Aðstæður flóttafólks eru ómannúðlegar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. september 2015 07:00 Ungur sýrlenskur drengur gengur fram hjá ruslahaug í flóttamannabúðum fyrir Sýrlendinga í suðurhluta Líbanons. Í slíkum búðum sér fólk enga framtíð. NordicPhotos/AFP Mikill fjöldi Sýrlendinga, sem flúði sprengingar og efnavopnaárásir í heimalandi sínu, býr nú við litlu skárri lífsskilyrði í Jórdaníu og Líbanon. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna varaði í gær við því að flóttamennirnir íhugi nú að snúa aftur til síns stríðshrjáða heimalands þar sem þeir sjái enga framtíð í Jórdaníu og Líbanon. Þeir flóttamenn sem þar eru þurfa margir hverjir að lifa á andvirði um fimmtíu króna á dag og eiga margir hverjir ekki þak yfir höfuðið. Fréttastofa The Guardian greinir frá því að sjálfboðaliðar segi mörg dæmi um ung börn sem labba um göturnar og reyna að selja blóm eða pússa skó til að bæta hag fjölskyldu sinnar. Börnin eru svo áreitt af ölvuðu fólki á götum úti á næturnar þar sem þau þurfa oft að sofa. „Flóttamenn hér segja okkur að þeir vilji frekar fara heim til Sýrlands, í miðja borgarastyrjöld. Fólk þarf að hafa náð botninum að öllu leyti til að taka slíka ákvörðun,“ sagði Dina El-Kassaby, talskona Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna. Melissa Fleming, talskona Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, segir slæma stöðu í nágrannaríkjunum helstu ástæðu fyrir því að æ fleiri Sýrlendingar flýi til Evrópu. „Á meðan ekki fæst fjármagn til að styrkja innviði þessara landa mun fólk halda áfram að flykkjast til Evrópu.“ BBC birti í gær myndband sem sýnir fórnarlömb efnavopnaárása. Myndbandið dregur upp óhugnanlega mynd af lífinu í Sýrlandi, sem hópar flóttamanna í Líbanon og Jórdaníu telja þó skárra en lífið í nágrannaríkjunum. „Það er virkilega sársaukafullt að horfa á myndbandið. Foreldrar bera föla, blauta og hreyfingarlausa líkama barna sinna inn á spítala á meðan læknar reyna að bjarga lífi þeirra. Menn kúgast og æla á meðan amma barnanna liggur friðsæl á bekk, látin,“ segir í lýsingu BBC á myndbandinu, sem var tekið upp í kjölfar efnavopnaárásar. Fréttastofa BBC hefur eftir heimildarmanni sínum, efnavopnasérfræðingi, að allt bendi til þess að sinnepsgas hafi verið notað í árásum Íslamska ríkisins. Þá hefur herlið ríkisstjórnar Bashars al-Assads einnig verið sakað um að hafa beitt efnavopnum sem innihalda klór. Flóttamenn Tengdar fréttir Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00 Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“ "Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: "Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. 30. ágúst 2015 15:58 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira
Mikill fjöldi Sýrlendinga, sem flúði sprengingar og efnavopnaárásir í heimalandi sínu, býr nú við litlu skárri lífsskilyrði í Jórdaníu og Líbanon. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna varaði í gær við því að flóttamennirnir íhugi nú að snúa aftur til síns stríðshrjáða heimalands þar sem þeir sjái enga framtíð í Jórdaníu og Líbanon. Þeir flóttamenn sem þar eru þurfa margir hverjir að lifa á andvirði um fimmtíu króna á dag og eiga margir hverjir ekki þak yfir höfuðið. Fréttastofa The Guardian greinir frá því að sjálfboðaliðar segi mörg dæmi um ung börn sem labba um göturnar og reyna að selja blóm eða pússa skó til að bæta hag fjölskyldu sinnar. Börnin eru svo áreitt af ölvuðu fólki á götum úti á næturnar þar sem þau þurfa oft að sofa. „Flóttamenn hér segja okkur að þeir vilji frekar fara heim til Sýrlands, í miðja borgarastyrjöld. Fólk þarf að hafa náð botninum að öllu leyti til að taka slíka ákvörðun,“ sagði Dina El-Kassaby, talskona Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna. Melissa Fleming, talskona Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, segir slæma stöðu í nágrannaríkjunum helstu ástæðu fyrir því að æ fleiri Sýrlendingar flýi til Evrópu. „Á meðan ekki fæst fjármagn til að styrkja innviði þessara landa mun fólk halda áfram að flykkjast til Evrópu.“ BBC birti í gær myndband sem sýnir fórnarlömb efnavopnaárása. Myndbandið dregur upp óhugnanlega mynd af lífinu í Sýrlandi, sem hópar flóttamanna í Líbanon og Jórdaníu telja þó skárra en lífið í nágrannaríkjunum. „Það er virkilega sársaukafullt að horfa á myndbandið. Foreldrar bera föla, blauta og hreyfingarlausa líkama barna sinna inn á spítala á meðan læknar reyna að bjarga lífi þeirra. Menn kúgast og æla á meðan amma barnanna liggur friðsæl á bekk, látin,“ segir í lýsingu BBC á myndbandinu, sem var tekið upp í kjölfar efnavopnaárásar. Fréttastofa BBC hefur eftir heimildarmanni sínum, efnavopnasérfræðingi, að allt bendi til þess að sinnepsgas hafi verið notað í árásum Íslamska ríkisins. Þá hefur herlið ríkisstjórnar Bashars al-Assads einnig verið sakað um að hafa beitt efnavopnum sem innihalda klór.
Flóttamenn Tengdar fréttir Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00 Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“ "Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: "Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. 30. ágúst 2015 15:58 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira
Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00
Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“ "Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: "Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. 30. ágúst 2015 15:58
„Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30