Bæjarar fóru illa með menn Wenger í kvöld | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2015 21:30 David Alaba fagnar frábæru markim sínu. Vísir/Getty Bayern München fór langt með að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum Meistaradeildarinnar um leið og að koma Arsenal í enn verri stöðu þegar þýsku meistararnir unnu 5-1 sigur á lærisveinum Arsene Wenger í München í kvöld. Bayern München var með mikla yfirburði í leiknum og sýndu það og sönnuðu að tapið á móti Arsenal í síðasta leik var slys. Bayern München hefur nú níu stig af tólf mögulegum og er með fimm stiga forskot á liðið í þriðja sæti þegar aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Það bætti ekki kvöldið fyrir Arsenal að Olympiakos vann 2-1 sigur á Dinamo Zagreb á sama tíma og Arsenal því sex stigum frá sextán liða úrslitunum þegar aðeins tveir leikur eru eftir. Það var ljóst strax frá byrjun í hvað stefndi í þessum leik á Allianz Arene en Bæjarar voru í miklu stuði og spiluðu frábæran fótbolta. Robert Lewandowski var búinn að koma Bayern München í 1-0 strax á 10. mínútu leiksins þegar hann skallaði inn sendingu frá Thiago. Arsenal-menn heimtuðu rangstöðu en endursýningarnar sönnuðu annað. Arsenal kom boltanum í mark Bæjara aðeins tveimur mínútum eftir að Bayern komst yfir en mark Mesut Özil var dæmt af þar sem hann virtist nota höndina til þess að skora. Aðstoðardómararnir létu það ekki fara framhjá sér og markið var dæmt af. Thomas Müller kom Bayern í 2-0 á 29. mínútu með hnitmiðuðu skoti eftir að Kingsley Coman lagði fyrirgjöf Philipp Lahm fyrir Müller. David Alaba skoraði þriðja markið með frábæru langskoti rétt fyrir hálfleik og staðan var því 3-0 í hálfleik. Arjen Robben kom inná sem varamaður á 54. mínútu og aðeins mínútu síðar var hann búinn að koma Bayern-liðinu í 4-0 eftir sendingu frá David Alaba. Olivier Giroud minnkaði muninn í 4-1 á 69. mínútu en það var langt frá því að vera nóg. Thomas Müller skoraði sitt annað marki í leiknum og fimmta mark Bæjara í leiknum á 89. mínútu og stórsigur Bæjarar var í höfn.Lewandowski kemur Bayern yfir á móti Arsenal Mesut Özil skorar en markið dæmt af Müller eykur forkost Bæjara í 2-0 Frábært mark hjá David Alaba Robben varla kominn inná þegar hann skoraði Giroud minnkar muninn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Sjá meira
Bayern München fór langt með að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum Meistaradeildarinnar um leið og að koma Arsenal í enn verri stöðu þegar þýsku meistararnir unnu 5-1 sigur á lærisveinum Arsene Wenger í München í kvöld. Bayern München var með mikla yfirburði í leiknum og sýndu það og sönnuðu að tapið á móti Arsenal í síðasta leik var slys. Bayern München hefur nú níu stig af tólf mögulegum og er með fimm stiga forskot á liðið í þriðja sæti þegar aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Það bætti ekki kvöldið fyrir Arsenal að Olympiakos vann 2-1 sigur á Dinamo Zagreb á sama tíma og Arsenal því sex stigum frá sextán liða úrslitunum þegar aðeins tveir leikur eru eftir. Það var ljóst strax frá byrjun í hvað stefndi í þessum leik á Allianz Arene en Bæjarar voru í miklu stuði og spiluðu frábæran fótbolta. Robert Lewandowski var búinn að koma Bayern München í 1-0 strax á 10. mínútu leiksins þegar hann skallaði inn sendingu frá Thiago. Arsenal-menn heimtuðu rangstöðu en endursýningarnar sönnuðu annað. Arsenal kom boltanum í mark Bæjara aðeins tveimur mínútum eftir að Bayern komst yfir en mark Mesut Özil var dæmt af þar sem hann virtist nota höndina til þess að skora. Aðstoðardómararnir létu það ekki fara framhjá sér og markið var dæmt af. Thomas Müller kom Bayern í 2-0 á 29. mínútu með hnitmiðuðu skoti eftir að Kingsley Coman lagði fyrirgjöf Philipp Lahm fyrir Müller. David Alaba skoraði þriðja markið með frábæru langskoti rétt fyrir hálfleik og staðan var því 3-0 í hálfleik. Arjen Robben kom inná sem varamaður á 54. mínútu og aðeins mínútu síðar var hann búinn að koma Bayern-liðinu í 4-0 eftir sendingu frá David Alaba. Olivier Giroud minnkaði muninn í 4-1 á 69. mínútu en það var langt frá því að vera nóg. Thomas Müller skoraði sitt annað marki í leiknum og fimmta mark Bæjara í leiknum á 89. mínútu og stórsigur Bæjarar var í höfn.Lewandowski kemur Bayern yfir á móti Arsenal Mesut Özil skorar en markið dæmt af Müller eykur forkost Bæjara í 2-0 Frábært mark hjá David Alaba Robben varla kominn inná þegar hann skoraði Giroud minnkar muninn
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Sjá meira