Nokkuð um verkfallsbrot í dag: Dæmi um að hjúkrunarfræðingar gangi í störf sjúkraliða sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 16. október 2015 14:04 Verkfallsverðir hafa haft í nægu að snúast frá því að verkfall SFR og sjúkraliða hófst í gær. Nokkuð hefur verið um verkfallsbrot, sem þó eru í fæstum tilvikum alvarleg. Verkfallsbrjótar gætu hins vegar þurft að súpa seiðið af því síðar meir, því tilkynnt mál fara fyrir nefnd þar sem ákvörðun verður tekin um hvort fara eigi með málið lengra. „Við erum alltaf að fá til okkar einhver tilvik. Við athugum það í kjölfarið en eins og er, er er ekkert neitt mjög stórt. Það er eitthvað um að stjórnendur ganga í störf undirmanna. Oft er það hugsunarleysi, fólk er ekki að átta sig á því að það er að ganga í störf einhverra og svo hafa aðrir starfsmenn verið fengnir til að taka yfir verkefni þeirra sem eru í verkfalli,“ segir Sólveig Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi SFR stéttarfélags. Hún segir að dæmi séu um að utanaðkomandi hafi verið fengnir í símsvörun, sem og að hjúkrunarfræðingar hafi gengið í störf sjúkraliða. „Það getur reynst flókið að fylgjast með þessu. Þetta eru svo margar stofnanir og störfin fjölbreytt. Það er reyndar skýrara með sjúkraliðastéttina, en þeir hafa verið að lenda í því að hjúkrunarfræðingar ganga í þeirra störf.“ Aðspurð segir Sólveig öll mál fara fyrir nefnd þar sem tekin verður ákvörðun um framhaldið. „Það sem við gerum er að við mætum á staðinn, tölum við fólkið og auðvitað reynum að leysa málið. En ef þetta er ítrekað þá fer þetta til lögfræðings.“ Þá segir hún verkfallsvörsluna hafa gengið vel. Töluvert sé að gera, sem og hjá undanþágunefnd.Meðfylgjandi myndir tók Pjetur Sigurðsson ljósmyndari sem fékk að fylgja verkfallsvörðunum eftir í dag.Þarna telja verkfallsverðir að um brot sé að ræða. Á miðanum kemur fram að þeir sem boðaðir séu í fyrirtöku eða viðtal séu beðnir um að bíða eftir starfsmanni í afgreiðslurými - sem eflaust er ekki á vegum SFR.Verkfallsverðir fyrir utan embætti sýslumannsins í Reykjavík.Starfsmenn í mötuneyti hjá sýslumanninum eru í verkfalli.Ýmis skjöl sem fá að bíða.Þarna telja verkfallsverðir að um verkfallsbrot sé að ræða. Á miðanum eru þeir sem boðaðir eru í fyrirtöku eða viðtal hjá Útlendingastofnun beðnir um að bíða eftir starfsmanni í afgreiðslurými - sem væntanlega er ekki á vegum SFR.vísir/pjeturVerkfallsverðir skoða hvern krók og kima.Háskóli Íslands var næstur á dagskrá.Á leið í Háskóla Íslands.Pjetur Sigurðsson ljósmyndari fylgdi tveimur hópum verkfallsvarða eftir í dag.vísir/PjeturNemendaskrá Háskóla Íslands.Nemendaskrá Háskóla Íslands.Ekki má gleyma kjallaranum.Miðstöð verkfallsvarða.Öll mál rædd í þaula. Flóttamenn Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lögreglumenn hringja sig inn veika í Leifsstöð Búast má við meiri töfum í Leifsstöð í dag en í gær, þar sem nokkrir lögregluþjónar, sem sinna landamæraeftirliti, hafa tilkynnt forföll vegna veikinda. Þetta á við um Ameríkuflugið og flug til Bretlands. 16. október 2015 07:15 Formaður SFR: Allt bendir til að næsta verkfall hefjist á mánudag Deiluaðilar settust aftur við samingaborðið í morgun. 16. október 2015 11:38 Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00 Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03 Fjölmenni við stjórnarráðið: „Sömu kjarabætur og aðrir“ Hundruð félagsmanna SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands komu saman við Stjórnarráðið í morgun og kröfðust sambærilegra kjarabóta og aðrir ríkisstarfsmenn. 16. október 2015 10:14 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Verkfallsverðir hafa haft í nægu að snúast frá því að verkfall SFR og sjúkraliða hófst í gær. Nokkuð hefur verið um verkfallsbrot, sem þó eru í fæstum tilvikum alvarleg. Verkfallsbrjótar gætu hins vegar þurft að súpa seiðið af því síðar meir, því tilkynnt mál fara fyrir nefnd þar sem ákvörðun verður tekin um hvort fara eigi með málið lengra. „Við erum alltaf að fá til okkar einhver tilvik. Við athugum það í kjölfarið en eins og er, er er ekkert neitt mjög stórt. Það er eitthvað um að stjórnendur ganga í störf undirmanna. Oft er það hugsunarleysi, fólk er ekki að átta sig á því að það er að ganga í störf einhverra og svo hafa aðrir starfsmenn verið fengnir til að taka yfir verkefni þeirra sem eru í verkfalli,“ segir Sólveig Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi SFR stéttarfélags. Hún segir að dæmi séu um að utanaðkomandi hafi verið fengnir í símsvörun, sem og að hjúkrunarfræðingar hafi gengið í störf sjúkraliða. „Það getur reynst flókið að fylgjast með þessu. Þetta eru svo margar stofnanir og störfin fjölbreytt. Það er reyndar skýrara með sjúkraliðastéttina, en þeir hafa verið að lenda í því að hjúkrunarfræðingar ganga í þeirra störf.“ Aðspurð segir Sólveig öll mál fara fyrir nefnd þar sem tekin verður ákvörðun um framhaldið. „Það sem við gerum er að við mætum á staðinn, tölum við fólkið og auðvitað reynum að leysa málið. En ef þetta er ítrekað þá fer þetta til lögfræðings.“ Þá segir hún verkfallsvörsluna hafa gengið vel. Töluvert sé að gera, sem og hjá undanþágunefnd.Meðfylgjandi myndir tók Pjetur Sigurðsson ljósmyndari sem fékk að fylgja verkfallsvörðunum eftir í dag.Þarna telja verkfallsverðir að um brot sé að ræða. Á miðanum kemur fram að þeir sem boðaðir séu í fyrirtöku eða viðtal séu beðnir um að bíða eftir starfsmanni í afgreiðslurými - sem eflaust er ekki á vegum SFR.Verkfallsverðir fyrir utan embætti sýslumannsins í Reykjavík.Starfsmenn í mötuneyti hjá sýslumanninum eru í verkfalli.Ýmis skjöl sem fá að bíða.Þarna telja verkfallsverðir að um verkfallsbrot sé að ræða. Á miðanum eru þeir sem boðaðir eru í fyrirtöku eða viðtal hjá Útlendingastofnun beðnir um að bíða eftir starfsmanni í afgreiðslurými - sem væntanlega er ekki á vegum SFR.vísir/pjeturVerkfallsverðir skoða hvern krók og kima.Háskóli Íslands var næstur á dagskrá.Á leið í Háskóla Íslands.Pjetur Sigurðsson ljósmyndari fylgdi tveimur hópum verkfallsvarða eftir í dag.vísir/PjeturNemendaskrá Háskóla Íslands.Nemendaskrá Háskóla Íslands.Ekki má gleyma kjallaranum.Miðstöð verkfallsvarða.Öll mál rædd í þaula.
Flóttamenn Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lögreglumenn hringja sig inn veika í Leifsstöð Búast má við meiri töfum í Leifsstöð í dag en í gær, þar sem nokkrir lögregluþjónar, sem sinna landamæraeftirliti, hafa tilkynnt forföll vegna veikinda. Þetta á við um Ameríkuflugið og flug til Bretlands. 16. október 2015 07:15 Formaður SFR: Allt bendir til að næsta verkfall hefjist á mánudag Deiluaðilar settust aftur við samingaborðið í morgun. 16. október 2015 11:38 Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00 Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03 Fjölmenni við stjórnarráðið: „Sömu kjarabætur og aðrir“ Hundruð félagsmanna SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands komu saman við Stjórnarráðið í morgun og kröfðust sambærilegra kjarabóta og aðrir ríkisstarfsmenn. 16. október 2015 10:14 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Lögreglumenn hringja sig inn veika í Leifsstöð Búast má við meiri töfum í Leifsstöð í dag en í gær, þar sem nokkrir lögregluþjónar, sem sinna landamæraeftirliti, hafa tilkynnt forföll vegna veikinda. Þetta á við um Ameríkuflugið og flug til Bretlands. 16. október 2015 07:15
Formaður SFR: Allt bendir til að næsta verkfall hefjist á mánudag Deiluaðilar settust aftur við samingaborðið í morgun. 16. október 2015 11:38
Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00
Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03
Fjölmenni við stjórnarráðið: „Sömu kjarabætur og aðrir“ Hundruð félagsmanna SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands komu saman við Stjórnarráðið í morgun og kröfðust sambærilegra kjarabóta og aðrir ríkisstarfsmenn. 16. október 2015 10:14