Skipverjarnir allir heilir á húfi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 22. september 2015 18:57 Hér má sjá sigmann þyrlu Landhelgisgæslunnar síga um borð í Sóleyju Sigurjóns. Búið er að ráða niðurlögum eldsins sem kom upp í togaranum Sóleyju Sigurjóns í hádeginu í dag og er báturinn nú í togi á leið til hafnar á Akureyri. Áætlað er að hann verði kominn til hafnar um klukkan fjögur í nótt. Skipverjum tókst sjálfum að slökkva eldinn með því að loka vélarrýminu og setja slökkvikerfi þess í gang.Þessi mynd er tekin úr eftirlitskerfi TF-SIFJAR, flugvél Landhelgisgæslunnar, en á henni sést hvernig unnt var að greina hita umhverfis útblástursrör vélarrýmisins.mynd/lhg„Skipverjar eru allir heilir á húfi og voru þannig lagað séð ekki í hættu. Þeir höfðu aðstæður undir stjórn en það getur alltaf leitt til frekari hættu þegar eldur er um borð í skipum úti á sjó, því skipverjar komast ekki langt,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar. Kallaðar voru út tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar og með annarri þeirra voru sendir reykkafarar frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þá voru björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Siglufirði og Skagaströnd jafnframt kölluð út sem og flugvél Landhelgisgæslunnar, en hún var í eftlirlitsflugi út af Austfjörðum. Hér má sjá sigmann þyrlu Landhelgisgæslunnar og reykkafara þar sem þeir eru komnir um borð í Sóleyju Sigurjóns. Myndin er tekin úr TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar.mynd/lhgAuk þess var ákveðið að senda varðskipið Þór áleiðis á vettvang en skipið var statt við Snæfellsnes. Haft var samband við nærliggjandi skip og báta og var afráðið að Tómas Þorvaldsson sem statt var í innan við klukkustundar fjarlægð frá Sóleyju Sigurjóns héldi á staðinn. „Skemmdirnar voru það miklar að þeir komu aðalvél skipsins ekki í gang og ófært var að sigla af svæðinu, þannig að það var afráðið að Tómas Þorvaldsson dragi Sóleyju inn til Akureyrar, en aðrar björgunareiningar hafa verið afþakkaðar og eru farnar af svæðinu,“ segir Ásgrímur.Sóley Sigurjóns og TF-LIF.mynd/lhg Fréttir af flugi Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Búið er að ráða niðurlögum eldsins sem kom upp í togaranum Sóleyju Sigurjóns í hádeginu í dag og er báturinn nú í togi á leið til hafnar á Akureyri. Áætlað er að hann verði kominn til hafnar um klukkan fjögur í nótt. Skipverjum tókst sjálfum að slökkva eldinn með því að loka vélarrýminu og setja slökkvikerfi þess í gang.Þessi mynd er tekin úr eftirlitskerfi TF-SIFJAR, flugvél Landhelgisgæslunnar, en á henni sést hvernig unnt var að greina hita umhverfis útblástursrör vélarrýmisins.mynd/lhg„Skipverjar eru allir heilir á húfi og voru þannig lagað séð ekki í hættu. Þeir höfðu aðstæður undir stjórn en það getur alltaf leitt til frekari hættu þegar eldur er um borð í skipum úti á sjó, því skipverjar komast ekki langt,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar. Kallaðar voru út tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar og með annarri þeirra voru sendir reykkafarar frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þá voru björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Siglufirði og Skagaströnd jafnframt kölluð út sem og flugvél Landhelgisgæslunnar, en hún var í eftlirlitsflugi út af Austfjörðum. Hér má sjá sigmann þyrlu Landhelgisgæslunnar og reykkafara þar sem þeir eru komnir um borð í Sóleyju Sigurjóns. Myndin er tekin úr TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar.mynd/lhgAuk þess var ákveðið að senda varðskipið Þór áleiðis á vettvang en skipið var statt við Snæfellsnes. Haft var samband við nærliggjandi skip og báta og var afráðið að Tómas Þorvaldsson sem statt var í innan við klukkustundar fjarlægð frá Sóleyju Sigurjóns héldi á staðinn. „Skemmdirnar voru það miklar að þeir komu aðalvél skipsins ekki í gang og ófært var að sigla af svæðinu, þannig að það var afráðið að Tómas Þorvaldsson dragi Sóleyju inn til Akureyrar, en aðrar björgunareiningar hafa verið afþakkaðar og eru farnar af svæðinu,“ segir Ásgrímur.Sóley Sigurjóns og TF-LIF.mynd/lhg
Fréttir af flugi Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði