24 punda hængur úr Víðidalsá Karl Lúðvíksson skrifar 4. september 2015 13:35 Þórarinn Kristjánsson með 24 punda laxinn úr Víðidalsá Mynd: Jóhann K. Jóhannsson Við höfum aðeins tiplað á því að núna er besti tíminn fyrir stóru hausthængana og nú þegar hafa nokkrir slíkir höfðingjar tekið flugur veiðimanna. Fréttir af stórlöxum á haustin koma gjarnan úr sömu áttinni og oftar en ekki eru þetta ár eins og Miðfjarðará, Vatnsdalsá, Laxá í Aðaldal, Hrútafjarðará og Víðidalsá, bara svo nokkrar séu nefndar, sem gefa árlega laxa um og yfir 100 sm eða 20 pund eða stærri. Þórarinn Kristjánsson er við veiðar í ánni ásamt Jóhanni félaga sínum og setti Þórarinn í sannkallað tröll í veiðistaðnum Ármót í fyrradag. Laxinn var mældur 101 sm að lengd og vó 24 pund í háfnum. Þetta er einn af stærstu löxum sumarsins í Víðidalsá og víðar en besti tíminn er framundan til að setja í þessa stórlaxa svo við eigum nokkuð örugglega eftir að heyra af fleiri stórfiskum í haust. Þess má geta að laxinn tók Blue Charm númer #14 sem sannar enn og aftur að ekki þarf stórar flugur til að setja í stóra laxa, þvert á móti koma þessar laxar iðullega á smáar flugur. Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Flugan sem fiskurinn tekur aldrei Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði
Við höfum aðeins tiplað á því að núna er besti tíminn fyrir stóru hausthængana og nú þegar hafa nokkrir slíkir höfðingjar tekið flugur veiðimanna. Fréttir af stórlöxum á haustin koma gjarnan úr sömu áttinni og oftar en ekki eru þetta ár eins og Miðfjarðará, Vatnsdalsá, Laxá í Aðaldal, Hrútafjarðará og Víðidalsá, bara svo nokkrar séu nefndar, sem gefa árlega laxa um og yfir 100 sm eða 20 pund eða stærri. Þórarinn Kristjánsson er við veiðar í ánni ásamt Jóhanni félaga sínum og setti Þórarinn í sannkallað tröll í veiðistaðnum Ármót í fyrradag. Laxinn var mældur 101 sm að lengd og vó 24 pund í háfnum. Þetta er einn af stærstu löxum sumarsins í Víðidalsá og víðar en besti tíminn er framundan til að setja í þessa stórlaxa svo við eigum nokkuð örugglega eftir að heyra af fleiri stórfiskum í haust. Þess má geta að laxinn tók Blue Charm númer #14 sem sannar enn og aftur að ekki þarf stórar flugur til að setja í stóra laxa, þvert á móti koma þessar laxar iðullega á smáar flugur.
Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Flugan sem fiskurinn tekur aldrei Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði