Á hálum ís Stjórnarmaðurinn skrifar 21. október 2015 10:30 Áhugavert var að horfa á viðtöl við lögmennina Kristínu Edwald og Brynjar Níelsson á Stöð 2. Þau ræddu dómsniðurstöður Hæstaréttar í svokölluðum hrunmálum, nú síðast í Ímonmálinu. Þar voru þrír fyrrum stjórnendur Landsbankans dæmdir til langrar fangelsisvistar, þrátt fyrir að héraðsdómur hefði áður sýknað. Lögmennirnir voru sammála um að vinnubrögð Hæstaréttar í hrunmálum væru gagnrýniverð. Svo virtist sem minni sönnunarkröfur væru gerðar til ákæruvaldsins í þeim málum en öðrum, engu líkara en að sönnunarbyrðinni hefði verið snúið frá því aldagamla viðmiði að sakaðir menn teldust saklausir uns sekt er sönnuð. Kristín nefndi Ímonmálið. Þar hefðu stjórnendur farið að lánareglum bankans en þó verið sakfelldir á grundvelli „óskráðra reglna“. Þar væri rétturinn að brjóta gegn öðru lögmáli, að þessu sinni um skýrleika refsiheimilda, en í því felst að fólk eigi kost á að kynna sér þær reglur sem gilda hverju sinni. Brynjar nefndi Al-Thani málið, en þar bjó Hæstiréttur til nýjan dóm, og byggði niðurstöðu sína í engu á héraðsdómi í sama máli. Það hefði orðið til þess að sakborningur hefðu í raun ekki hlotið áheyrn á tveimur dómsstigum eins og reglur um áfrýjun eigi að tryggja. Bæði voru sammála um að Hæstiréttur væri á hættulegri braut, og litlar líkur væru á að dómsúrlausnir sem þessar stæðust tímans tönn. Létu þau að liggja að það væri viðleitni réttarins til að sefa reiði almennings sem réði för frekar en gildandi lög. Þau ræddu skipun Hæstaréttardómara. Bæði lýstu þau ánægju með skipan Karls Axelssonar, einkum vegna reynslu hans úr lögmennsku og af viðskiptalífinu, en slíkri þekkingu hefði hingað til verið áfátt. Stutt skoðun á bakgrunni dómara á vefsíðu réttarins bendir til að þarna hitti þau naglann á höfuðið. Í Hæstarétti situr einsleitt fólk með samskonar bakgrunn (og af sama kyni). Þar virðist vera bæði skortur á alþjóðlegri reynslu og praktískri reynslu úr viðskiptalífinu. Er nema von að furðulegar úrlausnir geri vart við sig þegar viðfangsefnið er jafn framandi og viðskiptalífið virðist hæstaréttardómurunum? Nema náttúrulega að tilgangurinn sé að sefa reiði almennings?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sjá meira
Áhugavert var að horfa á viðtöl við lögmennina Kristínu Edwald og Brynjar Níelsson á Stöð 2. Þau ræddu dómsniðurstöður Hæstaréttar í svokölluðum hrunmálum, nú síðast í Ímonmálinu. Þar voru þrír fyrrum stjórnendur Landsbankans dæmdir til langrar fangelsisvistar, þrátt fyrir að héraðsdómur hefði áður sýknað. Lögmennirnir voru sammála um að vinnubrögð Hæstaréttar í hrunmálum væru gagnrýniverð. Svo virtist sem minni sönnunarkröfur væru gerðar til ákæruvaldsins í þeim málum en öðrum, engu líkara en að sönnunarbyrðinni hefði verið snúið frá því aldagamla viðmiði að sakaðir menn teldust saklausir uns sekt er sönnuð. Kristín nefndi Ímonmálið. Þar hefðu stjórnendur farið að lánareglum bankans en þó verið sakfelldir á grundvelli „óskráðra reglna“. Þar væri rétturinn að brjóta gegn öðru lögmáli, að þessu sinni um skýrleika refsiheimilda, en í því felst að fólk eigi kost á að kynna sér þær reglur sem gilda hverju sinni. Brynjar nefndi Al-Thani málið, en þar bjó Hæstiréttur til nýjan dóm, og byggði niðurstöðu sína í engu á héraðsdómi í sama máli. Það hefði orðið til þess að sakborningur hefðu í raun ekki hlotið áheyrn á tveimur dómsstigum eins og reglur um áfrýjun eigi að tryggja. Bæði voru sammála um að Hæstiréttur væri á hættulegri braut, og litlar líkur væru á að dómsúrlausnir sem þessar stæðust tímans tönn. Létu þau að liggja að það væri viðleitni réttarins til að sefa reiði almennings sem réði för frekar en gildandi lög. Þau ræddu skipun Hæstaréttardómara. Bæði lýstu þau ánægju með skipan Karls Axelssonar, einkum vegna reynslu hans úr lögmennsku og af viðskiptalífinu, en slíkri þekkingu hefði hingað til verið áfátt. Stutt skoðun á bakgrunni dómara á vefsíðu réttarins bendir til að þarna hitti þau naglann á höfuðið. Í Hæstarétti situr einsleitt fólk með samskonar bakgrunn (og af sama kyni). Þar virðist vera bæði skortur á alþjóðlegri reynslu og praktískri reynslu úr viðskiptalífinu. Er nema von að furðulegar úrlausnir geri vart við sig þegar viðfangsefnið er jafn framandi og viðskiptalífið virðist hæstaréttardómurunum? Nema náttúrulega að tilgangurinn sé að sefa reiði almennings?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sjá meira