Erla Stefánsdóttir látin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2015 16:54 Erla Stefánsdóttir starfaði sem píanókennari auk þess sem hún stofnaði félagsskapinn Lífssýn. vísir/vilhelm Erla Stefánsdóttir, píanókennari og sjáandi, lést í gær, áttræð að aldri. Hún fæddist þann 6. september 1935 og var einkadóttir og kjördóttir foreldra sinna Salome Pálmadóttur hjúkrunarkonu frá Skálavík og Stefáns Jónssonar prentsmiðjustjóra frá Kambi í Reykhólasveit. Árið 1960 giftist Erla Erni Guðmundssyni tannlækni og eignuðust þau þrjú börn en skildu síðar. Börn Erlu og Arnar eru þau Salóme Ásta, Sigþrúður Erla og Stefán Örn. Þá eignaðist Erla níu barnabörn. Erla ólst upp í Reykjavík og gekk í Miðbæjarbarnaskólann og síðan Kvennaskólann í Reykjavík. Hún stundaði nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík og Kennaraskóla Íslands og lauk söngkennaraprófi. Erla starfaði lengst af sem píanókennari heima við, í Tónmenntaskólanum í Reykjavík og í Tónlistarskólanum í Kópavogi. Erla sá heiminn alla tíð í sínu sérstaka ljósi. Hún var virkur þáttakandi í Guðspekifélaginu og Sálarrannsóknarfélaginu og hóf að segja frá skynjunum sínum þar, eftir að fjölskyldan flutti heim eftir þriggja ára dvöl í Bergen í Noregi 1976. Það vatt upp á sig og þróaðist í námskeið frá 1982 þar sem hún sagði frá lífssýn sinni, sem varð að félagsskapnum Lífssýn. Á námskeiðunum var farið yfir gerð og þroskabraut mannsins og umhverfi okkar í öllum sínum víddum. Hundruð Íslendinga sóttu námskeið hennar og fór hún einnig með þau til Norðurlandanna. Árið 1993 kom út fyrsta álfakortið sem var af byggðum huliðsheima í Hafnarfirði. Síðar komu út kort af álfabyggðum á Ísafirði og Akureyri og nú á þessu ári kort af orkustöðvum Íslands. Kortin voru gerð til að fá fólk til að skynja umhverfi, náttúru og dýr með vakandi vitund og virðingu. Útför Erlu fer fram frá Neskirkju 13. október 2015 og athöfnin hefst klukkan eitt. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira
Erla Stefánsdóttir, píanókennari og sjáandi, lést í gær, áttræð að aldri. Hún fæddist þann 6. september 1935 og var einkadóttir og kjördóttir foreldra sinna Salome Pálmadóttur hjúkrunarkonu frá Skálavík og Stefáns Jónssonar prentsmiðjustjóra frá Kambi í Reykhólasveit. Árið 1960 giftist Erla Erni Guðmundssyni tannlækni og eignuðust þau þrjú börn en skildu síðar. Börn Erlu og Arnar eru þau Salóme Ásta, Sigþrúður Erla og Stefán Örn. Þá eignaðist Erla níu barnabörn. Erla ólst upp í Reykjavík og gekk í Miðbæjarbarnaskólann og síðan Kvennaskólann í Reykjavík. Hún stundaði nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík og Kennaraskóla Íslands og lauk söngkennaraprófi. Erla starfaði lengst af sem píanókennari heima við, í Tónmenntaskólanum í Reykjavík og í Tónlistarskólanum í Kópavogi. Erla sá heiminn alla tíð í sínu sérstaka ljósi. Hún var virkur þáttakandi í Guðspekifélaginu og Sálarrannsóknarfélaginu og hóf að segja frá skynjunum sínum þar, eftir að fjölskyldan flutti heim eftir þriggja ára dvöl í Bergen í Noregi 1976. Það vatt upp á sig og þróaðist í námskeið frá 1982 þar sem hún sagði frá lífssýn sinni, sem varð að félagsskapnum Lífssýn. Á námskeiðunum var farið yfir gerð og þroskabraut mannsins og umhverfi okkar í öllum sínum víddum. Hundruð Íslendinga sóttu námskeið hennar og fór hún einnig með þau til Norðurlandanna. Árið 1993 kom út fyrsta álfakortið sem var af byggðum huliðsheima í Hafnarfirði. Síðar komu út kort af álfabyggðum á Ísafirði og Akureyri og nú á þessu ári kort af orkustöðvum Íslands. Kortin voru gerð til að fá fólk til að skynja umhverfi, náttúru og dýr með vakandi vitund og virðingu. Útför Erlu fer fram frá Neskirkju 13. október 2015 og athöfnin hefst klukkan eitt.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira