Bauð þrjátíu flóttamönnum í skemmtiferð um Reykjanesið Bjarki Ármannsson skrifar 13. október 2015 20:25 Mynd af hópnum sem fékk ókeypis ferð í dag. Mynd/Hans Guðmundsson „Maður er bara alveg með bros á vör, þetta er búið að vera skemmtilegur dagur með fólki sem hafði gaman af því að fara í þessa ferð,“ segir Hans Guðmundsson, eigandi rútufyrirtækisins iBus og fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta. Hans er tiltölulega nýkominn aftur í bæinn eftir að hafa boðið hópi þrjátíu flóttamanna í dagsferð um Reykjanesið í rútu sinni. „Fyrir svona hálfum mánuði datt mér í hug að bjóða flóttamönnum í svona dagsferð, bara hvert sem þeir vildu fara,“ segir Hans. „Af hverju ekki að gera eitthvað, leggja eitthvað af mörkum, til að stytta þessu fólki stundirnar. Mann fór nefnilega að gruna að þau væru bara í einhverjum íbúðum eða herbergjum og hefðu í raun og veru ekkert að gera. Þannig mig langaði bara að þau fengju einn dag í að gera eitthvað skemmtilegt.“ Hans segist upphaflega hafa haft Gullna hringinn í huga. Hann hafði samband við Rauða krossinn, sem tók vel í hugmyndina en vildi frekar halda sig við nærumhverfið. Úr varð dagsferð um Reykjanesið og tveir sjálfboðaliðar Rauða krossins, sem einnig eru leiðsögumenn, fóru með. Allir gáfu sína vinnu. Að sögn Hans tók ferðin um sex klukkutíma. „Við vorum náttúrulega ekkert að flýta okkur,“ segir hann. „Fyrsta stoppið var við Seltún í Krýsuvík og það kom alveg svoleiðis hellidemba. Við vorum nýbúin að segja þeim að veðrið hérna breytist á fimm mínútna fresti. Svo á næsta stoppi, og restina af ferðinni, var bara sól og blíða.“ Flóttamennirnir komu frá nokkrum löndum, meðal annars Sýrlandi. Margir í hópnum töluðu ensku og voru Hans og leiðsögumennirnir duglegir að spjalla við fólkið. Hans deildi sögunni á Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar í kvöld að sögn til þess að hvetja aðra í ferðaþjónustunni til að bjóða flóttamönnum upp á svona skemmtiferðir. „Nóg er af rútufyrirtækjum og nóg að gera hjá þeim, þannig að þau ættu að hafa efni á því. Fyrst ég gat það, ættu þau að geta það,“ segir hann og hlær. „Það eru góðir menn sem stjórna fyrirtækjunum þannig að ég sé alveg fyrir mér að þeir væru til í þetta líka.“ Flóttamenn Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
„Maður er bara alveg með bros á vör, þetta er búið að vera skemmtilegur dagur með fólki sem hafði gaman af því að fara í þessa ferð,“ segir Hans Guðmundsson, eigandi rútufyrirtækisins iBus og fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta. Hans er tiltölulega nýkominn aftur í bæinn eftir að hafa boðið hópi þrjátíu flóttamanna í dagsferð um Reykjanesið í rútu sinni. „Fyrir svona hálfum mánuði datt mér í hug að bjóða flóttamönnum í svona dagsferð, bara hvert sem þeir vildu fara,“ segir Hans. „Af hverju ekki að gera eitthvað, leggja eitthvað af mörkum, til að stytta þessu fólki stundirnar. Mann fór nefnilega að gruna að þau væru bara í einhverjum íbúðum eða herbergjum og hefðu í raun og veru ekkert að gera. Þannig mig langaði bara að þau fengju einn dag í að gera eitthvað skemmtilegt.“ Hans segist upphaflega hafa haft Gullna hringinn í huga. Hann hafði samband við Rauða krossinn, sem tók vel í hugmyndina en vildi frekar halda sig við nærumhverfið. Úr varð dagsferð um Reykjanesið og tveir sjálfboðaliðar Rauða krossins, sem einnig eru leiðsögumenn, fóru með. Allir gáfu sína vinnu. Að sögn Hans tók ferðin um sex klukkutíma. „Við vorum náttúrulega ekkert að flýta okkur,“ segir hann. „Fyrsta stoppið var við Seltún í Krýsuvík og það kom alveg svoleiðis hellidemba. Við vorum nýbúin að segja þeim að veðrið hérna breytist á fimm mínútna fresti. Svo á næsta stoppi, og restina af ferðinni, var bara sól og blíða.“ Flóttamennirnir komu frá nokkrum löndum, meðal annars Sýrlandi. Margir í hópnum töluðu ensku og voru Hans og leiðsögumennirnir duglegir að spjalla við fólkið. Hans deildi sögunni á Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar í kvöld að sögn til þess að hvetja aðra í ferðaþjónustunni til að bjóða flóttamönnum upp á svona skemmtiferðir. „Nóg er af rútufyrirtækjum og nóg að gera hjá þeim, þannig að þau ættu að hafa efni á því. Fyrst ég gat það, ættu þau að geta það,“ segir hann og hlær. „Það eru góðir menn sem stjórna fyrirtækjunum þannig að ég sé alveg fyrir mér að þeir væru til í þetta líka.“
Flóttamenn Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira