Fleiri hælisleitendur frá Albaníu en Sýrlandi Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 21. október 2015 19:11 Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að mál albönsku fjölskyldunnar þurfi að fá sína meðferð í kerfinu. Málefni einstaklinga í hópi innflytjenda eigi ekki að vera á borði stjórnmálamanna. Það hafi verið markmiðið með því að setja á stofn kærunefnd. Kristínu Völundardóttur forstjóra Útlendingastofnunar voru í dag afhentar tíu þúsund undirskriftir fólks sem vill að albanska fjölskyldan sem fjallað hefur verið um í fréttum fái að setjast hér að. Fólkið þykir ekki uppfylla skilyrði fyrir pólitísku hæli. Úrskurðurinn hefur verið kærður til sérstakrar úrskurðarnefndar sem á eftir að fjalla um málið. Illugi Jökulsson rithöfundur safnaði undirskriftunum á Facebook og segir að ef svo margir gátu skrifað undir á þremur dögum, hljóti þetta að vera mistök.Uppfylla ekki skilyrði um pólitískt hæli Forstjóri Útlendingastofnunar hefur sagt að fjölskyldan uppfylli ekki skilyrði um hæli og ekki megi veita undanþágur sem hægt sé að vísa til. Þá gætum við staðið frammi fyrir því að öll albanska þjóðin settist hér að. En skýtur það ekki skökku við að halda því annars vegar fram að Albanía sé friðsælt lýðræðisríki sem hlúi að mannréttindum þegnanna og og hins vegar að ef það sé opnuð glufa einhvers staðar komi öll albanska þjóðin og vilji setjast að? Ólöf Nordal svarar því til að Albanir uppfylli ekki skilyrði fyrir hæli samkvæmt þeim reglum sem í gildi eru. Það sé ekki hægt að tala um hælisleitendur frá Sýrlandi og Albaníu í sama orði. Hún segir að það komi mikið á óvart að í miðju umrótinu séu enn fleiri hælisleitendur frá Albaníu en stríðshrjáðum svæðum. Flóttamenn Tengdar fréttir „Ef fólki blöskrar þá finnst mér að opinberar stofnanir eigi að leggja við eyrun“ Illugi Jökulsson afhenti Útlendingastofnun tíu þúsund undirskriftir í morgun. 21. október 2015 14:00 Útlendingastofnun útskýrir sérstaklega hælismál Albana "Rétt er að taka fram að hvert mál er rannsakaða sérstaklega, bæði varðandi persónulegar aðstæður viðkomandi heima fyrir og almennar aðstæður þar.“ 20. október 2015 15:31 Nær útilokað að Telati- fjölskyldan fái hér hæli Erfitt getur verið fyrir fólk frá Albaníu að fá dvalarleyfi vegna atvinnu hér á landi. Lögfræðingur með sérhæfingu í málefnum útlendinga telur dvalarleyfi af mannúðarástæðum bestu lausnina fyrir Telati-fjölskylduna. 21. október 2015 07:00 Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31 Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að mál albönsku fjölskyldunnar þurfi að fá sína meðferð í kerfinu. Málefni einstaklinga í hópi innflytjenda eigi ekki að vera á borði stjórnmálamanna. Það hafi verið markmiðið með því að setja á stofn kærunefnd. Kristínu Völundardóttur forstjóra Útlendingastofnunar voru í dag afhentar tíu þúsund undirskriftir fólks sem vill að albanska fjölskyldan sem fjallað hefur verið um í fréttum fái að setjast hér að. Fólkið þykir ekki uppfylla skilyrði fyrir pólitísku hæli. Úrskurðurinn hefur verið kærður til sérstakrar úrskurðarnefndar sem á eftir að fjalla um málið. Illugi Jökulsson rithöfundur safnaði undirskriftunum á Facebook og segir að ef svo margir gátu skrifað undir á þremur dögum, hljóti þetta að vera mistök.Uppfylla ekki skilyrði um pólitískt hæli Forstjóri Útlendingastofnunar hefur sagt að fjölskyldan uppfylli ekki skilyrði um hæli og ekki megi veita undanþágur sem hægt sé að vísa til. Þá gætum við staðið frammi fyrir því að öll albanska þjóðin settist hér að. En skýtur það ekki skökku við að halda því annars vegar fram að Albanía sé friðsælt lýðræðisríki sem hlúi að mannréttindum þegnanna og og hins vegar að ef það sé opnuð glufa einhvers staðar komi öll albanska þjóðin og vilji setjast að? Ólöf Nordal svarar því til að Albanir uppfylli ekki skilyrði fyrir hæli samkvæmt þeim reglum sem í gildi eru. Það sé ekki hægt að tala um hælisleitendur frá Sýrlandi og Albaníu í sama orði. Hún segir að það komi mikið á óvart að í miðju umrótinu séu enn fleiri hælisleitendur frá Albaníu en stríðshrjáðum svæðum.
Flóttamenn Tengdar fréttir „Ef fólki blöskrar þá finnst mér að opinberar stofnanir eigi að leggja við eyrun“ Illugi Jökulsson afhenti Útlendingastofnun tíu þúsund undirskriftir í morgun. 21. október 2015 14:00 Útlendingastofnun útskýrir sérstaklega hælismál Albana "Rétt er að taka fram að hvert mál er rannsakaða sérstaklega, bæði varðandi persónulegar aðstæður viðkomandi heima fyrir og almennar aðstæður þar.“ 20. október 2015 15:31 Nær útilokað að Telati- fjölskyldan fái hér hæli Erfitt getur verið fyrir fólk frá Albaníu að fá dvalarleyfi vegna atvinnu hér á landi. Lögfræðingur með sérhæfingu í málefnum útlendinga telur dvalarleyfi af mannúðarástæðum bestu lausnina fyrir Telati-fjölskylduna. 21. október 2015 07:00 Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31 Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
„Ef fólki blöskrar þá finnst mér að opinberar stofnanir eigi að leggja við eyrun“ Illugi Jökulsson afhenti Útlendingastofnun tíu þúsund undirskriftir í morgun. 21. október 2015 14:00
Útlendingastofnun útskýrir sérstaklega hælismál Albana "Rétt er að taka fram að hvert mál er rannsakaða sérstaklega, bæði varðandi persónulegar aðstæður viðkomandi heima fyrir og almennar aðstæður þar.“ 20. október 2015 15:31
Nær útilokað að Telati- fjölskyldan fái hér hæli Erfitt getur verið fyrir fólk frá Albaníu að fá dvalarleyfi vegna atvinnu hér á landi. Lögfræðingur með sérhæfingu í málefnum útlendinga telur dvalarleyfi af mannúðarástæðum bestu lausnina fyrir Telati-fjölskylduna. 21. október 2015 07:00
Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31