Blatter lofar nýjum sönnunargögnum sem sanni sakleysi hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2015 13:00 Sepp Blatter og Vladimir Putin. Vísir/Getty Sepp Blater, forseti FIFA, var í dag dæmdur af siðanefnd sambandsins í 90 daga bann frá knattspyrnumálum vegna rannsóknar á spillingarmálum tengdum honum. Lögmenn Sepp Blater segja skjólstæðing sinn vera vonsvikinn með ákvörðun siðanefndarinnar en þeir sendu frá sér yfirlýsingu um málið. „Blatter forseti varð fyrir vonbrigðum með að Siðanefnd FIFA hafi ekki fylgt eftir sínum siða- og vinnureglum og gefið honum tækifæri til að segja sína hlið á málinu," segir í yfirlýsingu frá lögmönnum hans Lorenz Erni og Richard Cullen. „Siðanefndin byggir úrskurð sinn á misskilningi svissnesk saksóknara sem hefur hafið rannsókn á forsetanum en á enn eftir að birta einhverja kæru. Saksóknarinn mun þurfa að hætta með málið takist honum ekki að koma með sannanir," segir í yfirlýsingunni og þar kemur líka fram að von sé á upplýsingum frá Sepp Blatter tengdu þessu máli. „Blatter forseti hlakkar til þess að fá tækifæri til að koma fram með sönnunargögn sem sýna fram á það að hann tók ekki þátt í neinu misferli, ólöglegu eða annarskonar," segir í umræddri yfirlýsingu. Sepp Blater var endurkjörinn forseti FIFA í fjórða sinn í maí á þessu ári en spillingarmál FIFA hafa tröllriðið allri umræðu um Alþjóðaknattspyrnusambandið síðan að fjölmargir háttsettir fulltrúar FIFA voru handteknir rétt fyrir ársþingið. Sepp Blater boðaði nýjar forsetakosningar hjá FIFA aðeins nokkrum dögum eftir að hann var endurkjörinn forseti. Nýr forseti verður kosinn á næsta ári. Hann hefur síðan bæst í þann hóp FIFA-manna sem eru flæktir í rannsókn á spillingar- og mútumálum innan FIFA. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Platini harðorður í nýrri yfirlýsingu Sakar óheiðarlegan aðila innan FIFA um að hafa lekið málinu í fjölmiðla. 8. október 2015 10:39 Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45 FIFA setur Blatter, Platini og Valcke alla í 90 daga bann Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur leyst þá Sepp Blatter, forseta FIFA, Jerome Valcke, aðalritara FIFA og Michel Platini, varaformann FIFA, alla frá störfum í 90 daga en þeir hafa allir verið bendlaðir við spillingarmál innan knattspyrnuforystunnar. 8. október 2015 11:14 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Sepp Blater, forseti FIFA, var í dag dæmdur af siðanefnd sambandsins í 90 daga bann frá knattspyrnumálum vegna rannsóknar á spillingarmálum tengdum honum. Lögmenn Sepp Blater segja skjólstæðing sinn vera vonsvikinn með ákvörðun siðanefndarinnar en þeir sendu frá sér yfirlýsingu um málið. „Blatter forseti varð fyrir vonbrigðum með að Siðanefnd FIFA hafi ekki fylgt eftir sínum siða- og vinnureglum og gefið honum tækifæri til að segja sína hlið á málinu," segir í yfirlýsingu frá lögmönnum hans Lorenz Erni og Richard Cullen. „Siðanefndin byggir úrskurð sinn á misskilningi svissnesk saksóknara sem hefur hafið rannsókn á forsetanum en á enn eftir að birta einhverja kæru. Saksóknarinn mun þurfa að hætta með málið takist honum ekki að koma með sannanir," segir í yfirlýsingunni og þar kemur líka fram að von sé á upplýsingum frá Sepp Blatter tengdu þessu máli. „Blatter forseti hlakkar til þess að fá tækifæri til að koma fram með sönnunargögn sem sýna fram á það að hann tók ekki þátt í neinu misferli, ólöglegu eða annarskonar," segir í umræddri yfirlýsingu. Sepp Blater var endurkjörinn forseti FIFA í fjórða sinn í maí á þessu ári en spillingarmál FIFA hafa tröllriðið allri umræðu um Alþjóðaknattspyrnusambandið síðan að fjölmargir háttsettir fulltrúar FIFA voru handteknir rétt fyrir ársþingið. Sepp Blater boðaði nýjar forsetakosningar hjá FIFA aðeins nokkrum dögum eftir að hann var endurkjörinn forseti. Nýr forseti verður kosinn á næsta ári. Hann hefur síðan bæst í þann hóp FIFA-manna sem eru flæktir í rannsókn á spillingar- og mútumálum innan FIFA.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Platini harðorður í nýrri yfirlýsingu Sakar óheiðarlegan aðila innan FIFA um að hafa lekið málinu í fjölmiðla. 8. október 2015 10:39 Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45 FIFA setur Blatter, Platini og Valcke alla í 90 daga bann Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur leyst þá Sepp Blatter, forseta FIFA, Jerome Valcke, aðalritara FIFA og Michel Platini, varaformann FIFA, alla frá störfum í 90 daga en þeir hafa allir verið bendlaðir við spillingarmál innan knattspyrnuforystunnar. 8. október 2015 11:14 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Platini harðorður í nýrri yfirlýsingu Sakar óheiðarlegan aðila innan FIFA um að hafa lekið málinu í fjölmiðla. 8. október 2015 10:39
Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45
FIFA setur Blatter, Platini og Valcke alla í 90 daga bann Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur leyst þá Sepp Blatter, forseta FIFA, Jerome Valcke, aðalritara FIFA og Michel Platini, varaformann FIFA, alla frá störfum í 90 daga en þeir hafa allir verið bendlaðir við spillingarmál innan knattspyrnuforystunnar. 8. október 2015 11:14