Zlatan bókaði heilt torg í Malmö Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2015 14:30 Zlatan Ibrahimovic. Vísir/Getty Sænski knattspyrnumaðurinn Zlatan Ibrahimovic ætlar að sjá til þess að allir í Malmö eigi möguleika á því að sjá seinni leik sænska liðsins Malmö og franska liðsins Paris Saint Germain í Meistaradeildinni. Zlatan Ibrahimovic og félagar í PSG drógust á móti æskufélagi Zlatans í Meistaradeildinni í ár og það er gríðarlegur áhugi fyrir leik liðanna í Malmö. Paris Saint-Germain vann 2-0 sigur á Malmö í fyrstu umferð riðlakeppninnar þar sem Zlatan skoraði reyndar ekki sjálfur en lagði upp seinna markið. Liðin mætast ekki aftur fyrr en í 5. umferð í lok nóvember. Íslenski landsliðsmaðurinn Kári Árnason hefur talað um það í viðtölum að í Malmö sé Zlatan Ibrahimovic eins og guð. Það vill því enginn alvöru knattspyrnuáhugamaður í borginni missa af þessum leik. Seinni leikurinn fer hinsvegar fram á Swedbank Stadion 25. nóvember næstkomandi en völlurinn tekur hinsvegar "bara" 21 þúsund manns í sæti. Zlatan Ibrahimovic spilaði með Malmö-liðinu frá 1999 til 2001 eða áður en hann fór suður til Evrópu til að spila með mörgum af frægustu fótboltafélögum heims. Zlatan er afar vinsæll í Malmö og það var löngu ljóst að félagið hefði getað selt miklu fleiri miða á umræddan leik. Zlatan Ibrahimovic ætlar að gera sitt til þess að sem flestir geti horft á leikinn. Zlatan tilkynnti á Instagram-síðu sinni að hann hafi bókað aðaltorg Malmö-borgar þar sem leikurinn verður sýndur á risastórum skjá. Zlatan lofaði líka fleiri óvæntum viðburðum í Malmö-borg þennan sama dag. I previously said that the game will be heard all over Malmö. Now I've also made sure that all of Malmö will be able to watch the game. I've booked the Main Square where the game on Nov. 25 will be broadcast live. All are welcome! More surprises await that day. I'm on my way ... A photo posted by IAmZlatan (@iamzlatanibrahimovic) on Sep 18, 2015 at 2:26am PDT Meistaradeild Evrópu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Sjá meira
Sænski knattspyrnumaðurinn Zlatan Ibrahimovic ætlar að sjá til þess að allir í Malmö eigi möguleika á því að sjá seinni leik sænska liðsins Malmö og franska liðsins Paris Saint Germain í Meistaradeildinni. Zlatan Ibrahimovic og félagar í PSG drógust á móti æskufélagi Zlatans í Meistaradeildinni í ár og það er gríðarlegur áhugi fyrir leik liðanna í Malmö. Paris Saint-Germain vann 2-0 sigur á Malmö í fyrstu umferð riðlakeppninnar þar sem Zlatan skoraði reyndar ekki sjálfur en lagði upp seinna markið. Liðin mætast ekki aftur fyrr en í 5. umferð í lok nóvember. Íslenski landsliðsmaðurinn Kári Árnason hefur talað um það í viðtölum að í Malmö sé Zlatan Ibrahimovic eins og guð. Það vill því enginn alvöru knattspyrnuáhugamaður í borginni missa af þessum leik. Seinni leikurinn fer hinsvegar fram á Swedbank Stadion 25. nóvember næstkomandi en völlurinn tekur hinsvegar "bara" 21 þúsund manns í sæti. Zlatan Ibrahimovic spilaði með Malmö-liðinu frá 1999 til 2001 eða áður en hann fór suður til Evrópu til að spila með mörgum af frægustu fótboltafélögum heims. Zlatan er afar vinsæll í Malmö og það var löngu ljóst að félagið hefði getað selt miklu fleiri miða á umræddan leik. Zlatan Ibrahimovic ætlar að gera sitt til þess að sem flestir geti horft á leikinn. Zlatan tilkynnti á Instagram-síðu sinni að hann hafi bókað aðaltorg Malmö-borgar þar sem leikurinn verður sýndur á risastórum skjá. Zlatan lofaði líka fleiri óvæntum viðburðum í Malmö-borg þennan sama dag. I previously said that the game will be heard all over Malmö. Now I've also made sure that all of Malmö will be able to watch the game. I've booked the Main Square where the game on Nov. 25 will be broadcast live. All are welcome! More surprises await that day. I'm on my way ... A photo posted by IAmZlatan (@iamzlatanibrahimovic) on Sep 18, 2015 at 2:26am PDT
Meistaradeild Evrópu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Sjá meira