Rooney endaði 404 mínútna bið og tryggði United sigur | Sjáið sigurmarkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2015 13:04 Wayne Rooney fagnar sigurmarki sínu. Vísir/Getty Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United, var hetja liðsins á Old Trafford í kvöld og sá sem endaði 404 mínútna bið United-liðsins eftir marki Rooney skoraði eina markið í 1-0 sigri á CSKA Moskvu en það kom ekki fyrr en þegar ellefu mínútur voru eftir af leiknum. Manchester United var búið að gera þrjú markalaus jafntefli í röð en tókst loksins að skora og fagna sigri. Sigurinn skilar Manchester United í efsta sæti riðilsins með sjö stig en næstu lið, PSV Eindhoven og Wolfsburg eru með sex stig hvort. Það var ekki það að leikmenn Manchester United hafi ekki reynt að sækja í fyrri hálfleiknum heldur frekar það að það var ekkert bit í sóknarlotum liðsins. Wayne Rooney fékk reyndar fyrsta færi leiksins strax á 3. mínútu en skot hans fór rétt framhjá markinu. Jesse Lingard og Marcos Rojo fengu bestu færi liðsins í fyrri hálfleiknum, Lingard skaut yfir markið á 32. mínútu og Marcos Rojo hitti ekki markið fjórum mínútum síðar. Manchester United var miklu meira með boltann og reyndi að brjóta vörn Rússanna á bak aftur en það gekk ekki vel. Louis Van Gaal sendi Marouane Fellaini inná en tók þá jafnfram Anthony Martial af velli. Það var alltof dæmigerð skipting fyrir Hollendinginn sem verður seint sakaður um að taka of mikla áhættu með United-liðið. Wayne Rooney fékk mjö gott færi skömmu síðar en var alltoft lengi að athafna sig í teignum og ekkert varð úr þessu hjá honum. Michael Carrick var nálægt því að hitta markið úr langskoti stuttu síðar en fast skot hans fór framhjá. Seydou Doumbia fékk tvö frábær færi með sekúndu millibili en fyrst varði David de Gea og svo bjargaði Chris Smalling þegar Doumbia fékk frákastið. United-menn sluppu með skrekkinn og fóru síðan yfir og gerðu eitthvað í sínum málum. Markið langþráða kom nefnilega á 79. mínútu þegar Wayne Roonet skallaði boltann í markið eftir frábæra sendingu frá Jesse Lingard og undirbúning Michael Carrick. Eftir 404 markalausar mínútur tókst United-liðinu loksins að skora og það mark dugði liðinu til sigurs.Sigurmark Wayne Rooney Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Sport Fleiri fréttir „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Sjá meira
Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United, var hetja liðsins á Old Trafford í kvöld og sá sem endaði 404 mínútna bið United-liðsins eftir marki Rooney skoraði eina markið í 1-0 sigri á CSKA Moskvu en það kom ekki fyrr en þegar ellefu mínútur voru eftir af leiknum. Manchester United var búið að gera þrjú markalaus jafntefli í röð en tókst loksins að skora og fagna sigri. Sigurinn skilar Manchester United í efsta sæti riðilsins með sjö stig en næstu lið, PSV Eindhoven og Wolfsburg eru með sex stig hvort. Það var ekki það að leikmenn Manchester United hafi ekki reynt að sækja í fyrri hálfleiknum heldur frekar það að það var ekkert bit í sóknarlotum liðsins. Wayne Rooney fékk reyndar fyrsta færi leiksins strax á 3. mínútu en skot hans fór rétt framhjá markinu. Jesse Lingard og Marcos Rojo fengu bestu færi liðsins í fyrri hálfleiknum, Lingard skaut yfir markið á 32. mínútu og Marcos Rojo hitti ekki markið fjórum mínútum síðar. Manchester United var miklu meira með boltann og reyndi að brjóta vörn Rússanna á bak aftur en það gekk ekki vel. Louis Van Gaal sendi Marouane Fellaini inná en tók þá jafnfram Anthony Martial af velli. Það var alltof dæmigerð skipting fyrir Hollendinginn sem verður seint sakaður um að taka of mikla áhættu með United-liðið. Wayne Rooney fékk mjö gott færi skömmu síðar en var alltoft lengi að athafna sig í teignum og ekkert varð úr þessu hjá honum. Michael Carrick var nálægt því að hitta markið úr langskoti stuttu síðar en fast skot hans fór framhjá. Seydou Doumbia fékk tvö frábær færi með sekúndu millibili en fyrst varði David de Gea og svo bjargaði Chris Smalling þegar Doumbia fékk frákastið. United-menn sluppu með skrekkinn og fóru síðan yfir og gerðu eitthvað í sínum málum. Markið langþráða kom nefnilega á 79. mínútu þegar Wayne Roonet skallaði boltann í markið eftir frábæra sendingu frá Jesse Lingard og undirbúning Michael Carrick. Eftir 404 markalausar mínútur tókst United-liðinu loksins að skora og það mark dugði liðinu til sigurs.Sigurmark Wayne Rooney
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Sport Fleiri fréttir „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Sjá meira