Svartur blettur sem verður að uppræta Björn Snæbjörnsson skrifar 29. september 2015 07:00 Því miður er allt of algengt að vinnuveitendur brjóti á ungu fólki. Langflestir sem leita til Einingar-Iðju vegna brota á kjarasamningum starfa við ferðaþjónustu og oftar en ekki er um ungt fólk að ræða. Langur listi Ferðaþjónustan er sú grein sem hefur vaxið hraðast á undanförnum árum og telst vera stærsta atvinnugrein landsins. Vöxturinn hefur verið gríðarlegur og víðast hvar á landinu hafa ný störf skapast. Líklegast er því að ungt fólk stígi sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum með því að starfa við ferðaþjónustu. Kvartanir unga fólksins sem leitar til Einingar-Iðju vegna brota á kjarasamningum eru meðal annars vegna launa undir lágmarkstöxtum, brota á reglum um vaktavinnu, hvíldartíma, jafnaðarkaups (sem er ekki til í kjarasamningum) og launalausrar starfsþjálfunar. Listinn er reyndar ótrúlega langur. Kvörtunum hefur fjölgað á undanförnum árum, hugsanlega í svipuðu hlutfalli og vöxtur ferðaþjónustunnar. Ungt fólk á þetta ekki skilið. Vinnuveitendur verða að taka sig á í þessum efnum og jafnvel virðuleg bókhaldsfyrirtæki. Trúnaður Atvinnurekendur tala gjarnan um „samkeppnishæft rekstrarumhverfi sem stuðli að arðbæru, fjölbreyttu og ábyrgu atvinnulífi sem bæti lífskjör allra“. Eining-Iðja hefur reglulega birt auglýsingar, þar sem brýnt er sérstaklega fyrir starfsfólki í ferðaþjónustu að standa vörð um réttindi sín. Tilefnið er ærið. Þá hefur félagið sömuleiðis gefið út bækling, þar sem tíundaðar eru ýmsar upplýsingar um réttindi launþega. Á heimasíðu Einingar-Iðju er sömuleiðis hægt að nálgast margvíslegan fróðleik og starfsfólk félagsins er ávallt reiðubúið til aðstoðar. Rétt er að undirstrika að öll mál sem koma til félagsins eru trúnaðarmál. Það er því um að gera að hafa samband, ef hlutirnir eru ekki í lagi. Vissulega er oft á tíðum um vankunnáttu að ræða, en þeir sem eru með fólk í vinnu bera ríka ábyrgð. Eining-Iðja kappkostar að standa vörð um hagsmuni félagsmanna. Brot á ungu fólki er svartur blettur á vinnumarkaðnum, sem verður að uppræta. Hlutirnir eiga að vera í lagi, það er svo einfalt. Taktlaus ferðaþjónusta Ferðaþjónustan er orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum íslensku þjóðarinnar. Náttúra landsins er helsta aðdráttarafl þeirra erlendu ferðamanna sem heimsækja landið. Bæklingar ferðaþjónustunnar og auglýsingar bera þess glöggt vitni að náttúran lokkar ferðamennina til landsins. Ferðaþjónustan má hins vegar ekki gleyma því að náttúran er í eigu fólksins í landinu. Ferðaþjónustan getur hreinlega ekki verið þekkt fyrir að gera út á íslenska náttúru – sem er í eigu fólksins í landinu – og brjóta á sama tíma umsamin réttindi ungs fólks. Flest bendir til þess að íslensk ferðaþjónusta eflist enn frekar á næstu árum. Þess vegna þurfa allir að ganga í takt. Það er algjörlega taktlaust af ferðaþjónustunni að vera sú atvinnugrein sem helst brýtur á launafólki. Um það er þjóðin örugglega sammála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Snæbjörnsson Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Því miður er allt of algengt að vinnuveitendur brjóti á ungu fólki. Langflestir sem leita til Einingar-Iðju vegna brota á kjarasamningum starfa við ferðaþjónustu og oftar en ekki er um ungt fólk að ræða. Langur listi Ferðaþjónustan er sú grein sem hefur vaxið hraðast á undanförnum árum og telst vera stærsta atvinnugrein landsins. Vöxturinn hefur verið gríðarlegur og víðast hvar á landinu hafa ný störf skapast. Líklegast er því að ungt fólk stígi sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum með því að starfa við ferðaþjónustu. Kvartanir unga fólksins sem leitar til Einingar-Iðju vegna brota á kjarasamningum eru meðal annars vegna launa undir lágmarkstöxtum, brota á reglum um vaktavinnu, hvíldartíma, jafnaðarkaups (sem er ekki til í kjarasamningum) og launalausrar starfsþjálfunar. Listinn er reyndar ótrúlega langur. Kvörtunum hefur fjölgað á undanförnum árum, hugsanlega í svipuðu hlutfalli og vöxtur ferðaþjónustunnar. Ungt fólk á þetta ekki skilið. Vinnuveitendur verða að taka sig á í þessum efnum og jafnvel virðuleg bókhaldsfyrirtæki. Trúnaður Atvinnurekendur tala gjarnan um „samkeppnishæft rekstrarumhverfi sem stuðli að arðbæru, fjölbreyttu og ábyrgu atvinnulífi sem bæti lífskjör allra“. Eining-Iðja hefur reglulega birt auglýsingar, þar sem brýnt er sérstaklega fyrir starfsfólki í ferðaþjónustu að standa vörð um réttindi sín. Tilefnið er ærið. Þá hefur félagið sömuleiðis gefið út bækling, þar sem tíundaðar eru ýmsar upplýsingar um réttindi launþega. Á heimasíðu Einingar-Iðju er sömuleiðis hægt að nálgast margvíslegan fróðleik og starfsfólk félagsins er ávallt reiðubúið til aðstoðar. Rétt er að undirstrika að öll mál sem koma til félagsins eru trúnaðarmál. Það er því um að gera að hafa samband, ef hlutirnir eru ekki í lagi. Vissulega er oft á tíðum um vankunnáttu að ræða, en þeir sem eru með fólk í vinnu bera ríka ábyrgð. Eining-Iðja kappkostar að standa vörð um hagsmuni félagsmanna. Brot á ungu fólki er svartur blettur á vinnumarkaðnum, sem verður að uppræta. Hlutirnir eiga að vera í lagi, það er svo einfalt. Taktlaus ferðaþjónusta Ferðaþjónustan er orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum íslensku þjóðarinnar. Náttúra landsins er helsta aðdráttarafl þeirra erlendu ferðamanna sem heimsækja landið. Bæklingar ferðaþjónustunnar og auglýsingar bera þess glöggt vitni að náttúran lokkar ferðamennina til landsins. Ferðaþjónustan má hins vegar ekki gleyma því að náttúran er í eigu fólksins í landinu. Ferðaþjónustan getur hreinlega ekki verið þekkt fyrir að gera út á íslenska náttúru – sem er í eigu fólksins í landinu – og brjóta á sama tíma umsamin réttindi ungs fólks. Flest bendir til þess að íslensk ferðaþjónusta eflist enn frekar á næstu árum. Þess vegna þurfa allir að ganga í takt. Það er algjörlega taktlaust af ferðaþjónustunni að vera sú atvinnugrein sem helst brýtur á launafólki. Um það er þjóðin örugglega sammála.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun