Umfjöllun: Ísland - Danmörk 24-32 | Strákarnir hans Guðmundar höfðu betur. Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. nóvember 2015 21:15 Róbert Gunnarsson í baráttunni. Vísir/EPA Danir unnu í kvöld átta marka sigur á Íslandi, 24-32, í úrslitaleik Gulldeildarinnar, æfingamóti sem fram fór í Noregi. Danska liðið undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar unnu alla þrjá leiki sína á mótinu á meðan íslenska liðið vann tvo leiki og tapaði einum. Leikurinn í kvöld var afar sveiflukenndur af hálfu íslenska liðsins. Danir voru miklu sterkari í upphafi og undir lok leiks en lærisveinar Guðmundar unnu fyrstu 15 og síðustu 15 mínútur leiksins 18-5. Ísland spilaði ágætlega hálftímann á milli sem liðið vann 19-14. Það dugði þó ekki til gegn gríðarlega sterku liði Dana sem er til alls líklegt á EM í Póllandi í byrjun næsta árs. Líkt og þegar liðin mættust á HM í Katar í janúar byrjuðu Danir leikinn miklu betur og eftir 10 mínútna leik var staðan 1-6, lærisveinum Guðmundar í vil. Þrjú þessara marka komu eftir hraðaupphlaup en Danir voru sem fyrr duglegir að keyra í bakið á íslenska liðinu sem átti afar erfitt uppdráttar í sóknarleiknum. Danska vörnin var sterk og fyrir aftan hana varði Jannick Green vel. Íslenska vörnin var hins vegar götótt og fyrir vikið átti Björgvin Páll Gústavsson erfitt uppdráttar í markinu. Danir komust í 2-8 og 3-9 en þá kom frábær kafli hjá íslenska liðinu sem skoraði fjögur mörk í röð og minnkaði muninn í tvö mörk, 7-9. Þrjú þessara marka komu eftir hraðaupphlaup en þau voru frábær hjá Íslandi í kvöld og skiluðu alls 10 mörkum. Guðmundi var ekki skemmt og tók leikhlé. Eftir það skoruðu Danir fimm mörk gegn einu og komust aftur sex mörkum yfir, 8-14. Michael Damgaard var öflugur á þessum kafla en íslensku varnarmennirnir réðu lítið við þennan mikla markaskorara. En íslensku strákarnir lögðu ekki árar í bát og unnu síðustu sex mínútur fyrri hálfleiks 4-1 og því munaði þremur mörkum á liðunum í hálfleik, 12-15. Íslenska liðið hélt uppteknum hætti í byrjun seinni hálfleiks, skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum hans og minnkaði muninn í eitt mark, 15-16. Danir gáfu þá aftur í og juku muninn í þrjú mörk. Sem fyrr gafst íslenska liðið ekki upp og þegar 16 mínútur voru til leiksloka minnkaði Arnór Atlason muninn í eitt mark, 21-22. En þá skildu leiðir. Guðmundur tók leikhlé og líkt og í fyrri hálfleik hafði það góð áhrif á hans menn sem hreinlega keyrðu yfir íslensku strákana. Peter Balling Christensen kom sterkur inn í sóknina og skoraði fimm mörk á lokakaflanum og þá átti Kevin Möller frábæra innkomu í danska markið og varði átta af þeim 11 skotum sem hann fékk á sig (73%). Íslenska liðið lagði niður vopnin og Danir skoruðu hvert markið á fætur öðru. Sóknarleikurinn var striður, vörnin eins og gatasigti og markverðirnir vörðu ekki neitt. Lærisveinar Guðmundar unnu síðustu 15 mínútur leiksins 10-3 og leikinn með átta mörkum, 24-32. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur hjá Íslandi með sjö mörk en þeir Arnór Þór Gunnarsson, Róbert Gunnarsson og Rúnar Kárason komu næstir með þrjú mörk hver. Björgvin og Aron Rafn Eðvarsson vörðu samtals átta skot í íslenska markinu, þar af aðeins þrjú í seinni hálfleik. Hornamaðurinn Casper Mortensen átti frábæran leik í liði Dana og skoraði níu mörk úr 10 skotum. Balling Christensen og Damgaard komu næstir með fimm mörk hvor. EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Danir unnu í kvöld átta marka sigur á Íslandi, 24-32, í úrslitaleik Gulldeildarinnar, æfingamóti sem fram fór í Noregi. Danska liðið undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar unnu alla þrjá leiki sína á mótinu á meðan íslenska liðið vann tvo leiki og tapaði einum. Leikurinn í kvöld var afar sveiflukenndur af hálfu íslenska liðsins. Danir voru miklu sterkari í upphafi og undir lok leiks en lærisveinar Guðmundar unnu fyrstu 15 og síðustu 15 mínútur leiksins 18-5. Ísland spilaði ágætlega hálftímann á milli sem liðið vann 19-14. Það dugði þó ekki til gegn gríðarlega sterku liði Dana sem er til alls líklegt á EM í Póllandi í byrjun næsta árs. Líkt og þegar liðin mættust á HM í Katar í janúar byrjuðu Danir leikinn miklu betur og eftir 10 mínútna leik var staðan 1-6, lærisveinum Guðmundar í vil. Þrjú þessara marka komu eftir hraðaupphlaup en Danir voru sem fyrr duglegir að keyra í bakið á íslenska liðinu sem átti afar erfitt uppdráttar í sóknarleiknum. Danska vörnin var sterk og fyrir aftan hana varði Jannick Green vel. Íslenska vörnin var hins vegar götótt og fyrir vikið átti Björgvin Páll Gústavsson erfitt uppdráttar í markinu. Danir komust í 2-8 og 3-9 en þá kom frábær kafli hjá íslenska liðinu sem skoraði fjögur mörk í röð og minnkaði muninn í tvö mörk, 7-9. Þrjú þessara marka komu eftir hraðaupphlaup en þau voru frábær hjá Íslandi í kvöld og skiluðu alls 10 mörkum. Guðmundi var ekki skemmt og tók leikhlé. Eftir það skoruðu Danir fimm mörk gegn einu og komust aftur sex mörkum yfir, 8-14. Michael Damgaard var öflugur á þessum kafla en íslensku varnarmennirnir réðu lítið við þennan mikla markaskorara. En íslensku strákarnir lögðu ekki árar í bát og unnu síðustu sex mínútur fyrri hálfleiks 4-1 og því munaði þremur mörkum á liðunum í hálfleik, 12-15. Íslenska liðið hélt uppteknum hætti í byrjun seinni hálfleiks, skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum hans og minnkaði muninn í eitt mark, 15-16. Danir gáfu þá aftur í og juku muninn í þrjú mörk. Sem fyrr gafst íslenska liðið ekki upp og þegar 16 mínútur voru til leiksloka minnkaði Arnór Atlason muninn í eitt mark, 21-22. En þá skildu leiðir. Guðmundur tók leikhlé og líkt og í fyrri hálfleik hafði það góð áhrif á hans menn sem hreinlega keyrðu yfir íslensku strákana. Peter Balling Christensen kom sterkur inn í sóknina og skoraði fimm mörk á lokakaflanum og þá átti Kevin Möller frábæra innkomu í danska markið og varði átta af þeim 11 skotum sem hann fékk á sig (73%). Íslenska liðið lagði niður vopnin og Danir skoruðu hvert markið á fætur öðru. Sóknarleikurinn var striður, vörnin eins og gatasigti og markverðirnir vörðu ekki neitt. Lærisveinar Guðmundar unnu síðustu 15 mínútur leiksins 10-3 og leikinn með átta mörkum, 24-32. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur hjá Íslandi með sjö mörk en þeir Arnór Þór Gunnarsson, Róbert Gunnarsson og Rúnar Kárason komu næstir með þrjú mörk hver. Björgvin og Aron Rafn Eðvarsson vörðu samtals átta skot í íslenska markinu, þar af aðeins þrjú í seinni hálfleik. Hornamaðurinn Casper Mortensen átti frábæran leik í liði Dana og skoraði níu mörk úr 10 skotum. Balling Christensen og Damgaard komu næstir með fimm mörk hvor.
EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira