Elín ósátt með Ólaf og Davíð: „Það eru nýir tímar sem þeir skynja ekki nógu vel“ Bjarki Ármannsson skrifar 13. september 2015 11:03 Þingkona Sjálfstæðisflokksins hnýtir í forsetann og forsætisráðherrann fyrrverandi á Facebook. Vísir/GVA/Valli „Mér finnst skorta á að forsetinn okkar ágæti og duglegi sýni aðeins meiri auðmýkt. Einnig bið ég stjórnmálamenn fyrri tíma eins og hann og fleiri að láta okkar góðu leiðtoga í friði. Það eru nýir tímar og ný viðhorf sem þeir skynja því miður ekki nógu vel.“ Þetta skrifar Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook-síðu sinni. Með færslunni birtir hún myndir af Ólafi Ragnari Grímssyni forseta og Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins. Elín tilgreinir ekki nánar í færslunni hversvegna hún beinir þessum orðum að mönnunum tveimur. Hún hefur þó undanfarið lýst því yfir að hún sé ósammála þeim orðum forsetans úr þingsetningarræðu hans að það væri andstætt lýðræðislegu eðli að tengja breytingar á stjórnarskránni við forsetakosningar. Þá gerði Elín einnig umfjöllun Morgunblaðsins um flóttafólk á Íslandi að umtalsefni á Facebook fyrir stuttu en skopmynd blaðsins og ýmsar skoðanagreinar, þar sem meðal annars var hnýtt í Eygló Harðardóttur velferðarráðherra, vöktu mikið umtal og gagnrýni. Davíð Oddsson er sem kunnugt er ritstjóri Morgunblaðsins. Þess má geta að myndin sem Elín birtir af Davíð er tölvugerð og sýnir hann í hlutverki glæpamanns á lögreglustöð. Myndin er úr umfjöllun bandaríska tímaritsins Time þar sem Davíð var útnefndur einn 25 einstaklinga sem bæru ábyrgð á alþjóðlega bankahruninu árið 2008. Myndin er sú fyrsta sem kemur upp þegar maður flettir upp nafni Davíðs á netinu, þannig ef til vill er um tilviljun að ræða í myndavali Elínar.Uppfært klukkan 12.15: Frá því að þessi frétt var birt hefur Elín eytt færslunni og sett hana inn a Facebook á ný, en með annarri mynd af Davíð Oddssyni. Nýju færsluna má sjá hér fyrir neðan.Mér finnst skorta á að forsetinn okkar ágæti og duglegi sýni aðeins meiri auðmýkt. Einnig bið ég stjórnmálamenn fyrri tí...Posted by Elin Hirst on 13. september 2015 Flóttamenn Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira
„Mér finnst skorta á að forsetinn okkar ágæti og duglegi sýni aðeins meiri auðmýkt. Einnig bið ég stjórnmálamenn fyrri tíma eins og hann og fleiri að láta okkar góðu leiðtoga í friði. Það eru nýir tímar og ný viðhorf sem þeir skynja því miður ekki nógu vel.“ Þetta skrifar Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook-síðu sinni. Með færslunni birtir hún myndir af Ólafi Ragnari Grímssyni forseta og Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins. Elín tilgreinir ekki nánar í færslunni hversvegna hún beinir þessum orðum að mönnunum tveimur. Hún hefur þó undanfarið lýst því yfir að hún sé ósammála þeim orðum forsetans úr þingsetningarræðu hans að það væri andstætt lýðræðislegu eðli að tengja breytingar á stjórnarskránni við forsetakosningar. Þá gerði Elín einnig umfjöllun Morgunblaðsins um flóttafólk á Íslandi að umtalsefni á Facebook fyrir stuttu en skopmynd blaðsins og ýmsar skoðanagreinar, þar sem meðal annars var hnýtt í Eygló Harðardóttur velferðarráðherra, vöktu mikið umtal og gagnrýni. Davíð Oddsson er sem kunnugt er ritstjóri Morgunblaðsins. Þess má geta að myndin sem Elín birtir af Davíð er tölvugerð og sýnir hann í hlutverki glæpamanns á lögreglustöð. Myndin er úr umfjöllun bandaríska tímaritsins Time þar sem Davíð var útnefndur einn 25 einstaklinga sem bæru ábyrgð á alþjóðlega bankahruninu árið 2008. Myndin er sú fyrsta sem kemur upp þegar maður flettir upp nafni Davíðs á netinu, þannig ef til vill er um tilviljun að ræða í myndavali Elínar.Uppfært klukkan 12.15: Frá því að þessi frétt var birt hefur Elín eytt færslunni og sett hana inn a Facebook á ný, en með annarri mynd af Davíð Oddssyni. Nýju færsluna má sjá hér fyrir neðan.Mér finnst skorta á að forsetinn okkar ágæti og duglegi sýni aðeins meiri auðmýkt. Einnig bið ég stjórnmálamenn fyrri tí...Posted by Elin Hirst on 13. september 2015
Flóttamenn Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira