Félagsráðgjafi á LSH lak upplýsingunum Snærós Sindradóttir skrifar 27. október 2015 06:00 Hao Van Do og Thi Thuy Nguyen ásamt dóttur þeirra, Söndru. Thuy hefur nú fengið landvistarleyfi, sex dögum eftir að umfjöllun Fréttablaðsins um málið hófst. Fréttablaðið/Vilhelm Það var félagsráðgjafi á Landspítalanum sem lak upplýsingum um víetnömsku hjónin Thi Thuy Nguyen og Hao Van Do til Útlendingastofnunar. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að þetta komi fram í dagbókarfærslu stofnunarinnar. Útlendingastofnun óskaði eftir lögreglurannsókn á hjónabandinu þann 4. desember á síðasta ári, tæpu ári eftir að Thuy og Hao gengu í hjúskap og þremur mánuðum eftir að þeim fæddist dóttirin Sandra. Stofnunin grunaði hjónin um málamyndahjúskap. Þá hafði Útlendingastofnun ekki boðað hjónin í viðtal um hagi þeirra. Ósk stofnunarinnar til lögreglu byggðist meðal annars á upplýsingum frá Landspítalanum um að Thuy væri ung og barnaleg en maður hennar, Hao, óframfærinn.„Að sögn umbjóðanda míns hittu þau hjónin félagsráðgjafa hjá Landspítalanum í tengslum við meðgöngu og fæðingu dóttur þeirra. Sá ráðgjafi hlýtur að hafa lekið upplýsingum til Útlendingastofnunar,“ segir Björg Valgeirsdóttir, lögmaður hjónanna. Að sögn hjónanna Thuy og Hao hittu þau félagsráðgjafann eftir fæðingu dóttur þeirra, meðal annars til að greiða úr því hver skyldi bera kostnað af fæðingunni. Í máli þeirra hjóna kom fram að Thuy væri með dvalarleyfisumsókn í ferli, auk þess sem Hao hefur varanlegt dvalarleyfi hér á landi. Því ættu hjónin ekki að þurfa að borga fyrir fæðingu barnsins. „Svo virðist að í kjölfarið hafi þetta símtal til Útlendingastofnunar átt sér stað þar sem upplýsingunum var lekið.“ Hjónin fengu ríflega 265 þúsund króna reikning eftir fæðingu barns síns, tæpu ári eftir að það fæddist. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu þann 21. október síðastliðinn. Þá beið Thuy eftir landvistarleyfi sem hafði frestast vegna gruns stofnunarinnar um að um málamyndahjúskap væri að ræða. Í gær, sex dögum eftir að umfjöllun hófst, bárust svo þær fregnir að landvistarleyfið væri í höfn. Búist er við því að Thuy skrifi undir pappíra þess efnis í dag. „Það er dapurlegt að hugsa til þess að málið hafi dregist í allan þennan tíma og að ekki hafi fengist skorið úr um réttindi umbjóðanda míns fyrr en í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla um stöðu mála undanfarna daga,“ segir Björg. Thuy og Hao hafa tekið ákvörðun um að kæra leka Landspítalans til Persónuverndar. Á spítalanum er málið til skoðunar og litið alvarlegum augum að sögn Guðnýjar Helgu Herbertsdóttur upplýsingafulltrúa. Flóttamenn Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Það var félagsráðgjafi á Landspítalanum sem lak upplýsingum um víetnömsku hjónin Thi Thuy Nguyen og Hao Van Do til Útlendingastofnunar. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að þetta komi fram í dagbókarfærslu stofnunarinnar. Útlendingastofnun óskaði eftir lögreglurannsókn á hjónabandinu þann 4. desember á síðasta ári, tæpu ári eftir að Thuy og Hao gengu í hjúskap og þremur mánuðum eftir að þeim fæddist dóttirin Sandra. Stofnunin grunaði hjónin um málamyndahjúskap. Þá hafði Útlendingastofnun ekki boðað hjónin í viðtal um hagi þeirra. Ósk stofnunarinnar til lögreglu byggðist meðal annars á upplýsingum frá Landspítalanum um að Thuy væri ung og barnaleg en maður hennar, Hao, óframfærinn.„Að sögn umbjóðanda míns hittu þau hjónin félagsráðgjafa hjá Landspítalanum í tengslum við meðgöngu og fæðingu dóttur þeirra. Sá ráðgjafi hlýtur að hafa lekið upplýsingum til Útlendingastofnunar,“ segir Björg Valgeirsdóttir, lögmaður hjónanna. Að sögn hjónanna Thuy og Hao hittu þau félagsráðgjafann eftir fæðingu dóttur þeirra, meðal annars til að greiða úr því hver skyldi bera kostnað af fæðingunni. Í máli þeirra hjóna kom fram að Thuy væri með dvalarleyfisumsókn í ferli, auk þess sem Hao hefur varanlegt dvalarleyfi hér á landi. Því ættu hjónin ekki að þurfa að borga fyrir fæðingu barnsins. „Svo virðist að í kjölfarið hafi þetta símtal til Útlendingastofnunar átt sér stað þar sem upplýsingunum var lekið.“ Hjónin fengu ríflega 265 þúsund króna reikning eftir fæðingu barns síns, tæpu ári eftir að það fæddist. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu þann 21. október síðastliðinn. Þá beið Thuy eftir landvistarleyfi sem hafði frestast vegna gruns stofnunarinnar um að um málamyndahjúskap væri að ræða. Í gær, sex dögum eftir að umfjöllun hófst, bárust svo þær fregnir að landvistarleyfið væri í höfn. Búist er við því að Thuy skrifi undir pappíra þess efnis í dag. „Það er dapurlegt að hugsa til þess að málið hafi dregist í allan þennan tíma og að ekki hafi fengist skorið úr um réttindi umbjóðanda míns fyrr en í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla um stöðu mála undanfarna daga,“ segir Björg. Thuy og Hao hafa tekið ákvörðun um að kæra leka Landspítalans til Persónuverndar. Á spítalanum er málið til skoðunar og litið alvarlegum augum að sögn Guðnýjar Helgu Herbertsdóttur upplýsingafulltrúa.
Flóttamenn Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira