Kevin De Bruyne hetja City-manna | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2015 20:45 Kevin De Bruyne fagnar sigurmarki sínu. Vísir/Getty Kevin De Bruyne tryggði Manchester City 2-1 sigur á Sevilla í Meistaradeildinni í kvöld en hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Leikmenn Manchester City gátu þakkað fyrir að vera ekki búnir að fá á sig fleiri en eitt mark þegar kom fram í uppbótartíma leiksins en sigurinn þýðir að liðið er komið með sex stig eftir þrjá leiki og er í góðri stöðu í D-riðlinum. Manchester City byrjaði leikinn ágætlega, Jesús Navas átti flott langskot rétt framhjá á 9. mínútu og aðeins mínútu síðar hitti Wilfried Bony boltann illa á miðjum teignum eftir fyrirgjöf frá Kevin de Bruyne. Yevhen Konoplyanka komst nálægt því að koma Sevilla yfir á 17. mínútu þegar hann tók aukaspyrnu útaf kanti og reyndi að skora hjá Joe Hart. Skot Konoplyanka small í stönginni en Hart náði að verja vel í frákastinu. Yaya Toure átti gott skot á 22. mínútu en boltinn fór rétt yfir markið eftir að hafa haft viðkomu í varnarmanni. Sevilla var samt betra liðið í fyrri hálfleiknum og skapaði sér fleiri færi. Joe Hart varði vel frá Yevhen Konoplyanka á 27. mínútu en hann kom engum vörnum við þremur mínútum síðar þegar Yevhen Konoplyanka kom Sevilla yfir í 1-0 eftir góða sókn. Manchester City var aðeins sex mínútum að jafna metin. Wilfried Bony fagnaðí markinu eins og það væri hans en markið verður skráð sem sjálfsmark Adil Rami. Yaya Toure gerði frábærlega í að labba í gegnum Sevilla-vörnina í aðdraganda marksins. Sevilla fékk fín færi í seinni hálfleiknum til að komast yfir, fyrst skallaði Kévin Gameiro boltann fyir á 55. mínútu og svo fékk hann aftur gott færi á 69. mínútu en mistókst aftur að nýta sér úrvalsstöðu í teignum. City-menn sluppu aftur með skrekkinn á 75. mínútu þegar varamaðurinn Michael Krohn-Dehli var sentímetrum frá því að koma spænska liðinu yfir. Kevin De Bruyne gerði hinsvegar út um leikinn á fyrstu mínútu uppbótartímans þegar hann skoraði sigurmarkið eftir stoðsendingu frá Yaya Touré. City-menn fögnuðu vel enda gæti þetta verið eitt mikilvægasta mark liðsins í Meistaradeildinni í vetur.Yevhen Konoplyanka skorar á móti Man. City Manchester City jafnar á móti Sevilla Sigurmark Kevin De Bruyne Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Sjá meira
Kevin De Bruyne tryggði Manchester City 2-1 sigur á Sevilla í Meistaradeildinni í kvöld en hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Leikmenn Manchester City gátu þakkað fyrir að vera ekki búnir að fá á sig fleiri en eitt mark þegar kom fram í uppbótartíma leiksins en sigurinn þýðir að liðið er komið með sex stig eftir þrjá leiki og er í góðri stöðu í D-riðlinum. Manchester City byrjaði leikinn ágætlega, Jesús Navas átti flott langskot rétt framhjá á 9. mínútu og aðeins mínútu síðar hitti Wilfried Bony boltann illa á miðjum teignum eftir fyrirgjöf frá Kevin de Bruyne. Yevhen Konoplyanka komst nálægt því að koma Sevilla yfir á 17. mínútu þegar hann tók aukaspyrnu útaf kanti og reyndi að skora hjá Joe Hart. Skot Konoplyanka small í stönginni en Hart náði að verja vel í frákastinu. Yaya Toure átti gott skot á 22. mínútu en boltinn fór rétt yfir markið eftir að hafa haft viðkomu í varnarmanni. Sevilla var samt betra liðið í fyrri hálfleiknum og skapaði sér fleiri færi. Joe Hart varði vel frá Yevhen Konoplyanka á 27. mínútu en hann kom engum vörnum við þremur mínútum síðar þegar Yevhen Konoplyanka kom Sevilla yfir í 1-0 eftir góða sókn. Manchester City var aðeins sex mínútum að jafna metin. Wilfried Bony fagnaðí markinu eins og það væri hans en markið verður skráð sem sjálfsmark Adil Rami. Yaya Toure gerði frábærlega í að labba í gegnum Sevilla-vörnina í aðdraganda marksins. Sevilla fékk fín færi í seinni hálfleiknum til að komast yfir, fyrst skallaði Kévin Gameiro boltann fyir á 55. mínútu og svo fékk hann aftur gott færi á 69. mínútu en mistókst aftur að nýta sér úrvalsstöðu í teignum. City-menn sluppu aftur með skrekkinn á 75. mínútu þegar varamaðurinn Michael Krohn-Dehli var sentímetrum frá því að koma spænska liðinu yfir. Kevin De Bruyne gerði hinsvegar út um leikinn á fyrstu mínútu uppbótartímans þegar hann skoraði sigurmarkið eftir stoðsendingu frá Yaya Touré. City-menn fögnuðu vel enda gæti þetta verið eitt mikilvægasta mark liðsins í Meistaradeildinni í vetur.Yevhen Konoplyanka skorar á móti Man. City Manchester City jafnar á móti Sevilla Sigurmark Kevin De Bruyne
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Sjá meira