Fagna degi íslenskrar tungu í tuttugasta sinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. nóvember 2015 07:00 Hjördís Erna Sigurðardóttir er mikill áhugamaður um orð og finnst gaman að safna orðum um alls konar hluti. Fréttablaðið/Vilhelm Mikil hátíðardagskrá er víða um land í dag í tilefni dags íslenskrar tungu sem nú er haldinn í tuttugasta sinn, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. „Þetta er í þriðja sinn sem ég er með þetta verkefni ásamt Jóhannesi Bjarna Sigtryggssyni og höfum við unnið með menntamálaráðuneytinu. Í ár þá ákváðum við að prufa dálítið nýtt og hefur dagurinn ákveðið þema í ár, veðurorð. Ég er sjálf mikill áhugamaður um orð og finnst gaman að safna orðum um alls konar hluti,“ segir Hjördís Erna Sigurðardóttir, sagnfræðingur og skipuleggjandi hátíðardagskrárinnar. Í ár verður dagurinn haldinn hátíðlegur með hátíðardagskrá á vegum mennta- og menningarmálaráðherra í bókasafni Mosfellsbæjar. Þar að auki verður dagskrá í Árnagarði Háskóla Íslands á vegum Mímis, félags stúdenta í íslenskum fræðum, málþing í Hallgrímskirkju um Viðeyjarbiblíu, fyrsti áfangi Stóru upplestrarkeppninnar og dagskrá í Háskólanum á Akureyri svo fátt eitt sé nefnt. Þar að auki verður dagskrá í skólum og á bókasöfnum víða um land. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra mun flytja ávarp í Mosfellsbæ auk þess sem verðlaunahafarnir tveir, þeir sem hljóta Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og Sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu, verða kynntir og munu flytja ávarp. Orðaforði Íslendinga er áberandi í hátíðardagskránni. Auk þess sem veðurorðin eru þema dagsins munu Samtökin '78 einnig fjalla um mikilvægi hinsegin orðaforða í Árnagarði. Hátíðarhaldarar óskuðu eftir því að Íslendingar sendu þeim sín uppáhaldsveðurorð og verða nokkrum þeirra gerð skil. „Þó nokkuð margir komu með skemmtileg veðurorð, sum mjög fáheyrð. Þau eru oft landshlutaskyld og merking þeirra líka. Þetta var bara mjög skemmtilegt að fá að kasta þessu út í samfélagið og fá svona viðbrögð því íslenskan væri fátækleg ef við hefðum bara þessa stóru hatta, gott veður og vont veður. Þá myndi vanta falleg blæ- og tilbrigðaorð um allt þar á milli,“ segir Hjördís. „Við megum ekki týna uppáhaldsorðum okkar eins og til dæmis orðinu hundslappadrífa, það væri þyngra en tárum taki.“ Hinsegin Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Mikil hátíðardagskrá er víða um land í dag í tilefni dags íslenskrar tungu sem nú er haldinn í tuttugasta sinn, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. „Þetta er í þriðja sinn sem ég er með þetta verkefni ásamt Jóhannesi Bjarna Sigtryggssyni og höfum við unnið með menntamálaráðuneytinu. Í ár þá ákváðum við að prufa dálítið nýtt og hefur dagurinn ákveðið þema í ár, veðurorð. Ég er sjálf mikill áhugamaður um orð og finnst gaman að safna orðum um alls konar hluti,“ segir Hjördís Erna Sigurðardóttir, sagnfræðingur og skipuleggjandi hátíðardagskrárinnar. Í ár verður dagurinn haldinn hátíðlegur með hátíðardagskrá á vegum mennta- og menningarmálaráðherra í bókasafni Mosfellsbæjar. Þar að auki verður dagskrá í Árnagarði Háskóla Íslands á vegum Mímis, félags stúdenta í íslenskum fræðum, málþing í Hallgrímskirkju um Viðeyjarbiblíu, fyrsti áfangi Stóru upplestrarkeppninnar og dagskrá í Háskólanum á Akureyri svo fátt eitt sé nefnt. Þar að auki verður dagskrá í skólum og á bókasöfnum víða um land. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra mun flytja ávarp í Mosfellsbæ auk þess sem verðlaunahafarnir tveir, þeir sem hljóta Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og Sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu, verða kynntir og munu flytja ávarp. Orðaforði Íslendinga er áberandi í hátíðardagskránni. Auk þess sem veðurorðin eru þema dagsins munu Samtökin '78 einnig fjalla um mikilvægi hinsegin orðaforða í Árnagarði. Hátíðarhaldarar óskuðu eftir því að Íslendingar sendu þeim sín uppáhaldsveðurorð og verða nokkrum þeirra gerð skil. „Þó nokkuð margir komu með skemmtileg veðurorð, sum mjög fáheyrð. Þau eru oft landshlutaskyld og merking þeirra líka. Þetta var bara mjög skemmtilegt að fá að kasta þessu út í samfélagið og fá svona viðbrögð því íslenskan væri fátækleg ef við hefðum bara þessa stóru hatta, gott veður og vont veður. Þá myndi vanta falleg blæ- og tilbrigðaorð um allt þar á milli,“ segir Hjördís. „Við megum ekki týna uppáhaldsorðum okkar eins og til dæmis orðinu hundslappadrífa, það væri þyngra en tárum taki.“
Hinsegin Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira