Ísland í dag: „Beauty is pain“ Bjarki Ármannsson skrifar 26. október 2015 21:12 Ísland í dag kannaði í þætti kvöldsins svokölluð „Waist Trainer“ lífstykki, sem njóta nokkurra vinsælda meðal ungra kvenna um þessar mundir, meðal annars á Íslandi. Lífstykkin herða verulega að og eru ekki með öllu hættulaus, í það minnsta ekki ef þau eru notuð of mikið. Þrátt fyrir það mæla fegurðardrottningar á borð við hina bandarísku Kim Kardashian óspart með græjunni. Lína Birgitta Sigurðardóttir bloggari segist fyrst og fremst nota lífstykkið í líkamsræktinni, þar sem það styður við bakið í æfingum á borð við hnébeygjur. „Plús það að líkamsstaðan verður mun fallegri af því að þú getur ekki verið hokin, eins og maður er svo oft,“ segir Lína. Hún segir allt gott í hófi og mælir með því að nota lífstykkin en ekki allan sólarhringinn, líkt og sumir geri. „Væntanlega fokkar þetta aðeins upp í andardrættinum á þér, en svo einhvernvegin venst þetta,“ segir hún. „Eins og einhver sagði, „Beauty is pain.““ Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi Blush.is, segir lýtalækninn sinn hafa mælt með notkun einhvers konar aðhaldsflíkur eftir að hún fór í svokallaða svuntuaðgerð hjá honum fyrir um tveimur mánuðum. Hún segir föt falla betur að líkamanum þegar hún klæðist stykkinu, þó hún telji það ekki nauðsynlegt. „Ég er ekki í þessu til að minnka mittið,“ segir Gerður. „Ég nota þetta bara sem svona aðhaldsflík. Þetta verkjar ekki og ég er ekki alveg að strekkja þetta utan um mig. Ég hef rými til að anda og hef ennþá matarlyst,“ segir hún og hlær. Í þættinum var einnig rætt við Höllu Fróðadóttur lýtalækni sem segir stykkin ekki breyta mittismálinu til frambúðar. „Þú færð þennan stundaglasvöxt á meðan þú ert í því, þetta er eins og hver annar aðhaldsfatnaður,“ segir Halla. „Ef þú ert með mjög stýft belti, þá getur þrýstingurinn verið það mikill á kviðinn og kviðarholið að þindin getur ekki starfað eins og hún á að gera. Þá nærðu ekki að anda almennilega og ef þú ert með allt of reyrt þá getur hreinlega liðið yfir þig.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland í dag Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira
Ísland í dag kannaði í þætti kvöldsins svokölluð „Waist Trainer“ lífstykki, sem njóta nokkurra vinsælda meðal ungra kvenna um þessar mundir, meðal annars á Íslandi. Lífstykkin herða verulega að og eru ekki með öllu hættulaus, í það minnsta ekki ef þau eru notuð of mikið. Þrátt fyrir það mæla fegurðardrottningar á borð við hina bandarísku Kim Kardashian óspart með græjunni. Lína Birgitta Sigurðardóttir bloggari segist fyrst og fremst nota lífstykkið í líkamsræktinni, þar sem það styður við bakið í æfingum á borð við hnébeygjur. „Plús það að líkamsstaðan verður mun fallegri af því að þú getur ekki verið hokin, eins og maður er svo oft,“ segir Lína. Hún segir allt gott í hófi og mælir með því að nota lífstykkin en ekki allan sólarhringinn, líkt og sumir geri. „Væntanlega fokkar þetta aðeins upp í andardrættinum á þér, en svo einhvernvegin venst þetta,“ segir hún. „Eins og einhver sagði, „Beauty is pain.““ Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi Blush.is, segir lýtalækninn sinn hafa mælt með notkun einhvers konar aðhaldsflíkur eftir að hún fór í svokallaða svuntuaðgerð hjá honum fyrir um tveimur mánuðum. Hún segir föt falla betur að líkamanum þegar hún klæðist stykkinu, þó hún telji það ekki nauðsynlegt. „Ég er ekki í þessu til að minnka mittið,“ segir Gerður. „Ég nota þetta bara sem svona aðhaldsflík. Þetta verkjar ekki og ég er ekki alveg að strekkja þetta utan um mig. Ég hef rými til að anda og hef ennþá matarlyst,“ segir hún og hlær. Í þættinum var einnig rætt við Höllu Fróðadóttur lýtalækni sem segir stykkin ekki breyta mittismálinu til frambúðar. „Þú færð þennan stundaglasvöxt á meðan þú ert í því, þetta er eins og hver annar aðhaldsfatnaður,“ segir Halla. „Ef þú ert með mjög stýft belti, þá getur þrýstingurinn verið það mikill á kviðinn og kviðarholið að þindin getur ekki starfað eins og hún á að gera. Þá nærðu ekki að anda almennilega og ef þú ert með allt of reyrt þá getur hreinlega liðið yfir þig.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Ísland í dag Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira