taka áhættu, starfi þeir í hættulegum löndum. Hillary Clinton var í gær spurð út í árás á bandarískan sendiherrabústað í Líbíu árið 2012. 23. október 2015 09:00
Sanders þokast nær í kjölfar kappræða Bernie Sanders saxar á forskot Hillary Clinton í baráttunni um að verða forsetaefni Demókrataflokks Bandaríkjanna í kjölfar kappræðna síðustu viku ef marka má nýja könnun CNN. 20. október 2015 07:00