Flug Primera Air til Spánar: Sjö klukkustunda töf vegna rúðuþurrkuvandamáls Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2015 11:56 Fresta þurfti tveimur ferðum Primera Air um margar klukkustundir vegna bilunar í tveimur vélum flugfélagsins. Farþegar með Primera Air frá Íslandi til Jerez á Spáni þurftu að bíða í sjö klukkustundir eftir að lagt var í hann á sunnudagsmorgun. Ástæðan var sú að bilun kom upp í rúðuþurrkumótor. Kalla þurfti eftir nýjum mótor frá Kaupmannahöfn sem orsakaði biðina. Þetta kemur fram í svari Hrafns Þorgeirssonar, forstjóra Primera Air, við fyrirspurn Vísis. Umræddur mótor knýr áfram rúðuþurrkur flugmanns og er nauðsynlegur að sögn Hrafns. Sjö tíma seinkunin var þó minniháttar miðað við tæplega sólahringsbiðina sem varð á flugvél Primera Air sem halda átti frá Jerez til Keflavíkur í hádeginu sama dag, á sunnudaginn. Skyndileg og ófyrirséð bilun í svokölluðu stemmuröri vélarinnar varð til þess að tæplega sólarhringsseinkun varð á brottför frá Spáni. Stemmurör mælir áfallsþrýsting og breytir í hraðaupplýsingar sem lesa má af hraðamæli flugvéla.Tæplega sólarhringsfrestun varð á ferðalagi Íslendinga með Primera Air frá Spáni til Íslands í ágúst. Þeir þurftu að gista nótt á Írlandi en útlit er fyrir að þeir fái ekki bætur vegna seinkunarinnar.vísirLeigðu vél frá Portúgal Hrafn segir að farþegum hafi verið komið fyrir á hótelum og önnur flugvél frá Portúgal tekin á leigu til þess að koma farþegum heim til sín eins fljótt og auðið var. Vélin frá Portúgal lenti í Jerez klukkan 9:30 á mánudagsmorgni og voru farþegar farnir í loftið um einum og hálfum tíma síðar, þá rúmum 22 klukkustundum á eftir áætlun.„Við biðjumst að sjálfsögðu velvirðingar á óþægindum og töfum sem viðskiptavinir okkar urðu fyrir,“ segir Hrafn. Hann segir að búnaður í stemmurörinu sem bræði ís og komi þannig í veg fyrir að rörið stíflist hafi verið óvirkur. Von var á ísingu og því ekki hægt að fljúga án þess að búnaðurinn virkaði. Þar sem flugvöllurinn í Jerez er fremur lítill fannst ekki viðeigandi viðhaldsaðstaða og var vélinni því flogið án farþega til Danmerkur til viðgerðar. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar EasyJet komnir heim eftir tíu klukkustundir í flugvél Flug frá Basel átti að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan hálffimm í dag en farþegar komust loks í flugstöðina rétt eftir tíu. 10. mars 2015 22:56 „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46 Farþegar Primera Air fá ekki skaðabætur vegna seinkunar Flugfélagið segir að ástæða seinkunarinnar hafi verið óhagstæð veðurskilyrði. 1. október 2015 13:28 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
Farþegar með Primera Air frá Íslandi til Jerez á Spáni þurftu að bíða í sjö klukkustundir eftir að lagt var í hann á sunnudagsmorgun. Ástæðan var sú að bilun kom upp í rúðuþurrkumótor. Kalla þurfti eftir nýjum mótor frá Kaupmannahöfn sem orsakaði biðina. Þetta kemur fram í svari Hrafns Þorgeirssonar, forstjóra Primera Air, við fyrirspurn Vísis. Umræddur mótor knýr áfram rúðuþurrkur flugmanns og er nauðsynlegur að sögn Hrafns. Sjö tíma seinkunin var þó minniháttar miðað við tæplega sólahringsbiðina sem varð á flugvél Primera Air sem halda átti frá Jerez til Keflavíkur í hádeginu sama dag, á sunnudaginn. Skyndileg og ófyrirséð bilun í svokölluðu stemmuröri vélarinnar varð til þess að tæplega sólarhringsseinkun varð á brottför frá Spáni. Stemmurör mælir áfallsþrýsting og breytir í hraðaupplýsingar sem lesa má af hraðamæli flugvéla.Tæplega sólarhringsfrestun varð á ferðalagi Íslendinga með Primera Air frá Spáni til Íslands í ágúst. Þeir þurftu að gista nótt á Írlandi en útlit er fyrir að þeir fái ekki bætur vegna seinkunarinnar.vísirLeigðu vél frá Portúgal Hrafn segir að farþegum hafi verið komið fyrir á hótelum og önnur flugvél frá Portúgal tekin á leigu til þess að koma farþegum heim til sín eins fljótt og auðið var. Vélin frá Portúgal lenti í Jerez klukkan 9:30 á mánudagsmorgni og voru farþegar farnir í loftið um einum og hálfum tíma síðar, þá rúmum 22 klukkustundum á eftir áætlun.„Við biðjumst að sjálfsögðu velvirðingar á óþægindum og töfum sem viðskiptavinir okkar urðu fyrir,“ segir Hrafn. Hann segir að búnaður í stemmurörinu sem bræði ís og komi þannig í veg fyrir að rörið stíflist hafi verið óvirkur. Von var á ísingu og því ekki hægt að fljúga án þess að búnaðurinn virkaði. Þar sem flugvöllurinn í Jerez er fremur lítill fannst ekki viðeigandi viðhaldsaðstaða og var vélinni því flogið án farþega til Danmerkur til viðgerðar.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar EasyJet komnir heim eftir tíu klukkustundir í flugvél Flug frá Basel átti að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan hálffimm í dag en farþegar komust loks í flugstöðina rétt eftir tíu. 10. mars 2015 22:56 „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46 Farþegar Primera Air fá ekki skaðabætur vegna seinkunar Flugfélagið segir að ástæða seinkunarinnar hafi verið óhagstæð veðurskilyrði. 1. október 2015 13:28 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
Farþegar EasyJet komnir heim eftir tíu klukkustundir í flugvél Flug frá Basel átti að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan hálffimm í dag en farþegar komust loks í flugstöðina rétt eftir tíu. 10. mars 2015 22:56
„Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46
Farþegar Primera Air fá ekki skaðabætur vegna seinkunar Flugfélagið segir að ástæða seinkunarinnar hafi verið óhagstæð veðurskilyrði. 1. október 2015 13:28