Pablo Punyed: Ég veit hvers virði ég er Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. nóvember 2015 14:13 Pablo Punyed Pablo Punyed, sem hefur verið lykilmaður í liði Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta undanfarin tvö ár, gekk í dag í raðir ÍBV og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Punyed kom til Íslands 2012 og spilaði í 1. deildinni með Fjölni áður en hann gekk í raðir Fylkis 2013 og svo Stjörnunnar 2014 þar sem hann varð Íslandsmeistari í fyrra. „Bjarni [Jóhannsson, þjálfari] er með gott plan og þetta félag er á uppleið. Ég vil vera hluti af því,“ sagði Punyed við Vísi í dag um ástæðu vistaskiptanna.Vill spila á miðjunni „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Ég átti góðan tíma í Stjörnunni og Silfurskeiðin er líklega besta stuðningsmannasveit á Íslandi.“ „Strákarnir í Stjörnunni eru vinir mínir en það var kominn tími á nýja áskorun og nýtt ævintýri. Ég er mjög spenntur. „Það er ekki langt síðan ÍBV var í Evrópukeppni. Þetta er félag með mikla sögu og ég vil koma með bikara aftur til Eyja,“ sagði Punyed. Pablo Punyed brá sér í allra kvikinda líki inn á vellinum með Stjörnunni og spilaði margar stöður. Hann var orðinn þreyttur á því. „Bjarni vill að ég spili í minni stöðu alltaf og ég vil nýta mér það og verða betri leikmaður,“ sagði El Salvadorinn. „Það var ekki auðvelt að vita hvar ég myndi spila í næsta leik hjá Stjörnunni því þar spilaði ég hægri bakvörð, vinstri bakvörð, á miðjunni og úti á kanti. Ég lít á mig sem miðjumann sem spilar á miðri miðjunni og Bjarni bauð mér að spila þar.“Ekki nógu gott tilboð í Garðabænum Punyed er þriðji lykilmaðurinn sem yfirgefur Stjörnuna eftir tímabilið, en áður voru Gunnar Nielsen farinn í FH og Michael Præst í KR. „Þetta tengist félaginu ekkert eins og Gunnar Nielsen og Michael Præst töluðu um. Við erum allir bara að leita að nýjum áskorunum. Við vorum allir ánægðir í Stjörnunni en erum líka spenntir fyrir nýjum verkefnum okkar,“ sagði Punyed sem fékk samningstilboð frá Stjörnunni sem honum leist ekkert á. „Það var ekki tilboð sem ég vildi. Við reyndum að semja en það gekk ekki upp. Bjarni kom með áætlun sem mér leist á og því valdi ég ÍBV,“ sagði hann. En er Stjarnan þá að hans mati að bjóða leikmönnum of lága samninga? „Ég veit ekki með þá tvo en hver og einn leikmaður veit hvers hann er virði. Á endanum skrifar maður undir þann samning sem inniheldur þá upphæð sem manni finnst maður verðskulda,“ sagði Pablo Punyed. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Pablo Punyed, sem hefur verið lykilmaður í liði Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta undanfarin tvö ár, gekk í dag í raðir ÍBV og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Punyed kom til Íslands 2012 og spilaði í 1. deildinni með Fjölni áður en hann gekk í raðir Fylkis 2013 og svo Stjörnunnar 2014 þar sem hann varð Íslandsmeistari í fyrra. „Bjarni [Jóhannsson, þjálfari] er með gott plan og þetta félag er á uppleið. Ég vil vera hluti af því,“ sagði Punyed við Vísi í dag um ástæðu vistaskiptanna.Vill spila á miðjunni „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Ég átti góðan tíma í Stjörnunni og Silfurskeiðin er líklega besta stuðningsmannasveit á Íslandi.“ „Strákarnir í Stjörnunni eru vinir mínir en það var kominn tími á nýja áskorun og nýtt ævintýri. Ég er mjög spenntur. „Það er ekki langt síðan ÍBV var í Evrópukeppni. Þetta er félag með mikla sögu og ég vil koma með bikara aftur til Eyja,“ sagði Punyed. Pablo Punyed brá sér í allra kvikinda líki inn á vellinum með Stjörnunni og spilaði margar stöður. Hann var orðinn þreyttur á því. „Bjarni vill að ég spili í minni stöðu alltaf og ég vil nýta mér það og verða betri leikmaður,“ sagði El Salvadorinn. „Það var ekki auðvelt að vita hvar ég myndi spila í næsta leik hjá Stjörnunni því þar spilaði ég hægri bakvörð, vinstri bakvörð, á miðjunni og úti á kanti. Ég lít á mig sem miðjumann sem spilar á miðri miðjunni og Bjarni bauð mér að spila þar.“Ekki nógu gott tilboð í Garðabænum Punyed er þriðji lykilmaðurinn sem yfirgefur Stjörnuna eftir tímabilið, en áður voru Gunnar Nielsen farinn í FH og Michael Præst í KR. „Þetta tengist félaginu ekkert eins og Gunnar Nielsen og Michael Præst töluðu um. Við erum allir bara að leita að nýjum áskorunum. Við vorum allir ánægðir í Stjörnunni en erum líka spenntir fyrir nýjum verkefnum okkar,“ sagði Punyed sem fékk samningstilboð frá Stjörnunni sem honum leist ekkert á. „Það var ekki tilboð sem ég vildi. Við reyndum að semja en það gekk ekki upp. Bjarni kom með áætlun sem mér leist á og því valdi ég ÍBV,“ sagði hann. En er Stjarnan þá að hans mati að bjóða leikmönnum of lága samninga? „Ég veit ekki með þá tvo en hver og einn leikmaður veit hvers hann er virði. Á endanum skrifar maður undir þann samning sem inniheldur þá upphæð sem manni finnst maður verðskulda,“ sagði Pablo Punyed.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira