Níutíu prósent vissir um að sprengja hafi grandað vélinni sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. nóvember 2015 16:48 224 manns voru um borð í vélinni og enginn lifði af. Vísir/EPA Sérfræðingar sem rannsaka orsakir þess að rússneska farþegaþotan fórst á Sinaí-skaga á Egyptalandi um síðustu helgi segjast níutíu prósent vissir um að sprengja hafi grandað vélinni. Torkennilegt hljóð hafi heyrst á upptökum úr flugrita sem bendi til þess að um sprengju hafi verið að ræða.Fréttastofa Reuters hefur þessar upplýsingar frá ónafngreindum heimildarmanni úr rannsóknarteyminu en hingað til hafa engin afgerandi svör fengist frá rannsóknarnefndinni um ástæður þess að vélin fórst. Formaður nefndarinnar, Ayman al-Muqaddam, tilkynnti í gær að svo virtist sem vélin hafi brotnað á flugi og að einkennilegt hljóð hefði heyrst á upptökum flugrita. Hann vildi þó ekki draga neinar ályktanir um hvað raunverulega olli því að vélin hrapaði. Tvö hundruð tuttugu og fjórir létu lífið þegar vélin fórst en talið er að hryðjuverkamenn á vegum ISIS hafi grandað vélinni.Þúsundir komast ekki heim Nú eru um áttatíu þúsund rússneskir ferðamenn og tuttugu þúsund breskir ferðamenn strandaglópar í Egyptalandi eftir að stjórnvöld þessara landa ákváðu að stöðva allt áætlunarflug til landsins í lok síðustu viku. Bresk stjórnvöld byrjuðu í gær að flytja ferðamenn heim en það kann að taka nokkra daga að klára það verkefni. Þá hafa Rússar náð að flytja ellefu þúsund ferðamenn frá Egyptalandi síðasta sólarhring, en þeir hafa meðal annars notast við herflutningavélar til að ná í farangur ferðamanna. Tengdar fréttir Rússar fordæma skopmyndir í Charlie Hebdo Stjórnvöld í Rússlandi hafa fordæmt skopmyndir sem birtust í nýjasta tímariti Charlie Hebdo af flugslysinu á Sinæ skaga um síðustu helgi. 7. nóvember 2015 17:59 Telja að sprengju hafi verið komið fyrir í farangursrými vélarinnar Yfirvöld í Bretlandi segjast hafa fengið upplýsingar um að sprengjunni hafi verið komið fyrir skömmu fyrir flugtak. 6. nóvember 2015 09:57 Rannsókn á flugrita sögð styðja kenningar um sprengjuárás Fjölmiðlar í Frakklandi herma að útilokað sé að bilun eða gáleysi áhafnar hafi orðið til þess að vélin KGL9268 fórst. 6. nóvember 2015 17:33 Bretar hætta flugi yfir Sínaí Rússar og Egyptar segja viðbrögð Breta óþarflega harkaleg. Bíða eigi niðurstöðu rannsóknar áður en ályktanir eru dregnar um hrap farþegavélar yfir Sínaískaga um síðustu helgi. 224 fórust með flugvélinni. 6. nóvember 2015 07:00 Putin stöðvar flug til Egyptalands Flugferðirnar muni ekki hefjast að nýju fyrr en ljóst er hvers vegna flugvélin fórst. 6. nóvember 2015 16:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira
Sérfræðingar sem rannsaka orsakir þess að rússneska farþegaþotan fórst á Sinaí-skaga á Egyptalandi um síðustu helgi segjast níutíu prósent vissir um að sprengja hafi grandað vélinni. Torkennilegt hljóð hafi heyrst á upptökum úr flugrita sem bendi til þess að um sprengju hafi verið að ræða.Fréttastofa Reuters hefur þessar upplýsingar frá ónafngreindum heimildarmanni úr rannsóknarteyminu en hingað til hafa engin afgerandi svör fengist frá rannsóknarnefndinni um ástæður þess að vélin fórst. Formaður nefndarinnar, Ayman al-Muqaddam, tilkynnti í gær að svo virtist sem vélin hafi brotnað á flugi og að einkennilegt hljóð hefði heyrst á upptökum flugrita. Hann vildi þó ekki draga neinar ályktanir um hvað raunverulega olli því að vélin hrapaði. Tvö hundruð tuttugu og fjórir létu lífið þegar vélin fórst en talið er að hryðjuverkamenn á vegum ISIS hafi grandað vélinni.Þúsundir komast ekki heim Nú eru um áttatíu þúsund rússneskir ferðamenn og tuttugu þúsund breskir ferðamenn strandaglópar í Egyptalandi eftir að stjórnvöld þessara landa ákváðu að stöðva allt áætlunarflug til landsins í lok síðustu viku. Bresk stjórnvöld byrjuðu í gær að flytja ferðamenn heim en það kann að taka nokkra daga að klára það verkefni. Þá hafa Rússar náð að flytja ellefu þúsund ferðamenn frá Egyptalandi síðasta sólarhring, en þeir hafa meðal annars notast við herflutningavélar til að ná í farangur ferðamanna.
Tengdar fréttir Rússar fordæma skopmyndir í Charlie Hebdo Stjórnvöld í Rússlandi hafa fordæmt skopmyndir sem birtust í nýjasta tímariti Charlie Hebdo af flugslysinu á Sinæ skaga um síðustu helgi. 7. nóvember 2015 17:59 Telja að sprengju hafi verið komið fyrir í farangursrými vélarinnar Yfirvöld í Bretlandi segjast hafa fengið upplýsingar um að sprengjunni hafi verið komið fyrir skömmu fyrir flugtak. 6. nóvember 2015 09:57 Rannsókn á flugrita sögð styðja kenningar um sprengjuárás Fjölmiðlar í Frakklandi herma að útilokað sé að bilun eða gáleysi áhafnar hafi orðið til þess að vélin KGL9268 fórst. 6. nóvember 2015 17:33 Bretar hætta flugi yfir Sínaí Rússar og Egyptar segja viðbrögð Breta óþarflega harkaleg. Bíða eigi niðurstöðu rannsóknar áður en ályktanir eru dregnar um hrap farþegavélar yfir Sínaískaga um síðustu helgi. 224 fórust með flugvélinni. 6. nóvember 2015 07:00 Putin stöðvar flug til Egyptalands Flugferðirnar muni ekki hefjast að nýju fyrr en ljóst er hvers vegna flugvélin fórst. 6. nóvember 2015 16:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira
Rússar fordæma skopmyndir í Charlie Hebdo Stjórnvöld í Rússlandi hafa fordæmt skopmyndir sem birtust í nýjasta tímariti Charlie Hebdo af flugslysinu á Sinæ skaga um síðustu helgi. 7. nóvember 2015 17:59
Telja að sprengju hafi verið komið fyrir í farangursrými vélarinnar Yfirvöld í Bretlandi segjast hafa fengið upplýsingar um að sprengjunni hafi verið komið fyrir skömmu fyrir flugtak. 6. nóvember 2015 09:57
Rannsókn á flugrita sögð styðja kenningar um sprengjuárás Fjölmiðlar í Frakklandi herma að útilokað sé að bilun eða gáleysi áhafnar hafi orðið til þess að vélin KGL9268 fórst. 6. nóvember 2015 17:33
Bretar hætta flugi yfir Sínaí Rússar og Egyptar segja viðbrögð Breta óþarflega harkaleg. Bíða eigi niðurstöðu rannsóknar áður en ályktanir eru dregnar um hrap farþegavélar yfir Sínaískaga um síðustu helgi. 224 fórust með flugvélinni. 6. nóvember 2015 07:00
Putin stöðvar flug til Egyptalands Flugferðirnar muni ekki hefjast að nýju fyrr en ljóst er hvers vegna flugvélin fórst. 6. nóvember 2015 16:00