Hillary svarar fyrir árásina í Bengasí: „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst“ Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. október 2015 09:00 Hillary Clinton sat fyrir svörum hjá bandarískri þingnefnd í gær. Nordicphotos/AFP Hillary Clinton sat fyrir svörum hjá bandarískri þingnefnd í gær, þar sem hún var spurð í þaula út í árásina á bandarískan sendiherrabústað í Bengasí í Líbíu haustið 2012. Sendiherrann, sem hét J. Christopher Stevens, lét lífið í árásinni ásamt þremur öðrum Bandaríkjamönnum. Repúblikanar hafa ítrekað gagnrýnt Clinton, sem nú sækist eftir að verða forsetaefni Demókrataflokksins, vegna þessarar árásar. Hún er sögð hafa sem þáverandi utanríkisráðherra staðið rangt að ýmsu, bæði í aðdraganda og eftirmálum árásarinnar. Gagnrýnin hefur ekki síst beinst að því að öryggi sendiherrans hafi ekki verið tryggt betur, ekki síst þar sem sendiherrann sjálfur hafi óskað eftir því. Sjálf svarar hún því til að eðlilegt sé að reikna með því að bandarískir sendifulltrúar og sendiráðsstarfsfólk taki stundum áhættu. „Bandaríkin þurfa að hafa forystu í hættulegum heimi og sendifulltrúar okkar þurfa að halda áfram að koma fram fyrir okkar hönd á hættulegum stöðum,“ sagði hún, og bætti því við að þegar Bandaríkin halda sig fjarri þá hafi það afleiðingar. Hún segir sendiherrann vissulega hafa óskað eftir ýmsum umbótum, þar á meðal að öryggismál yrðu lagfærð. Hann hafi hins vegar aldrei sagt við starfsfólk utanríkisráðuneytisins að ástandið væri svo slæmt að hann gæti ekki starfað þarna lengur. Auk þess hafi það ekki verið í sínum verkahring að tryggja öryggi sendiherrans, heldur séu sérfræðingar Bandaríkjanna í öryggismálum látnir sjá um þau mál. „Þeir hafa haldið Bandaríkjamönnum öruggum í tveimur styrjöldum og mörgum virkilega skelfilegum aðstæðum,“ sagði hún við repúblikanann Lynn Westmoreland, sem á sæti í þingnefndinni og spurði út í þessu mál. „Ég hef treyst þeim fyrir lífi mínu, þú hefur treyst þeim fyrir þínu.“ Hún sagði að hlutverk sendiherrans á þessum tíma hafa fyrst og fremst verið fólgið í því að kanna aðstæður í landinu og athuga hverju Bandaríkin gætu komið til leiðar þar. Þetta var tæpu ári eftir að Moammar Gaddafí hafði verið steypt af stóli og hann síðan drepinn. Stuttu áður hafði verið kosið þing í landinu, en ástandið var að byrja að snúast upp í þá upplausn, sem enn ríkir þar. Þá notaði Clinton tækifærið og kom inn á umræðuna um tölvupósta sína þegar hún var spurð hvers vegna ekkert kæmi fram í þeim um eftirköst atburðanna í Bengasí. „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst,“ sagði hún. Hún hafi verið á stöðugum fundum í utanríkisráðuneytinu og lítinn tíma haft til að senda nánasta samstarfsfólki sínu tölvupóst. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Sjá meira
Hillary Clinton sat fyrir svörum hjá bandarískri þingnefnd í gær, þar sem hún var spurð í þaula út í árásina á bandarískan sendiherrabústað í Bengasí í Líbíu haustið 2012. Sendiherrann, sem hét J. Christopher Stevens, lét lífið í árásinni ásamt þremur öðrum Bandaríkjamönnum. Repúblikanar hafa ítrekað gagnrýnt Clinton, sem nú sækist eftir að verða forsetaefni Demókrataflokksins, vegna þessarar árásar. Hún er sögð hafa sem þáverandi utanríkisráðherra staðið rangt að ýmsu, bæði í aðdraganda og eftirmálum árásarinnar. Gagnrýnin hefur ekki síst beinst að því að öryggi sendiherrans hafi ekki verið tryggt betur, ekki síst þar sem sendiherrann sjálfur hafi óskað eftir því. Sjálf svarar hún því til að eðlilegt sé að reikna með því að bandarískir sendifulltrúar og sendiráðsstarfsfólk taki stundum áhættu. „Bandaríkin þurfa að hafa forystu í hættulegum heimi og sendifulltrúar okkar þurfa að halda áfram að koma fram fyrir okkar hönd á hættulegum stöðum,“ sagði hún, og bætti því við að þegar Bandaríkin halda sig fjarri þá hafi það afleiðingar. Hún segir sendiherrann vissulega hafa óskað eftir ýmsum umbótum, þar á meðal að öryggismál yrðu lagfærð. Hann hafi hins vegar aldrei sagt við starfsfólk utanríkisráðuneytisins að ástandið væri svo slæmt að hann gæti ekki starfað þarna lengur. Auk þess hafi það ekki verið í sínum verkahring að tryggja öryggi sendiherrans, heldur séu sérfræðingar Bandaríkjanna í öryggismálum látnir sjá um þau mál. „Þeir hafa haldið Bandaríkjamönnum öruggum í tveimur styrjöldum og mörgum virkilega skelfilegum aðstæðum,“ sagði hún við repúblikanann Lynn Westmoreland, sem á sæti í þingnefndinni og spurði út í þessu mál. „Ég hef treyst þeim fyrir lífi mínu, þú hefur treyst þeim fyrir þínu.“ Hún sagði að hlutverk sendiherrans á þessum tíma hafa fyrst og fremst verið fólgið í því að kanna aðstæður í landinu og athuga hverju Bandaríkin gætu komið til leiðar þar. Þetta var tæpu ári eftir að Moammar Gaddafí hafði verið steypt af stóli og hann síðan drepinn. Stuttu áður hafði verið kosið þing í landinu, en ástandið var að byrja að snúast upp í þá upplausn, sem enn ríkir þar. Þá notaði Clinton tækifærið og kom inn á umræðuna um tölvupósta sína þegar hún var spurð hvers vegna ekkert kæmi fram í þeim um eftirköst atburðanna í Bengasí. „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst,“ sagði hún. Hún hafi verið á stöðugum fundum í utanríkisráðuneytinu og lítinn tíma haft til að senda nánasta samstarfsfólki sínu tölvupóst.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Sjá meira