Aðstæður flóttafólks eru ómannúðlegar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. september 2015 07:00 Ungur sýrlenskur drengur gengur fram hjá ruslahaug í flóttamannabúðum fyrir Sýrlendinga í suðurhluta Líbanons. Í slíkum búðum sér fólk enga framtíð. NordicPhotos/AFP Mikill fjöldi Sýrlendinga, sem flúði sprengingar og efnavopnaárásir í heimalandi sínu, býr nú við litlu skárri lífsskilyrði í Jórdaníu og Líbanon. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna varaði í gær við því að flóttamennirnir íhugi nú að snúa aftur til síns stríðshrjáða heimalands þar sem þeir sjái enga framtíð í Jórdaníu og Líbanon. Þeir flóttamenn sem þar eru þurfa margir hverjir að lifa á andvirði um fimmtíu króna á dag og eiga margir hverjir ekki þak yfir höfuðið. Fréttastofa The Guardian greinir frá því að sjálfboðaliðar segi mörg dæmi um ung börn sem labba um göturnar og reyna að selja blóm eða pússa skó til að bæta hag fjölskyldu sinnar. Börnin eru svo áreitt af ölvuðu fólki á götum úti á næturnar þar sem þau þurfa oft að sofa. „Flóttamenn hér segja okkur að þeir vilji frekar fara heim til Sýrlands, í miðja borgarastyrjöld. Fólk þarf að hafa náð botninum að öllu leyti til að taka slíka ákvörðun,“ sagði Dina El-Kassaby, talskona Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna. Melissa Fleming, talskona Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, segir slæma stöðu í nágrannaríkjunum helstu ástæðu fyrir því að æ fleiri Sýrlendingar flýi til Evrópu. „Á meðan ekki fæst fjármagn til að styrkja innviði þessara landa mun fólk halda áfram að flykkjast til Evrópu.“ BBC birti í gær myndband sem sýnir fórnarlömb efnavopnaárása. Myndbandið dregur upp óhugnanlega mynd af lífinu í Sýrlandi, sem hópar flóttamanna í Líbanon og Jórdaníu telja þó skárra en lífið í nágrannaríkjunum. „Það er virkilega sársaukafullt að horfa á myndbandið. Foreldrar bera föla, blauta og hreyfingarlausa líkama barna sinna inn á spítala á meðan læknar reyna að bjarga lífi þeirra. Menn kúgast og æla á meðan amma barnanna liggur friðsæl á bekk, látin,“ segir í lýsingu BBC á myndbandinu, sem var tekið upp í kjölfar efnavopnaárásar. Fréttastofa BBC hefur eftir heimildarmanni sínum, efnavopnasérfræðingi, að allt bendi til þess að sinnepsgas hafi verið notað í árásum Íslamska ríkisins. Þá hefur herlið ríkisstjórnar Bashars al-Assads einnig verið sakað um að hafa beitt efnavopnum sem innihalda klór. Flóttamenn Tengdar fréttir Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00 Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“ "Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: "Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. 30. ágúst 2015 15:58 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Mikill fjöldi Sýrlendinga, sem flúði sprengingar og efnavopnaárásir í heimalandi sínu, býr nú við litlu skárri lífsskilyrði í Jórdaníu og Líbanon. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna varaði í gær við því að flóttamennirnir íhugi nú að snúa aftur til síns stríðshrjáða heimalands þar sem þeir sjái enga framtíð í Jórdaníu og Líbanon. Þeir flóttamenn sem þar eru þurfa margir hverjir að lifa á andvirði um fimmtíu króna á dag og eiga margir hverjir ekki þak yfir höfuðið. Fréttastofa The Guardian greinir frá því að sjálfboðaliðar segi mörg dæmi um ung börn sem labba um göturnar og reyna að selja blóm eða pússa skó til að bæta hag fjölskyldu sinnar. Börnin eru svo áreitt af ölvuðu fólki á götum úti á næturnar þar sem þau þurfa oft að sofa. „Flóttamenn hér segja okkur að þeir vilji frekar fara heim til Sýrlands, í miðja borgarastyrjöld. Fólk þarf að hafa náð botninum að öllu leyti til að taka slíka ákvörðun,“ sagði Dina El-Kassaby, talskona Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna. Melissa Fleming, talskona Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, segir slæma stöðu í nágrannaríkjunum helstu ástæðu fyrir því að æ fleiri Sýrlendingar flýi til Evrópu. „Á meðan ekki fæst fjármagn til að styrkja innviði þessara landa mun fólk halda áfram að flykkjast til Evrópu.“ BBC birti í gær myndband sem sýnir fórnarlömb efnavopnaárása. Myndbandið dregur upp óhugnanlega mynd af lífinu í Sýrlandi, sem hópar flóttamanna í Líbanon og Jórdaníu telja þó skárra en lífið í nágrannaríkjunum. „Það er virkilega sársaukafullt að horfa á myndbandið. Foreldrar bera föla, blauta og hreyfingarlausa líkama barna sinna inn á spítala á meðan læknar reyna að bjarga lífi þeirra. Menn kúgast og æla á meðan amma barnanna liggur friðsæl á bekk, látin,“ segir í lýsingu BBC á myndbandinu, sem var tekið upp í kjölfar efnavopnaárásar. Fréttastofa BBC hefur eftir heimildarmanni sínum, efnavopnasérfræðingi, að allt bendi til þess að sinnepsgas hafi verið notað í árásum Íslamska ríkisins. Þá hefur herlið ríkisstjórnar Bashars al-Assads einnig verið sakað um að hafa beitt efnavopnum sem innihalda klór.
Flóttamenn Tengdar fréttir Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00 Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“ "Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: "Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. 30. ágúst 2015 15:58 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00
Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“ "Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: "Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. 30. ágúst 2015 15:58
„Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30